Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Á kirkjudag aö Ábæ fyrir 10 árum. Kirkjuafmæli í Austurdal ad Ábæ Mælifelii: Nk. sunnudag hinn 8. ág. verður messað að Ábæ í Austurdal kl. 15. Sóknarpresturinn, síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli, minnist 60 ára vígsluafmælis kirkjuhússins að Ábæ, en það var vígt 1922 og um 16. sumarhelgina, sem er venjubundinn messudagur á hinu afskekkta, auða kirkjusetri innan við byggð í Austur- dal. Organisti við messuna verður María Ágústsdóttir og eru kirkju- gestir hvattir til að taka sálmabókina með í messuferðina. í Ábæjarsókn eru aðejns 2 bæir í byggð og eru 9 manns í söfnuðinum. Að kirkjunni er jafnan vel hlúð, en viðhald hennar ærið kostnaðarsamt slíku fámenni. 50 ára vígsluhátíðarmessu Ábæj- arkirkju sóttu liðlega 160 manns og iðulega sækir fjöldi fólks til kirkj- unnar um 16. sumarhelgina. All sæmilegur akvegur er inn undir Ábæjará, a.m. k. prýðilega jeppa- fær, og göngubru á ánni, en þessi leið opnaðist, er Jökulsá í Austurdal var brúuð undan Skuggabjörgum 1961. Vandaður og fagur hökull, sem formaður sóknarnefndarinnar, Monika Helgadóttir á Merkigili, hefur gefið Ábæjarkirkju í tilefni vígsluafmælisins verður tekinn til notkunar við guðsþjónustuna á kirkjudaginn. -Á.S. ■ Séra Ámi Sigurösson, sóknarprestur á Blönduósi tekur hér fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkjubyggingu á Blönduósi að viðstöddum fjölda sóknarbarna sinna. Tíniamynd M.Ó. Byrjað á bygg- ingu nýrrar kirkju á Blönduósi Austur-Húnavatnssýsla: Nýlega var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri kirkju á Blönduósi. Það var sóknar- presturinn séra Árni Sigurðsson, sem tók fyrstu skóflustunguna og flutti blessunarorð á staðnum. Krist- ófer Kristjánsson, form. sóknar- nefndar lýsti væntanlegri kirkjubygg- ingu og kirkjukór staðarins söng. Gert er ráð fyrir að í hinni nýju kirkju verði 270 föst sæti. Kirkjuskip- ið verður tvískipt, þ.e. aðalsalur og hliðarsalur og auk þess verður þar skrúðhús og aðstaða fyrir sóknar- prest. Kjallari verður undir hluta af húsinu. í sumar er ráðgert að steypa sökkla undir húsið, fylla í grunn, byggja kjallara og steypa píötu. „Þetta er feikna stór áfangi", sagði Kristófer Kristjánsson, form. sókn- arnefndar. „En við erum það bjartsýn að ætla að ljúka þessum hluta verksins". Hinni nýju kirkju var valinn staður á hæðinni ofan Grunnskólans á Blönduósi. Maggi Jónsson, arkitekt frá Kagaðarhóli hefur teiknað hana en verkfræðistofa Sigurðar Thorodd- sens sér um allar verkfræðiteikning- ar. Yfirsmiður hefur verið ráðinn Einar Eyvindsson, trésmíðameistari á Blönduósi. Fé til þessarar miklu byggingar kémur að stórum hluta frá sóknar- börnum Blönduósskirkju. Gott framlag til upphafs kirkjubyggingar- innar var erfðagjöf sem Blönduóss- kirkju barst árið 1978. En það var erfðagjöf frá Árna Ólafssyni og konu hans Önnu Guðrúnu Guðmunds- dóttur, sem gáfu kirkjunni húseign sína í Reykjavík að sér látnum. Fylgdi þar með að féð skyldi notað til að standa undir byggingu kirkju á Blönduósi. Þessi húseign hefur nú verið seld og stendur andvirði hennar undir hluta af byggingarfram- kvæmdum. -M.Ó. fróttir^ -- Slökkviliðsstjórinn vill flugvöllinn úr borginni: „ALLTOF MIKIL ÁHÆTTATEKIN” ■ Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík vill tvö hörmuleg flugslys, þar sem flugvellir Reykjavíkurflugvelli og telur það skyldu Iáta færa flugvöllinn burt úr miðborginni hafa verið inni í þéttri byggð. Annað var sína að ítreka það nú. Miðað við þá hið fyrsta og hefur skrifað borgarráði í Washington 13. janúar og hitt í New takmörkuðu starfsemi, eingöngu innan- bréf, þar sem hann mælist eindregið til Orleans 10. júlí. Síðan bætir slökkviliðs- landsflugið, sem nú fer fram á vellinum, að svo verði gert. stjóri við: er tekin alltof mikil óþarfa áhætta fyrir Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri „Undirritaður hefur ðft