Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.08.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1982 Útgelandl: Framsúknarflokkurlnn. Framkvœmdastjórl: Glsll Slgurösson. Auglýslngastjóri: Stelngrimur Gislason. Skrltstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Ellas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstinn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Atli Magnusson, Bjarghildur Stefénsdóttlr, Frlðrik Indriðason, Helður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (iþróttlr), Jónas Guðmundsson, Kristin Lelfsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Kristln Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavik. Slmi: 86300. Auglýsingastmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setning: Taaknidelld Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Wmmm á vettvangi dagsins T Nú þarf sam henta stjórn efftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli Erlendar skuldir ■ Pað er tvímælalaust rétt mat hjá Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra, þegar hann lét þau orð falla í ræðu sinni á síðasta aðalfundi Seðlabankans, að „enginn vafi leiki á því, að meginhluti þess erlenda fjármagns, sem Islendingar hafa notað á undanförnum áratugum hefur nýzt þjóðinni vel til uppbyggingar og efnahagslegra framfara.“ Sökum þess er þjóðin á margan hátt betur undir það búin að mæta erfiðleikum, eins og horfur eru á að verði næstu misseri. í þessu sambandi má t.d. benda á uppbyggingu skipastólsins, fiskiðjuveranna og margs konar annars iðnaðar, að ógleymdri stóraukinni nýtingu innlendrar orku. Það er hins vegar staðreynd, að hóf þarf að ríkja í þessu sem öðru, ekki sízt þegar illa árar. I áðurnefndri ræðu Jóhannesar Nordal er athygli vakin á því, að erlend skuldasöfnun hafi aukizt mest hjá okkur á tveimur tímabilum. Hið fyrra var á árunum 1967-1968, þegar útflutnings- tekjur lækkuðu stórlega, og hið síðara á árunum 1974-1975, þegar olíukreppan gekk yfir. Á þessum árum var erfiðleikunum mætt að talsverðu leyti með erlendri skuldasöfnun. Afleiðingarnar urðu þær, að í bæði skiptin hækkaði hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslunni um 10% á tveggja ára tímabili. Það sem nú þarf að varast, er að þessi saga endurtaki sig. Þetta ætti að nokkru leyti að vera auðveldara en í umrædd skipti vegna þess, að þjóðin er nú betur í stakk búin en þá vegna þeirra framkvæmda á síðari árum, sem áður hefur verið minnzt á. Það hvetur líka til aukinnar varfærni í þessum efnum, að sökum versnandi viðskiptakjara á síðustu árum og mikilla framkvæmda í orkumálum og á fleiri sviðum, hafa erlendu skuldirnar farið hækkandi og mega ekki öllu hærri vera, ef þjóðartekjur fara minnkandi um sinn, eins og nú eru horfur á. Þá hefur það farið í vöxt að framlög ríkisins til verklegra framkvæmda hafa farið hlutfallslega lækkandi, en lántökur til þeirra aukizt að sama skapi. Þetta hefur verið mjög einkennandi síðan svo kölluð lánsfjárlög komu til sögu í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Niðurstaðan af því, sem nú hefur verið rakið, hlýtur að verða sú, að á meðan efnahagserfiðleikarnir ganga yfir verður að gæta aukins aðhalds í ríkisútgjöldum, hægja framkvæmdahraðann á mörgum sviðum og leitast við í auknum mæli að láta það hafa forgang, sem mest er aðkallandi. Þetta er sjálfsagt hægara sagt er gert, því að mjög getur menn greint á um, hvað sé mikilvægast og hvað sé arðvænlegast. Reynslan hefur oft líka orðið sú, að það, sem hefur verið talið arðvænlegast þessa stundina, hefur ekki fullnægt þeim vonum, sem þá voru gerðar. Það bíður ríkisstjórnar, þings og þjóðar mikið og vandasamt verkefni framundan, þar sem er að draga saman opinberar framkvæmdir og raða því, sem hafa á forgang, í rétta röð. Þetta er hins vegar óhjákvæmilegt, ef halda á erlendri skuldasöfnun í hófi. En það er ekki eingöngu hið opinbera, sem verður að taka mið af því, að framkvæmdamöguleikarnir verða ekki hinir sömu og áður, meðan glímt er við erfiðleikana, sem nú steðja að. Einstaklingarnir verða einnig að temja sér sparnað og aðgætni í framkvæmdum. Þess verður að gæta jafnframt, að samdrátturinn verði ekki svo mikill, að það leiði til atvinnuleysis. pj*. ■ Svo sem vænta mátti tekur þess nú að gæta að fyrirmenn ýmsir á þjóðmála- sviði eru famir að hugleiða hversu bregðast skuli við samdrætti þeim og rýrnun sem fyrirsjáanleg er í tekjum fslendinga. Síst er það vonum fyrr og eðlilega leggja menn eyrun við þegar landsfeður Íýsa úrræðum sínum. Nú þrengir nokkuð að og það skilja flestir - nema kannski Kristján Thorlacius. Svavar Gestsson ráðherra skrifar um þessi mál í Þjóðviljann um mánaðamót- in. „Hvort á að skerða verslunargróðann eða kaupmátt lágtekjufólksins?" Þannig spyr ráðherrann þar. Ætla mætti að frá hans sjónarmiði væri um að velja annað af þessu tvennu og þar með væri vandinn leystur. Raunar