Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.08.1982, Blaðsíða 19
MJÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús 19 kvikmyndahornið ÍGNBOGir tr i<J ooo Síðsumar ^ftolden ,/Jpond. (imwini* tipisi.rt «tsy at an> .n,v. Heimsfræg ný óskarsverðlauna- mynd sem hvarvetna hefur hlotið mikið lof. Aðalhlutverk: Kathrine Hepburn, Henry Fonda, Jane Fonda. Leikstjóri: Mark Rydel Þau Kathrine Hepburn og Henry Fonda fengu bæði Óskarsverð- launin i vor fyrir leik sinn í þessari mynd. Sýnd kl. 3-5,30-9 og 11.15 Margt býr í fjöllunum Æsispennandi hrollvekja um óhugnanlega atburði i auðnum Kanada Leikstjóri: Ves Craves Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 3,05-5,05-7,05- 9,05-11,05 Sólin var vitni -M Spennandi og bráðskemmtileg ný ensk litmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Aðalhlutverið Hercule Poirot leikur hinn frábæri Peter Ustinov af sinni alkunnu snilld, ásamt Jane Birkin - Nicholas Clay - James mason - Diana Rigg - Maggie Smith o.m.fl. Leikstjóri: GuyHamilton. fslenskur texti - HÆkkað verð. Sýnd kl. 3,10-5,30-9 og 11.10 Svik að leiðarlokum Geysispennandi litmynd gerð eftir sögu Alistair Mac Lean, sem komið hefur út i íslenskri þýðingu. Aðalhlutverk: Peter Fonda - Britt Ekland. Sýnd kl. 3,15-5,15-7,15-9,15- 11,15 Sóley Sýningar fyrir ferðamenn For tourisls. A new lcelandic film of love and human struggle, partly based on mythology, describing a travel through lceland. 7 p.m. i sal E. Kisulóra Djarfa þýska gamanmyndin með Ulricku Butz og Rollant Prenk. Endursýnd kl. 9 Bönnuð innan 16 ára Faldi fjársjóðurinn Disney ævintýramyr.din með Pet- er Ustinov. Endursýnd kl. 5 og 7 £5*1-89-36 Draugahúsið (Ghostkeeper) Afar spennandi ensk-amerisk lit- kvikmynd um snjósleðaferð þriggja ungmenna sem endar á hryllilegan hátt, er þau komast í kast við Windigo mannætudraug- inn. Leikstjóri: James Makichuk Aðalhlutverk: Riva Spier, Murray Ord, Sheri McFadden. Sýnd kl. 5,9 og 11 Bönnuð innan 12 ára Midnight Express Hin margfræga verðlaunakvik- mynd. Endursýnd kl. 7 Bönnuð innan 16 ára. B-salur Cat Ballou Bráðskemmtileg litkvikmynd með | Jane Fonda, Lee Marvin o.fl. Sýndkl. 9og11 Bláa lónið Hin bráðskemmtilega úrvalskvik- mynd með Brooke Shields og Christopher Atkins Endursýnd kl. 5 og 7. lonabíó £5*3-1 1-82 Njósnarinn sem elskaði mig (The Spy Who Loved Me) f tíw BIGCEST It’s the BEST ItV, BOMO. ^AndB-E-V-O-WD. i mm James Bond svíkur engan. I þessari mynd á hann í höggi við risann með stáltennumar. Aðalhlutverk: Roger Moore. islenskur texti. Endursýnd kl. 5 - 7.20 og 9.30 0*1-15-44 Frankenstein hinn ungi Ein albesta gamanmynd Mei Brooks með hinum óviðjafnan- legu og sprenghlægilegu grínurum Gene Wilder og Marty Feldman. Endursýnd kl. 5 Kagemusha (The Shadow Warrior) Meistaraverk Aklra Kurosawa sem vakið hefur heimsathygli og geysilegt lof pressunnar. Vest- ræna útgáfa myndarinnar er gerð undir stjórn George Lucas og Francis Ford Coppola. Frumsýnd kl. 7.30 og áfram á sama tíma yfir verslunarmanna- helgina. Og að sjálfsögðu munum við halda áfram að sýna hina frábæru og sivinsælu mynd Rocky Horror (hryllingsóperuna) Sýnd kl. 7.30 • £5*16-444 Flóttinn til Aþenu /’ iv;í Spennandi og skemmtileg Pana- vision-litmynd, um all sérstæðan