Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Umsjón: B.St. og K.L. T spegli tímans ■ Nú þeytist Victoria á milli skemmtistaðanna og gieymir að Ixra rulluna hennar Pam, - en aðdáendabréfin björguðu henni, svo hún fær eitt tækifxri enn. PAM hótað brott- rekstri úr DALLAS ■ Það er fyrst og fremst að þakka hinum óteljandi aðdá- endabréfum, sem Victoria Principal (Pam í DALLAS) hefur fengið frá sjónvarps- áhorfendum, að framkvæmd- arstjórn sjónvarpsþáttanna hefur ekki enn þá rekið hana frá DALLAS-þáttunum. Fyrir nokkrum vikum fékk Victoria aðvörunarbréf frá fyrirtækinu, og þar með var henni bent á, a ð hún scinkaði upptökum og þegar hún mætti of seint til vinnu fylgdi því mikill auka- kostnaður, og svo þurfti hún að vinna betur hlutverk sitt. Það þýddi ekki að mæta seint og Ula til upptökustarfa og kunna ekki rulluna sína. „Þetta er síðasta aðvörun, og fyrirtækið hefur gert allar ráðstafanir tU að fella Pam- hlutverkið úr þáttunum, ef ekki verður bót á þessu,“ sagði í bréfinu. Þetta fréttist, og kom í blöðum, að hætta væri á að Pam hætti í DALLAS, en þá kom heU skriða af bréfum frá áhorfendum þáttanna, bæði tU Victoriu sjálfrar og til stjórnar fyrirtækisins. Fólkið vUdi ekki missa Pam úr þáttunum, hún var svo vinsæl. Sagt er, að fyrir meira en ári hafi sjónvarpsfyrirtækið verið ■ Þetta par er klætt samkvæmt nýjustu tísku í strandfötum. segir í blaði frá Danmörku. Bómullar- bnlurinn er klipptur í bak og fyrir og stutthuxurnar sem Julie er í þykja „smart“. Ilún er ekki klædd neinum hrjóstahaldara, cn það er algengast á baðströndum i Danmörku og víðar, að það klæðisplagg þykir óþarft. Nýjasta í sumartískunni Að klippa götá bolina ■ „Gott eiga fátæklingarnir, að geta klórað sér i gegnum götin", sagði cinhver kappklæddur ríkisbubb- inn her fyrr á árum. Nú getur tiskufólkið farið að klóra sér í gegnum giitin eins og fátæklingarnir fyrrum, því að nýjasta tiskan er sú, - að klippa göt á bómullarboli - álla handp göt, eins og rifið sé ofan i hálsmálið, eða að tískudaman hafi skriðið undir gaddavírsgirðingu og fest sig hgldur betur. orðið þreytt á samvinnunni við Victoriu Principal, og þá hafi komið til tals að fá Agnethu úr söngflokknum ABBA til að hlaupa í skarðið og leika Pam, en þegar til kom þótti það of mikil áhætta. Þá vann sænskur leikstjóri, Gunnar Hellström, við DALLAS-upptökurnar og það ku hafa verið hann sem hafði mestan áhuga á að reyna að fá Agnethu. I sambandi við aðvörunar- bréfið til Victoriu minnast amerísk blöð á allar aðvaran- irnar sem Marilyn Monroe fékk á sínum tíma. Það átti líka að segja henni upp vegna þess að hún mætti illa og gleymdi stundum að læra rulluna sína. Sagt er að Victoria sé svo leið og órólcg síðan samband hennar og Andy Gibbs fór út um þúfur, að hún sé ekki með sjálfri sér þessa dagana. Hún • hefur reynt að hugga sig við að þeytast á miUi skemmtistað- anna með ýmsum kavalerum, mismunandi sómakxrum. DALLAS-fyrirtækið hefur gefið Victoriu eitt tækifxri enn, en hún veit vel að í skúffu hjá framkvæmdarstjóranum liggjá uppköst að DALLAS- þáttunum, - þar sem Pam er ekki lengur með í spilinu. 'SÖ* ■ Hún fagra Marianne fær brúnan blett á bringuna, ef hún verður heilan sólardag i þessum tilklippta bol. en liklega bregður hiin sér úr honum, svo sólin fái að skína á hana sent best. ■ Sophia Loren var svo niðurdregin í fangelsisvistinni, að fimm nunnur skiptust á að vaka yftr henni, því fangelsisstjórnin óttaðist að hún myndi fremja sjálfsmorð. 11 vistin var martröd” ia Loren ■ Sophia Loren var dauf í dálkinn þegar hún sagði frá því í viðtali í ítölsku tímariti, að hún hefði verið mötuð með valdi í fangavist sinni, þegar hún sat í 17 daga í ítölsku fangelsi vegna ákæru frá skatt- yfirvöldum þar í landi. „Þetta var hræðilegur tími“, sagði leikkonan „einkum voru nxt- umar líkastar vist í víti“. Hún sagði tímaritinu Oggi eftirfarandi: „Ég vildi ekki borða, svo að ég fékk næringu í æð. Og seinna kom nunna sem mokaði í mig mat með skeið, eins og ég vxri lítið bam. Mér fannst þetta vera ofbeldi.“ Yngsti sonur Sophiu, Edo- ardo, fékk að tala við móður sína í fangelsinu, og hún grét, þegar hann sagði að hann tæki helgimynd með sér í rúmið á kvöldin til að biðja fyrir henni fram á nótt. Sophia, sem nú er 48 ára, er nú í fríi í Florida. Hún sagðist ekki hafa fengið neina sérstaka meðferð í fangelsinu, þvert á móti. „Ég neitaði að taka róandi lyf‘, segir hún í viðtalinu. „En ég svaf ekkert nótt eftir nótt. Það verður algjör martröð, þegar svefninn vill ekki koma, en maður er milli svefns og vöku, og verst var þó þegar ég gleymdi mér stund og stund, að vakna svo innan skamms og finna að ég var innilokuð á þessum stað. Þegar ég kom úr fangelsinu var ég alveg komin að þvi að gefast upp. Það er óróleiki í hjartslættinum hjá mér og læknar segja mér að hætt sé við að það verði viðloðandi, a.m.k. um tíma. Blaðið segir að lokum, að meðan Sophia sat í fangelsinu hafi hún ekkert heyrt frá hinum 72 ára eiginmanni sínum, Carlo Ponti, en getið er um að hún eigi góðan vin í París, sem er kvenlxknir. Þau hafa sést oft saman að undan- förnu, en Sophia hefur ekki gefið svar við spurningum um samband þeirra. BBHBl ■ Blaðamenn og Ijósmyndarar á stjálki fyrir utan Caserta- kvennafangelsið, þar sem Sophia var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.