Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.07.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1982 fréttir ■ „Það gengur nú ekki mjög vel, maður,“ sagði Karl Halldórsson bóndi í Ey í Landeyjum, þegar Tíminn spurði hann hvernig heyskapurinn og tilveran gangi þar í sveit. „Það gengur mjög illa hér,“ áréttaði hann. „Ég held að allir séu byrjaðir að slá og flestir búnir að ná einhverju smávegis inn.“ - Hvernig eru þau hey? „Sumir byrjuðu dálítið snemma og náðu strax nokkrum heyjum og ég held að þau séu nokkuð sæmileg. En ég held að það séu ekki góð hey, sem menn hafa verið að sulla saman upp á síðkastið og setja inn.“ - Hvað þá um votheysverkun? „Jú, eitthvað er um hana, en það hefur bara ekkert verið gott að heyja í vothey hérna upp á síðkastið, því það rignir svo mikið hérna. Það er búin að vera mígandi rigning hér í dag, en er heldur að minnka núna.“ - Hvað hafist þið að? Sitjið þið inni í bæ og haldið að ykkur höndum? „Já, það er aðallega setið inni í bæ og hlustað á veðurfréttir, maður sleppir þeim ekki. En það er alltaf sama helvítis lægðarófétið og hæðir og sama veðrið. Nei, ástandið er bara ískyggilegt, ef ekki fer að lagast. Þetta veður skemmir svo mikið, bæði það sem er laust og það sem er enn fast það er að verða úr sér sprottið." - Hvað segja þeir veðurglöggu, sem horfa til himins, eru ekki horfur á að þetta fari að lagast? ■ Víða um landið er heyskapartíð með eindæmum slæm, svo varla kemur tugga í hlöðu, en í góða veðrinu fyrir austan er sprettan svo slæm að heyfengur er sáralítill. Þess vegna er öllum bændum sjálfsagt gott að hirða vel um dreifarnar. Heyskaparhorfurnar: „ÞAÐ ER ALLTAF SAMA HELVfTIS LÆGÐARÓFÉTH) — segir Karl Halldórsson f Ey f Landeyjum „Það held ég ekki. Ef hann styttir ekki upp núna um verslunarmannahelgina, þá lýst mér ekkert á það. Þá fer ég bara að pakka saman og fer norður í land. “ - Til að heyja þar? „Bara að skemmta mér, maður. Það þýðir ekkert annað en að vera hress og bera sig vel,“ sagði Karl í Ey. „Einstök heyskapartíð, en lítii spretta,“ „Hér hefur verið einstök heyskapar- tíð,“ sagði Jón Bergsson á Ketilsstöðum á Völlum, þegar við spurðum hann frétta- Hann var þá spurður hvort menn væru yfirleitt búnir að heyja á Austurlandi, eða langt komnir. „Ég segi það nú ekki, menn hafa farið sér hægt vegna þess að sprettan er léleg, vegna þurrkanna, held ég aðallega. Sumarið hefur verið óskaplega þurrt og þess vegna háð grassprettu. Hér er varla hægt að segja að hafi komið dropi úr lofti síðan í vor einhvern tíma, nema það rigndi smávegis hér um mánaðamót- in júní/júlí. Það er afskaplega lélegt, það sem menn eru að slá núna, langt undir meðallagi í heyfeng, en það eru auðvitað óskaplega góð hey, sem er búið að ná. Margir eru enn að bíða eftir að meira spretti, en það er þó misjafnt, eins og gengur.“ - Hvað er annars almennra tíðinda hjá ykkur? „Það er auðvitað helst góða veðrið, hér hefur verið upp undir 30 stiga hiti í marga daga og ferðamannastraumurinn er mikill." - Hafa bændur þarna austurfrá komið sér upp einhverri ferðaþjónustu? „Nei, það held ég ekki, hér eru ekki komnir upp þessir svokölluðu ferða- bændur." - Er sprettan svo lítil þarna að horfi til vandræða? „Já, það segir sig sjálft, þegar áburður hækkar um 60% og menn fá svo ekki fullt eftir hann, þá eru það auðvitað vandræði. Sumsstaðar er kalið í túnum, sérstaklega hér á Út-Héraði, reyndar eitthvað um allt Héraðið, og svo niðri á Fjörðum. Þannig að við fáum ekki einu sinni hey af öllu ræktuðu landi og lítið af hinu,“ sagði Jón Bergsson á Ketilsstöcum. „Þurrkarnir hafa verið stuttir hér um slóðir,“ „Heyskapurinn gengur svona frekar hægt hérna,“ upplýsti Böðvar Jónsson bóndi í Norðurhjáleigu í Álftaveri, þegar Tíminn hringdi til hans að leita tíðinda. „Hér eru til bændur, sem engu heyi eru búnir að ná ennþá, en aðrir eru búnir að ná dálitlu. Þó held ég að hér sé skárra ástand hcldur en vestan við Mýrdalssandinn, þar er það mjög slæmt, eftir því sem mér heyrist á mönnum.