Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs SÍHii ("II ) 7 - 75-51. (91) 7-X0-:!0. UTTTín Hí1 Ski-mmuvegi 20 JrlHiJJll rir . K.ipavogi Mikiö úrval Opið virka ditgu 319 Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag ¦aMÍ' abriel c« HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sfmi 36510 Bandarískum unglingum stjórnað af forerldrum sínum: GETA VARLA BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ FLYTJA AÐ I HEIMAN FRÁ SÉR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1982 segir Sigrídur ÁsaRichardsdóttir, sem nýkomin er heim frá Bandaríkjunum þar sem hún dvaldi sem skiptinemi í eitt ár .=** •*•» * ¦ „Þetta var heilmikil lífsreynsla og mér fannst það vera vel þess virði þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem komu upp á" sagði Sigríður Ása Richardsdóttir í samtali við Tímann, en hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur dvalið í ár sem skiptinemí á vegum AFS skiptinemasamtakanna. „Þegar ég var búin að ákveða að gerast skiptinemi fór ég niður á skrifstofu AFS og sótti um. Ég þurfti að skrifa ritgerð um sjálfa mig og svara ýmsum spurningum svo sem hverjir væru kostir mínir og gallar og alls konar hlutum sem erfitt var að skrifa ritgerð um, og auk þess þurftu foreldrar mínir, vinur og kennari að skrifa ritgerð um mig. Það eru þrír valkostir um hvert þú vilt fara, Bandaríkin, Evrópa eða þriðji heimurinn, og ég valdi Bandaríkin. Ég lagði inn umsóknina í september, en það var síðan ekki fyrr en í apríl sem ég fékk að vita að ég fengi að fara, og tveimur mánuðum áður en ég fór fékk ég að vita hvert og til hvaða fjölskyldu." - Hvernig fannst þér að koma út? „Það var svolítið vandræðalegt þegar ég kom, við þekktumst ekki neitt, og ég vissi varla um hvað ég átti að tala. Við höfðum skrifast á, en það er samt alltaf erfitt að koma svona í ókunnugt land til fólks sem maður hefur aldrei séð áður. Samfélagið þama í Alamosa þar sem ég var, en það er bær í Suður-Colorado, alveg ' við landamærin á Colorado og Nýju Mexíkó, er náttúrlega ólíkt því sem gerist hér á landi. 1 gegnum miðjan bæinn liggja járnbrautarteinar, og öðrum megin við þá spánska hverfið, og hinum megin búa hvítu mennirnir, en 75% af íbúunum voru spánskættaðir, frá Mexíkó. - Varstu vör við einhverja kynþáttafor- dóma? „Jú, það er ekki hægt að segja annað. Fólk vildi ekki viðurkenna að það væri fordómafullt, en það var það samt. Mér var t.d bannað að fara yfir í spánska helminginn af bænum á kvöldin, þótt ég gerði það nú oft, og þótt það væri blandað í skólanum þá voru „spönsku" krakkarnir með skápana sína sér og við með okkar sér, og svo framvegis. Þar sem ég bjó hjá frekar velstæðri fjölskyldu var litið á mig sem einhvern milla frá Islandi, fyrst í stað, en þegar þau komust að því að mér var alveg sama hvort fólk var með dökka eða ljósa húð, komu þau til mín og spurðu hvernig ég gæti búið hjá þessu fólki. Þannig að fordómarnir voru frá báðum aðilum. - Fannst þér Bandaríkjamenn frá- brugðnir íslendingum? „Fyrir íslenskan ungling var fjölskyldan sem ég var hjá mjög ströng. í hálft ár þurfti ég að vera komin heim á miðnætti, en þegar ég ræddi málin við fjölskylduna fékk ég að vera úti til tvö, en aldrei lengur. Einu sinni var mér boðið á tónleika með Rolling Stones, þegar þeir voru í ferðalagi um Bandaríkin, en mér var ekki leyft að f ara. Mér fannst fólkið almennt vera mjög yfirborðskennt. Það er alltaf verið að tala um hvað Bandaríkjamenn séu opnir og vingjarnlegir, en mér fannst það nú mest á yfirborðinu. Unglingarnir sem ég kynntist voru mun barnalegri en íslenskir jafnaldrar þeirra. Þeir byrja miklu seinna að vinna í skólafríum heldur en krakkar hér, og þeim er . miklu meira stjórnað af foreldrum sínum heldur en tíðkast hér. Enda er það staðreynd að krakkarnir geta varla beðið eftir að flytja að heiman, og þegar þau gera það þá cru þau varla fær um að sjá um sig sjálf, þau cru ekki vön því. - Myndirðu ráðleggja öðrum að gerast skiptinemar? „Já, það geri ég hiklaust. Það er enginn dans á rósum, og það getur verið mjög erfitt, en ég vildi ekki hafa misst af því að fara. Fyrir utan dvölina í Alamosa fórum við, allir skiptinemarnir á svæðinu, í tveggja vikna rútuferð til New York, og þar kynntist ég krökkum alls staðar að úr heiminum, sem urðu mjög góðir vinir mínir, og við eigum eftir að skrifast á og heimsækja hvert