flótta i heimstyrjöldinni siðari, með: Roger Moore - Telly Savalas - Elllott Gould og Claudla Cardinale. íslenskur texll. Endursýnd kl. 6 - 9 og 11.15. flUSHlRBEJAHKIII 1-1 3-84 Ein frægasta grín- mynd allra tíma: Kappaksturinn mikli Pessi kvikmynd var sýnd í Austurbæjarbiói fyrir 12 árum við metaðsókn. Hún er talin ein allra besta gamanmynd, sem gerð hefur verið enda framleidd og stjómað af Blake Edwards. - Myndin er i litum og Cinema Scope. Aðalhlutverk: Jack Lemmon, Natalie Wood, Tony Curtls, Peter Falk. Sýnd k. 5, 7.30 og 10. £5*3-20-75 Snarfari Ný hörkuspennandi banda- risk mynd um samsæri innan fang- elsismúra, myndin er gerð eftir I bókinni „The Rap" sem samin er | af fyrrverandi fangelsisverði í SAN QUENTIN fangelsinu. Aðalhlutverk: James Woods, „Holocaust" - Tom Macintire „Bruebaker" og Kay Lenz „The Passage". Sýnd kl. 7 og 11.05. Bönnuð innan 16 ára. íslenskur texti. Síðustu sýningar. Darraðardans Endursýnum þessa frábærn gamanmynd með Walter Matt- hau, Glendu Jackson og Her- bert Lom. Verkefni: Fletta ofan af CI.A - FBI - KGB og sjálfum sér. Sýnd kl. 5 og 9. £f 2-21-40 Atvinnumaður í ástum (Amerlcan Gigolo) Ný spennandi sakamálamynd. Atvinnumaður i ástum eignast oft góðar vinkonur, en öfundar- og hatursmenn fylgja starfinu I ika. Handrit og leikstjórn: Paul Schrader.Aðalhlutverk : Ric- hard Gere, Lauren Hutton. Bönnuð innan 16 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 7,9.10 og 11.20 Sérlega skemmtileg ævin- týramynd. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri: Carl Schultz Aðalhlutverk: Hardy Kruger, Greg Rowe Sýnd kl. 5 laugardag, mánudag og þriðjudag. Sýnd kl. 5 Hin japanska Sturlungaöld ■ KAGEMUSHA. Sýningarstaður: Nýja bió. Leikstjóri: Akira Kurosawa, sem jafnframt samdi handrit ásamt Massato Ide. Myndataka: Takao Saito og Shoji Ueda. Tónlist: Shinichiro Ikebc. Aðalhlutverk: Tatsuya Nakadal (Shingen Takcda og Kagemusha, tvífari hans), Tsulomu Yamazaki (Nobukado, yngri bróðir Shingens), Kenichi Hagiwara (Katsuyori, sonur Shingens), Daisuke Ryu (Nobunaga Oda), Massayuki Yul (leyasu Tokugawa). Framleiðendur alþjóðlegrar útgáfu myndarinnar: Francis Kord Coppola og George Lucas, 1980. Kagemusha gerist á umbrotatím- um í japanskri sögu, þegar héraðs- höfðingjar börðust um yfirráðin yfir landinu öllu. Segja má að þetta tímabil, síðari hluti sextándu aldar, hafi verið eins konar Sturlungaöld þeirra Japana. Baráttan stóð einkum um yfirráð yfir höfuðborginni, sem þá var Kyoto. í myndinni er lýst átökum þriggja héraðshöfðingja; Shingen Takeda, sem réði yfir norðurhéruðum landsins og hafði allt líf sitt barist fyrir því að ná Kyoto á sitt vald, Nobunaga Oda, sem réði í vestri, og leyasu Tokugawa, sem að lokum (mörgum árum eftir atburðina í myndinni) vann sigur í valdastríð- inu árið 1603 og lagði þar með grundvöll að keisaraveldi, sem af- komendur hans stjórnuðu í tvær og hálfa öld. En Kagemusha fjallar ekki um sigurvegara, heldur Shingen og ætt hans; þá sem töpuðu í þessu valdastríði. Kurosawa fjallar annars vegar um endalok ættar hans en hins vegar um vald og áhrif foringjans, eða foringjaímyndarinnar því það skipti ekki öllu máli að hinn dáði foringi væri lifandi heldur hitt, að fólkið, og andstæðingarnir, tryðu