Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 rtnmtn Þjóðhöfðingjar íslands og Danmerkur, þær Vigdís Finnbogadóttir forseti og Margrét drottning koma um borð í dönsku mungssnekkjuna „Dannebrog", en þar hefur Vigdís Finnbogadóttir aðsetur meðan á Grænlandsheimsókn hennar stendur. (Tímamynd FRI) ■ Margrét Danadrottning er hér á leið til afhjúpunar minnismerkisins um Eirík rauða, ásamt Henrik prins og konungssonunum, Friðrik og Jóakim. (Tímamynd FRI) ■ Minisvarðinn ura Eirík rauða afhjúpaður í Bröttuhh'ð. Skjöldinn á þessum varða gerði einn fremsti ríthöfundur Grænlendinga, Hans Lynge. Var það nafni Eiríks rauða, Eiríkur rauði Fredriksen, sem afhjúpaði minnismerkið. (Tímamynd FRI) 10___________ fréttafrásögn Frá fréttamanni Tímans f Narssassuaq þar sem þúsund ára hátíðahöld Grænlendinga standa yfir Kristján Eldjárn á fornum slóðum í Bröttuhlíð. (Tímamynd FRI). Frá Friðrik Indriðasyni, fréttaritara Tímans í Narssassuaq á Grænlandi. ■ Óhætt mun að segja að veðurguðirn- ir hafi skartað sína besta í Bröttuhlíð á Grænlandi, er hátíðahöldin vegna þús- und ára afmælis komu Eiríks rauða til landsins voru haldin þar. Glitrandi sólskin og blíða var er hinir tignu gesti komu til Bröttuhlíðar, þeirra á meðal Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Margrét Danadrottning og Hinrik prins ásamt sonum þeirra, Ólafur Noregskonungur og Sonja prinsessa og L. Schreyer, landstjóri Kanada. „Mér þykir ákaflega gaman að vera komin hingað. Ég hef heimsótt Græn- land oft áður, þá sem leiðsögumaður um firðina hér, og Grænland hefur aldrei brugðist vonum mínum,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, í samtali við Tímann í Bröttuhlíð í gær. „Skipulagningin vegna hátíðahald- anna er til einstakrar fyrirmyndar og það er stórt átak hjá fámennri þjóð að safna til sín hundruðum gesta vegna þeirra. Þessi hátíðahöld eru yfirlýsing um að það er einlæg ósk suður-Grænlendinga að þeir teljist til hóps norrænna þjóða, eins og raunar hefur komið fram í máli þeirra.“ Eitt af skipum danska flotans flutti hina tignu gesti frá Narssassuaq, þar sem þeir dvelja til Bröttuhlíðar í gærmorg- un, en síðan var haldin guðsþjónusta undir berum himni, þar sem séra Magnús Larsen predikaði. Eftir guðsþjónustuna voru fornminjar skoðaðar og gengið um rústir þeirra húsa sem grafnar hafa verið upp. Að því loknu var afhjúpað minnismerki um Eirík rauða í Bröttuhlíð, en sá sem það gjörði var nafni fornkappans, Eiríkur rauði Fredriksen. Minnismerki þetta er koparplata sem fest er á stein og sýnir hún framhluta langskips með manni um borð, - Eiríki rauða. Minnismerkið er eftir Hans Lynge, einn þekktasta rithöfund þeirra Grænlendinga. Eftir hádegið var svo fjárbóndinn Hans Christian Motsfeldt sóttur heim og síðan var haldið til Narssassuaq á ný, en um kvöldið var kvöldverður í boði Narsaq-bæjar, en Narssassuaq heyrir undir þann bæ. Margir íslendingar eru meðal boðs- gesta hér vegna hátíðahaldanna. Þeirra á meðal er Kristján Eldjám, fornleifa- fræðingur og fyrmm forseti íslands. „Það þykir nær víst að þetta sé sú Brattahlíð, sem Eiríkur rauði kom fyrst til á Grænlandi og byggði bú sitt á,“ sagði Kristján Eldjárn í stuttu spjalli við Tímann. „Ártalið fer einnig mjög nærri lagi. Að minnsta kosti segir Ari fróði það að Eiríkur hafi siglt hingað fimmtán árum fyrir kristnitöku á íslandi.“ Nú eru nákvæmlega 20 ár frá því Kristján Eldjárn kom til Grænlands síðast, en hann tók þátt í uppgreftri fornminjanna í Bröttuhlíð á sínum tíma. „Hjarta hans sló hratt „Hjarta hans sló hratt er hann nálgaðist staðinn. Að lokum hið góða land - ekki draumur, heldur vemleiki. Eiríkur sjálfur var rauður en gmnnur tilveru hans var hinn græni litur sem hin góða mold laðar fram og er hömnd sumarsins.“ Svo segir m.a. í kvæði því sem sungið var þegar minnisvarðinn um Eirík rauða var afhjúpaður, en kvæði þetta hafði Hendrik Lund, bæjarstjóri í Juliane- haab samið sérstaklega vegna hátíðar- haldanna og var það sungið við athöfnina. Hendrik Lund hefur unnið mikið starf við skipulagningu hátíðahaldanna og í ræðu við hátíðarkvöldverð sem haldinn var á mánudagskvöldið í flugskýlinu á flugvellinum í Narssassuaq, sagði hann meðal annars að Grænland væri nú á leið til meira sjálfstæðis en áður. Þróunin í þá átt hefði þó ekki verið sársaukalaus. „Sporin og þó sérstaklega sárin minna okkur daglega á það að frjálsræðið og sjálfstæðið verður að kaupa dýru verði,“ sagði Lund. Veðurguðirnir voru ekki eins blíðir á mánudag þegar Vigdís Finnbogadóttir kom hingað til Narsassuaq með flugvél frá SAS. All mikið rok var á flugvellinum þegar hún lenti, en á móti henni tóku Margrét Danadrottning og Henrik prins, auk Agnete Nielsen og Henrik Lund. í dag munu hinir tignu gestir heimsækja Narsaq og skoða þar minja- safnið, sjúkrahúsið, heimili aldraðra, barnaheimili, Malene Lund safnið og skinnafyrirtækið Eskimo-Pels. Seinna um kvöldið verður svo móttaka á hinum kanadíska ísbrjót sem hér liggur úti á firðinum og L. Schreyer býr á meðan hann dvelst hér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.