áður bent á borgarbúa og byggðina í borginni." bendir í bréfi sínu á að nýlega hafi orðið þá hættu sem á sama hátt starfar af " SV ■ Tveir ítölsku böanna, sem keppa í Ljómarallýinu, en þeim var skipað upp við Holtagarða í gær. Eins og sjá má hafa margir orðið til að styrkja ítalana með auglýsingum, þar á meðal eru Flugleiðir. Tímamynd GE Fjórir ítalir taka þátt í Ljómarallinu síðar í þessum mánuði: „Eigum nú ágæta mögu- leika á móti gestunum” ■ „Við getum gert okkur vonir um að okkar menn eigi ágæta möguleika á móti gestunum," sagði Hjalti Hafsteinsson keppnisstjóri Ljómarallýsins í rabbi við Tímann. Hjalti útskýrði þessa skoðun sína þannig að þeir fjórir ítalir, sem keppa í rallýinu séu með svipuð réttindi og okkar bestu menn, þ.e. hæstu réttindi síns lands. Fyrir ofan þau eru tvö réttindastig á alþjóða mælikvarða og aðeins einu sinni hefur maður með neðri gráðu þeirra keppt hér. Það var Norðmaður, sem keppti hér í fyrra og hafnaði í þriðja sæti. Ljómarallýið, verður háð dagana 20.-22. ágúst og verða eknir 1504,6 km., þar af eru 53,53% sérleiðir, sem eru mjög hátt hlutfall að sögn keppnisstjór- ans. Til leiks koma ítalir með fjóra bíla og nú er vitað um 12 íslenska keppendur, en þeir geta enn orðið fleiri, þar sem skráningu lýkur ekki fyrr en 12. ágúst. í fylgdarliði ítalanna eru samtals 18 manns og þar á meðal eru sjónvarps- menn, sem taka upp þátt fyrir ítalska stöð, þar sem sýndir eru reglulega kappakstursþættir undir nafninu Grand Prix. Það er helst tíðinda af íslenskum keppendum að nú hefur einn þeirra Bragi Guðmundsson orðið sér úti um sérhannaðan keppnisbíl af Lancer gerð. Sá er að vísu ekki nýr, heldur hefur hann verið í keppni áður fyrir verksmiðjurn- ar. Þetta er annar sérsmíðaði rallý- bíllinn, sem kemur til landsins. Hinn er af Skoda gerð og verður hann einnig með í leiknum. Alla keppnisdagana verða keppendur ræstir frá Reykjavík. Fyrsta daginn verða eknir 704,4 km., annan daginn 574,54 km., og síðasta daginn 225,26 km. Keppninni lýkur svo við Laugar- dalshöllina, þar sem sýningin Heimilið verður þá yfirstandandi, klukkan 15,28 á sunnudag, 22. ágúst. SV Prestvígsla í Dómkirkjunni ■ Biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, vígir í Dómkirkjunni á sunnudaginn kl. 11. f.h. eftirtalda guðfræðinga til prestsembætta: Gísla Gunnarsson, til Glaumbæjarprestakalls í Skagafjarðarprófastsdæmi, Hrein Há- konarson, til Söðulsholtsprestakalls í Snæfellsness og Dalaprófastdæmi, og Önund Björnsson, til Bjarnanespresta- kalls í Skaftafellsprófastdæmi. Sr. Gunnar Gíslason prófastur, Glaumbæ, lýsir vígslu og vígsluvottar með honum verða Dr. Einar Sigur- björnsson, prófessor, Sr. Ingiberg J. Hannesson, Hvoli og Sr. Magnús Guðjónsson, biskupsritari. Sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur, þjónar til altaris. _ SVJ NÝTT SKÍÐAFÉLAG í UNDIRBÚNINGI ■ Um næstu mánaðamót er fyrir- hugað að stofna nýtt skíðafélag á höfuðborgarsvæðinu. Til bráða- birgða hefur félagið hlotið nafnið Saman á skíði, íslenski skíðaklúbb- urinn. Meginmarkmið félagsins verður að efla skíðaíþróttina sem fjöl- skyldugaman, en þessu markmiði hyggst félagið ná með því að berjast fyrir bættri og fjölbreyttari aðstöðu skíðafólks, einkum fjölskyldufólks í skíðalöndum höfuðborgarsvæðisins og gæta hagsmuna þeirra sem stunda skíðaíþróttina sér til ánægju og heilsubótar. Einnig mun félagið reyna að stuðla að aukinni útbreiðslu skíðaíþróttar- innar meðal almennings, og gangast fyrir sameiginlegum skíðaferðum fyrir félagsmenn, bæði innanlands og utan. Að undirbúningi að stofnun þessa nýja félags hefur verið unnið að áhugafólki um skíðaíþróttina um nokkurt skeið, en þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í undirbúningsstarfi eða afla sér nán- ari upplýsinga eru hvattir til þess að hafa samband við undirbúningsaðila í símum 86198 og 43829 ákvöldin. -SVJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.