Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.08.1982, Blaðsíða 1
Harmleikur í Öræfasveitinni: FRÖNSK STÚLKA MYRT OG Árásarmannsins, íbúa úr Öræfasveit, á fertugsaldri, ákaft leitað á Svínafellsjökli ■ Mikill harmleikur átti sér stað í slysavarnarskýli á Skeið- arársandi í fyrrinótt. Tuttugu og eins árs gömul stúlka, Yvette Marie Bahuaud, frá Frakklandi, var myrt og systir hennar, Marie Luce Bahu- aud, tuttugu og níu ára gömul varð fyrir líkamsárás og hlaut af mikla höfuðáverka. Fjörutíu og eins árs gamall fjölskyldu- maður, búsettur í Öræfasveitinni, er grunaður um að hafa framið þessi ódæðisverk. Snemma í gærmorgun fannst bifreið hans við Neskvísl við Svínafellsjökul. Er komið var að henni var maðurinn á brott en í farangurs- geymslunni fannst lík frönsku stúlkunn- ar. Systir hinnar iátnu var flutt á slysadeild Borgarsjúkrahússins í Reykjavík og gekkst hún þar undir höfuðaðgerð í gær. Að sögn lækna var líðan hennar eftir atvikum. Talið var að hún væri úr lífshættu. Leitað var að meintum árásarmanni í allan gærdag. Undir kvöld hafði spor- hundur rakið slóð hans að jökulgíg, 50-100 metra djúpum. Ætlunin var að láta leitarmenn síga í gíginn, en vegna myrkurs, sem var að skella á, og skorts á góðum sigbúnaði, var því frestað þar ■ Bifreið árásarmannsins fannst í gxrmorgun við jaðar Svínafeilsjökuls í Öræfasveit, en hún er af Mercedes Benz-gerð, græn að lit. Hann var þá á bak og burt en til í dagrenningu. 1 farangursgeymslu bifreiðarinnar fannst lík Yvette Marie Bahuaud, 21 árs. Á myndinni má sjá farangur stúlknanna vinstra megin við bifreiðina, en auk þess sést SV/SjÓ. — Sjá nánar bls. 3 Hvar snnrhiinHnr Hifllnflnvpifar ckófa í HafinorfírAi or oA lannía af c«n% ncnm« -: ...H A _ ‘ hvar sporhundur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði er að leggja af stað ásamt umsjónarmanni sínum upp á jökulinn. Tímamynd: Ari íslendingaþættir fyigja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Miðvikudagur 18. ágúst 1982 186. tbl. -66. árgangur. SYSTUR HENNAR MISÞYRMT í spegli Sharif í vanda — bls. 2 Innheimtumenn opinberra gjalda taka mismunandi áfyrndumkröfum: SKATTGREIÐENDUM MIINAÐ EFTIR UMDÆMUM — „Fráleitt að tilkynna gjaldandanum hvaða rétt hann á til að bera fyrir sig fyrningu”, segir gjaldheimtustjórinn f Reykjavík ■ Opinber gjöld fyrnast á fjórum árum og rétturmn til að taka eignir manna lögtaki vegna vangoldinna opinberra gjalda fymist á tveim árum. Sumir innheimtumenn opinberra gjalda krefja menn um gamlar skuldir af fullum þunga og hóta lögtaki, vegna pkulda sem orðnar em fimm ára eða meira að því er virðist í skjóli þess að gjaldandinn þekkir ekki rétt sinn. Aðrir líta á það sem skyldu sína að leiðbeina ólöglærðum gjaldcndum um rétt þeirra. Þannig sitja ekki allir landsmenn við sama borð gagnvart kröfum þess opinbera. „Við þurfum ckkert að vera að vara borgarann við því að hann ætti að fyrra bragði eitthvað að fara að hafa sig í frammi gagnvart okkur,“ sagði gjald- heimtustjórinn í Reykjavík, þegar við ræddum málið við hann. Hann sagðist einnig telja fráleitt að tilkynna gjald- andanum hvaða rétt hann á til að bera fyrir sig fyrningu. Sigurður Gizurarson sýslumaður á Húsavík var gjald- heimtustjóra sammála í þessu og taldi gjaldanda auk þess vanvirðu í að bera fyrir sig fyrningu til að fá gjöld sín felld niður. Á allt öðru máli voru Friðjón Guðröðarson sýslumaður í Höfn og Jóhannes Árnason sýslumaður á Patreksfirði. Þeir telja það skyldu sína að tilkynna gjaldanda um rétt sinn og Friðjón sagði: „Það er alveg á hreinu frá mínum bæjardyrum að þetta eru eðlilegar reglur í þjóðfélaginu, af því að við vitum að það má ekki ganga þannig að fólki í skattheimtu, að það beinlínis lami þrek fólks svo það sjái ekkert nema vonleysi og skuldabasl." Sjá nánar bls. 4-5 SV Bf&l wm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.