því að hann væri á lífi. Myndin befst þegar Shingen er í stríði síni.. Menn hans berjast enn með spjótum og sverðum, en andstæðingarnir hafa sýnilega fengið trúboða í heimsókn, og þar með byssur ásamt guðsorðinu. Þessi bylting í vopnabúnaði réð öðru fremur úrslitum í stríðinu. Shingen verður fyrir skoti leyni- skyttu. Hann finnur dauðann nálgast og fyrirskipar her sínum að hverfa til baka til heimalandsins þótt sigur hafi loks verið í sjónmáli. Áður en Shingen deyr fyrirskipar hann nán- ustu undirmönnum sínum að halda dauða sínum leyndum í þrjú ár og bannar þeim að fara með hernaði út fyrir héraðið því það muni þýða útrýmingu ættarinnar. Bróðir Shin- gens, Nobukado, er mjög líkur honum og hefur oft gerst tvífari hans opinberlega, en hann treystir sér ekki til að leika slíkt hlutverk árum saman. Hann hefur hins vegar annan tvífara í pokahorninu, þjóf sem hann bjargaði frá krossfestingu, og ákveð- ið er að þjófurinn taki við hlutverki Shingens. Þjófurinn er fyrst tregur til, en fellst svo á þetta. Og honum tekst brátt að sannfæra alla um að Shingen sé á lífi; jafnt andstæðing- ana sem nánustu fjölskyldu og frillur foringjans. Líður svo þar til hin þrjú ár eru nær liðin án þess að andstæðingarnir hafi lagt til atlögu nema einu sinni, og þá horfið aftur á braut er þeir sannfærðust um að Shingen væri enn leiðtogi ættar sinnar. Tvífarinn lifir sig inn í hlutverk sitt, og gerist sérlega hændur að sonarsyni foringjans og ■ Tvífari Shingens fylgisl með orustu í Kagemusha. erfingja, litlum dreng. En það verður honum líka til falls, því hann getur ekki staðist bón drengsins um að fá að sjá „afa“ sinn sitja hest sinn - en þann gæðing gat Shingen einn setið. En þótt tvífaranum hafi tekist að blekkja allar mennskar verur, þá lét hesturinn ekki blekkjast og varpaði honum af baki. Þar með var tvífarinn afhjúpaður og rekinn út í kuldann með smán. Sonur Shingens tók síðan völain í sínar hendur og hóf sóknarstríð, sem endaði með algjörri útrýmingu eins og Shingen hafði spáð. í Kagemusha eru stórbrotnari bardagasenur en sést hafa í kvik- mynd lengi, og það svo að minnir á lýsingar úr Stríði og friði Tolstoys. Er Ijóst að Kurosawa lætur einstak- lega vel að stjórna fjöldaatriðum svo þau verði áhrifamikil en jafnframt trúverðug. Um alla niyndina eru atriði, sem eru hreinlega frábær; orusta að næturlagi; útför Shingens á þokuklæddu vatni; vígvöllur þak- inn dauðum og deyjandi mönnum og hestum; einstök atriði þeirrar persónusögu, sem jafnframt er sögð í myndinni, svo sem fyrsti fundur tvífarans og sonarsonar hins látna Shingens. Tónlistin fellur mjög vel að myndinni og myndatakan bcr hug- myndaauðgi vitni og er oft á tíðum frábær. Nokkur misbrestur var á að íslenski textinn skilaði sér á fyrstu sýningunni en væntanlega hefur það verið lagað. Og svo er bara að vona að sú tíð komi, að við íslendingar eignumst hliðstætt verk um okkar eigin Sturlur.gaöld. - ESJ. (Tk Élías Snæland Jónsson skrifar - v ★★★★ Kagemusha ★ Atvinnumaður í ástum ★★ Sólinein varvitni ★★ Amerískur varúlfur í London ★★★ Lola ★★ CatBallou ★★★ Framísviðsljósið ★★★ Bláalónið ★★ Hvellurinn Stjömugjöf Tfmans * * * * frábær • * * * mjög göö • * * góð - * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.