annað, þannig að ég á ekki aðeins vini í Bandaríkjunum, heldur út um allan heim. - Er eitthvað sem þú vildir segja að lokum, Ása? „Það er þá helst að okkur í AFS vantar alltaf fjölskyldur sem vildu taka við skipti- nemum, og ef einhver hefði áhuga, þá ætti hann endilega að hafa samband við AFS skrifstofuna í Reykjavík sem er staðsett á Hverfisgötu 39" -SVJ íí . ¦ J* * yT' ¦ ^r'mt' ¦ Sigríður Ása Richardsdóttir, 17 ára Kópavogsbúi, en hún er nýkomin frá ársdvöl sem skiptinemi í Alamosa í Bandaríkjunum. Fréttir Reisa kotið Klappargerði við Árbæ ¦ Nú á laugardaginn ætla nokkrir áhugamenn um torfhleðslu, - þeir hinir sömu sem reistu torfhring- inn undir Esju í fyrra, - að koma saman uppi í Árbæ og reisa þar eftirmynd af kotinu Klappargerði, sem Halldór Ármannsson hef- ur lýst all nákvæmlega í grein í Heima er best. Hleðslunni mun stjórna Sveinn Einarsson frá Hrjót á Héraði. Hleðslumenn telja að þegar menn hafa verið að endurbyggja forna bæi sem næst upprunalegri mynd, hafi einkum verið fengist við stórbýlin en kotunum sleppt. Er nú ætlunin að ráða bót hér á. Allir eru velkomnir til byggingarverksins og geta fengið tilsögn í torfhleðslu um leið, en þurfa ef til vill að greiða lítilsháttar þátt- tökugjald. -AM Styrkjum úthlutað úr sjóði Ludvigs Storr ¦ Úthlutað hefur verið styrkjum úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr fyrir árið 1982. Fimm umsóknir bárust um styrki, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum á sviði jarð- efnafræði, byggingariðn- aðar og skipasmíða. Að þessu sinni voru veittir tveir styrkir. Edgar Guðmundsson verkfræðingur og Óli J. Guðmundsson arkitekt fengu styrk að upphæð 50 þús. kr. og 50 þús. króna lán til verkefnisins „Þróun- arvinna og bygging mát- tilraunahúss í Þorlákshöfn ásamt tilheyrandi rann- sóknarstarfsemi",. og á- hugamannafélagið Dala- leir, Búðadal í Dalasýslu fékk 20 þús kr. styrk til verkefnisins „Rannsókn á vinnslu og notagildi íslensks leirs". -SVJ dropar Utvarpið og kóngafólkið ¦ t hádegisfréttum útvarps- ins í gær gat að heyra frétt af snekkju dönsku konungsfjöl- skyldunnar sem setið hefur föst undanfarna daga í ís úti fyrir austurströnd Grænlands. Jafnframt var þess getið að drottningin ásamt eiginmanni og föruneyti væru um borð, til að taka þátt í hátíðarhöld- tiiiiiin miklii á Grænlandi í næstu viku . Hlustendur voru beðnir að hafa ekki áhyggjur af slektinu, því þrátt fyrir að kóngafólkinu væru flestar bjargir bannaðar, þá léti það fara vel um sig og stundaði sólböð á fleytu sinni af miklu æðruleysi meðan hún sæti föst. Stuttu ieinna kom leiðrétt- ing, þar sem að vísu var staðfest að skipið ætti í erfiðleikum vegna íss, en hins vegar væri drottningin og föruneyti hennar enn í henni Danmörku, og hefði hugsað sér að fljúga til Grænlands um helgina. Aftur á móti hefði staðið til að hún sigldi á snekkjunni þangað komin. Ónefndur krataforingi hefur undanfarið staðið í stríði við fréttastofuna, og talið ýmis- legt vanta upp á svo hann geti sæmilega við fréttaflutning hennar unað. Dropar geta ekki tekið undir það, enda Ijóst af þessu að a.m.k. skortir ekki andagiftina „Ikarusl" ¦ I dag birta dagblöðin auglýsingu frá Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar, þar sem auglýstir eru til sðlu þrír strætisvagnar af Ikarus- gerð í eigu Reykjavíkur- borgar. Eru menn beðnir um að gera tilboð í gripina, og senda þau inn til skoðunar fyrir 19. ágúst nk. Auglýsingin er pent orðuð til að fæla ekki væntanlega kaupendur, en eins og kunn- ugt er sagði Davíð borgar- keisari þegar borgarstjórn ákvað að selja þá, að þeir væru rusl. I Ijósi þessa leggja Dropar til að tilboðsgjafar merki tilboð sín ekki "Ikarus", heldur „Ikarusl". w Til sölu TilDoð oskast i 3 sirætisvagna aó IKARUS gerð Vagnarmr eru tií syms i ?ækisloð Stædsvagna Reykjavikur við Ki/kjusand Allar nanan upplysmgar gelur Jan Jansen yfirverkslion á slaðnum Tilboð merkl IKARUS. skulu Oerast a sknl- slolu vora arj Fnkirkjuvegi 3. rynr kl 11.00 l.h limmludaginn 19 agustnk En þci verða þau opnuð að viöstodduni þeim íijoðendum sem mætlir veröa Reltur askilmn lil að lalta rivaoa lilboði sem er oöa hiilna oilum Krummi ... .....las í leiðara DV upprifjun EUerts á þegar hvalurinn gleypti Jónas. Rétt er hins vegar að minna á að Jónas gleypti Vísi sem gleymdist að friða eins og hvalinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.