er ekki náið talað um aðferðir en málinu vikið til Framsóknar- flokksins þar sem hann eigi innangengt í valdastofnanir samvinnuhreyfmgarinn- ar og fari auk þess með viðskiptamál í ríkisstjórninni. Ekki er rétt að gera mönnum upp hugsanir umfram það sem þeir segja sjálfir. Því er ekki heimilt að segja að lesendum sé ætlað að hugsa sem svo Blessað Alþýðubandalagið stendur dyggilega vörð um kaupmátt lágtekju- fólksins. Þessi efnahagsvandi er mál Framsóknarflokksins. Nú á hann að láta SÍS skila nokkru af verslunargróða og að öðru leyti að stjórna viðskiptamálun- um svo að verslunin taki þetta skakkafall af þjóðarbúinu. Fjarri sé það mér að eigna Svavari Gestssyni þessa hugsun. En hvað átti hann við? Það er misjafnt hve dýrt er að versla. Hér er kannski erfiðara um úrlausnir en virðast kann í fljótu bragði. Sjálfsagt græða ýmsir á verslun en þar skiptir miklu hvar er verslað og með hvað er verslað. Smásöluverslanir úti um land munu ekki vera mjög aflögufærar, a.m.k. ekki þær sem tengdar eru almenningi byggðarlagsins á þann veg að þeim þykir skylt að hafa allar helstu nauðsynjar á boðstólum. Þetta ættu forystumenn þjóðmála að þekkja. Ég efa mjög að frændum og sveitungum Svavars ráðherra, alþýðu manna við Hvammsfjörð, finnist rétt að gera fjárnám hjá kaupfélaginu í Búðardal. Ættu að geta sjálfír séð. Þá mun ýmsum finnast að ráðherrar Alþýðubandalagsins ættu að eiga nógu innangengt í KRON til þess að þeir gætu sjálfir séð til hversu megi ætlast af smásöluversluninni umfram það sem er. Því ættu þeir ekki að þurfa að vísa þeirri hlið málsins algjörlega frá sér og til framsóknarmanna. Að kaupa á réttu verði Þá er það heildverslunin, innflutning- urinn. Sé það nú svo að innflytjendur yfirleitt kaupi inn á hærra verði en þörf er á er aumingjaskapur að kunna engin ráð við því. Er ekki til Innkaupastofnun ríkisins? Og hvaða þröskuldar eru því til fyrirstöðu að geta flutt inn? Það væri áhrifamikið að fá einn farm og selja á réttu verði til að sýna alþjóð ósóma hinna. Óraunhæfír draumar Auðvitað vill öll alþýða að erfiðleik- um sé mætt með því að skerða einkum hlut þeirra sem best er búið að. Ekki mun þó samkomulag um að gera það með beinum sköttum umfram það sem er. Flestir samþykkja bætt eftirlit með framtölum annarra en þar verður lengi erfitt að ná fullum árangri þrátt fyrir góðan vilja. Við verðum víst að þola það enn um sinn að sumir samferðamenn okkar gangi lausir og við hin verðum að skipta á okkur þeim byrðum sem þeir ættu að bera. Hér má líka spyrja hver treysti sér til að koma á launajöfnuði svo að munur sé að? Eru t.d. læknar og verkfræðingar til viðtals um að afsala sér einhverju? Þekkja menn einhverjar færar leiðir til launajöfnunar. Nú verðum við að spara Það mun vera fyllilega tímabært að gera almenningi ljóst að árferðið krefst almenns spamaðar og hófs í kröfum. Alþýða manna vill jöfnun lífskjara og er því meðmælt að frá einkagróðá fari sem mest til almannaþarfa. En þó að sums staðar sé gróði af verslun er ekki víst að unnt sé að mæta því með almennum reglum síst ef þær reglur gerðu suma nauðsynlega verslun ómögulega. Hér er enn á það að líta að verslunin í heild verður að dragast saman. Við höfum keypt meira en við höfum efni á og því verður að hætta. Þetta er nauðsyn. Sá samdráttur verður auðvitað mestur í því sem ekki eru brýnar nauðsynjar. Þar má nefna bíla, hljóm- SAMVINNA OG FRAMLEIÐNI eftir Jónas S. Guðmundsson, blaðamann ■ „Framleiðslusamvinna eykur afköst og bætir lífskjör vinnandi rnanna," segir Eysteinn Jónsson í útvarpserindi, sem síðar birtist í Samvinnunni, fyrir réttum þrjátíu árum. Það sem er athyglisvert við staðhæfingu Eysteins er að hún virðist koma vel heim og saman við niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum núna á allra síðustu árum. í þessum rannsóknum hefur að vísu ekki verið fjallað beint um afköst, heldur um annað og nútímalegra en því rótskylt hugtak, framleiðni. Tökum dæmi: Fyrir örfáum árum stefndi bandaríska skattaeftirlitið all- mörgum þarlendum samvinnufélögum, sem eingöngu framleiða viðarplötur vegna greiðslna félaganna á háum launauppbótum til starfsmanna sinna. Taldi skattaeftirlitið að með þessum greiðslum væru samvinnufélögin að koma sér hjá skattaálögum, því uppbæt- urnar væru einungis dulbúnar greiðslur á arði af eignarhlutum, sem er skatt- skyldur í Bandaríkjunum. Samvinnufél- ögin héldu því hins vegar fram að umbunin ætti sér rökrétta skýringu í því að hjá félögunum væru afköst og framleiðni einfaldlega meiri en hjá sambærilegum einkafyrirtækjum í sömu grein. Skattaeftirlitið krafðist þess að sam- ■ Eystcinn Jónsson, vinnufélögin sönnuðu þessa fullyrðingu. Það gerðu félögin. Málið var látið niður falla. Niðurstöður þeirra athugana sem gerðar voru sýndu að starfsmenn samvinnufélaganna framleiddu meira ■ Guðmundur H. Garðarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.