“ - Hvemig er sprettan hjá ykkur? „Sprettan er góð, hér er ágætis gras orðið. Þurrkamir hafa verið stuttir hér um slóðir, en nóg til þess að þeir sem hafa góða súgþurrkun hafa getað náð sæmilegum heyjum. Þetta hefur verið mjög stopult, t.d. leit ágætlega út í gærkvöldi, en í dag er komin rigning. Hann er búinn að rigna síðan fyrir hádegi.“ - Heyja bændur á þessu svæði ekki í súrhey? „Það er mjög lítið, ég veit ekki til að neinn sé farinn til þess ennþá." - Hvernig telja menn þarna að útlitið sé? „Það getur verið allt í lagi ennþá, ef hann fer að birta til.“ - Er mikið hey flatt? „Já, margir eiga mikið flatt hey, en það hefur ekki hrakist neitt að ráði og það getur bjargast ennþá." - Er tíðin ekki verri en það að menn geti verið við þetta að mestu? „Það er nú lítið verið við, nema þurrkur sé. Menn eru fljótir að slá og fara í það, þegar þeir halda að von sé á einhverri uppstyttu.“ - Hvaðeruðþiðaðgeraþessámilli? „Það er nóg að gera. Sumir hafa verið að ganga frá súgþurrkun í hlöður og menn finna alltaf nóg að gera,“ sagði Böðvar í Norðurhjálgigu. „Bændur í Húnaþingi eru ánægðir og bjartsýnir,“ „Ég held að heyskapur gangi bara nokkuð vel á þessu svæði," sagði Ólafur Valdimarsson bóndi á Uppsölum í Miðfirði, þegar Tíminn spurði hann tíðinda af heyskapnum. „Mér virðist þetta yfirleitt vera komið nokkuð vel á veg. Sprettan hefur verið þokkaleg og það má segja að í síðustu viku og þessari hafi verið góðir þurrkar.“ - Hafa bændur þá náð töluverðum heyjum í hlöður? „Já, nokkuð svona og það er ekki annað að sjá en að það gangi vel. Ég er töluvert meira en hálfnaður og held að svo sé um flesta.“ - Hafa menn þá ekki tíma til að sinna öðru en heyskapnum um þessar mundir? „Nei, það er varla, þetta er háannatíminn hjá þeim. Ég veit ekki betur en bændur í Húnaþingi séu almennt ánægðir og bjartsýnir. Ég er það að minnsta kosti,“ sagði Ólafur á Uppsölum. „Hér stendur allt bölvan- lega meö heyskapinn“ „Það eru nú allir byrjaðir að slá hér um slóðir, en margir hafa enn ekki náð inn heyi,“ sagði Skúli Kristjónsson bóndi á Svignaskarði, þegar Tíminn ræddi við hann um heyskap og horfur. „Það gengur akkúrat ekkert ennþá. Menn hafa auðvitað verið að reyna að heyja eitthvað í vothey, en það var bara svo blautt eftir rigningarnar og flóðin um daginn að menn voru stoþp með allt. Svo var það annað verra fyrir okkur sem eigum land að Norðurá að þar gerði svo mikið flóð að þar urðu miklar skemmdir. Ég hef ekki fyrr séð svona mikil flóð í ánni á þessum árstíma. Vatnið flóði yfir mikil slæjulönd og bar með sér mikinn leir, sem skemmdi mikið. Ég var búinn að bera á þetta land fyrir um 70 þúsund krónur og það má segja að það sé hálf ónýtt, að þessum peningum hafi verið kastað undir vatn. Hér er allsstaðar mjög mikið gras og það er reyndar farið að spretta úr sér víða. En ef bregður ekki til betri tíðar núna fljótlega, þá er hér víða mjög slæmt ástand. Aftur á móti spratt fyrr hér fyrir sunnan okkur, fyrir sunnan Skarðsheið- ina, og þar gátu menn byrjað eitthvað fyrr og náðu í þurrkglætu og sumir þeirra eru kannski sæmilega á veg komnir. En hér uppi í Borgarfirðinum er óverulegur heyskapur ennþá." „Það má segja að menn bíði bara eftir þurrki og reyni að undirbúa sig undir að taka á móti honum, en standi eiginlega fastir og geti ekkert gert.“ - Eru bændur þá svartsýnir og argir í skapi? „Nei, það eru þeir ekki, þeir hafa nóg að stússa við. Við erum hér að undirbúa hestamót og ýmislegt annað. Sumir eru að tala um Borgarfjarðargleði, sem engin er, nema einhver auglýsing frá Hauki Ingibergssyni. Bændur hafa margir áhyggjur af þessu, þegar verið er að auglýsa böll, en ekkert er gert til að hafa ofan af fyrir fólkinu, ekki einu sinni útveguð tjaldstæði. Við vitum ekkert hvað þetta kallar yfir okkur. Þetta stendur allt bölvanlega með heyskapinn, en þú mátt hafa eftir mér að það verður þurrkur um helgina, því að hestamenn ætla að halda hér mót og það hefur aldrei brugðist að hér er þurrkur þegar það er,“ sagði. Skúli Kristjónsson á Svignaskarði. sy ÆVINTÝRAHEIMUR BARNANNA SENDUM í PÓSTKRÖFU. ptaymobi! LEIKFANGA VERSLUN V. HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMI26010

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.