Tíminn - 18.08.1982, Síða 3

Tíminn - 18.08.1982, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 3 fréttir Harmleikur f Oræfasveit þegar frönsk stúlka var myrt og systur hennar misþyrmt: ARASARMANNINUMIGÆR ■ Um klukkan eitt í fyrrínótt kom flutningabflstjóri að Skaftafelli og sagði frá að umferðarslys hefði orðið úti á Skeiðarársandi. Hann sagðist hafa komið að þar sem fólksbfll stóð á veginum og stúlka, mikið blóðug hafí verið við bflinn. Hann sagðist hafa stoppað, en þá kom maður til hans og sagðist vera bflstjóri á fólksbflnum og hann hefði keyrt á stúlkuna. Hún væri mikið slösuð og hann bað flutningabflstjórann að hraða sér að Skaftafelli og sækja lækni og lögreglu. Tveir verðir í Skaftafelli, sem eru þar á vegum Náttúruverndarráðs, Þorbcrg- ur Jónsson og Lára V. Helgadóttir settu sig í samband við lögreglumann sem býr á Svínafelli, Ólaf Sigurðsson. Pau þrjú fóru á staðinn, en þá var þar enginn maður og bíllinn var horfinn. Pau fóru þá lengra, vestur að Gýgjukvísl, en sneru þar við. Þegar þau koma aftur að staðnum, þar sem slysið átti að hafa skeð, það er á móts við sæluhús Slysavarnafélagsins, er þar á veginum stúlka, alblóðug í andliti og mikið sár, m.a. með fimm skurði á höfði. Hún var mjög óróleg sagði þó ótrúlega skilmerkilega frá miðað við aðstæður, að sögn þeirra sem komu að. Henni sagðist svo frá að hún hefði verið búin að koma sér fyrir til gistingar ásamt systur sinni í sæluhúsinu, þegar þangað kom maður, sem vildi flytja þær til Hafnar í Hornafirði. Þær systur vildu ekki fara og til átaka kom milli þeirra og mannsins. Hún sagðist hafa fengið höfuðhögg og orðið hálf rænulaus en heyrt þó óminn af átökum systur sinnar og mannsins. Hún hélt sig jafnvel hafa heyrt skothvell. Stúlkan, sem er frönsk og heitir Maríe Luce Bahuaud, var flutt í Skaftafell og gert þar að sárum hennar, til bráða- birgða, en síðan var hún flutt á Borgarspítalann í Reykjavík, þar sem gerð var höfuðaðgerð á henni. Hún er ekki talin vera í lífshættu. Eftir að þetta gerðist var hafin leit að bílnum og fólkinu, sem flutningabíl- stjórinn hitti á veginum. Bíllinn fannst um klukkan 9.15 í gærmorgun við Neskvísl, uppundir Svínafellsjökli. í bílnum fannst lík hinnar systurinnar. Hún hétYvette Marie, tuttugu og eins árs gömul. Líkið var illa leikið og á baki þess voru skotsár. Ökumaður bílsins var hinsvegar hvergi sjáanlegur. Að sögn Friðjóns Guðröðarsonar sýslumanns í Höfn, er lögreglunni kunnugt um hver ökumað- urinn er og hans var leitað í allan gærdag, en án árangurs. Slysavarnar- félagsmenn leituðu svæðið umhverfis þar sem bíllinn fannst, og síðan var fengin þyrla frá Landhelgisgæslunni til að leita. Hún flaug yfir svæðið lengi dags, en án þess að finna manninn. Þá var fenginn hundur Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, til að leita. Hann kom á staðinn um klukkan 19 í gærkvöldi. Hann tók strax stefnu á jökulinn, en þegar síðast fréttist í gærkvöldi hafði leitarhundur rakið slóð árásarmannsins að 50 til 100 metra djúpum jökulgíg í Svínafellsjökli. Ætlunin var að síga ofan í gíginn. Reyndist það ekki unnt. Hvort tveggja var, að farið var að rökkva og leitarmenn höfðu ekki meðferðis heppi- legan búnað til sigsins. Leitarmenn héldu sig þó við gíginn og að sögn Friðjóns Guðröðarsonar, sýslu- manns, var áætlað að sækja góðan sigbúnað til Hafnar í Hornafirði og síga svo í gíginn strax í dagrenningu. w ■ Hér má sjá hið óhrjálcga sæluhús á Skeiðarársandi þar sem kom til átaka á milli árásarmannsins og frönsku stúlknanna í fyrrínótt, en stúlkumar höfðu komið sér þar fyrir fyrr um kvöldið. Tímaraynd: Ari Hræðiiegt að sjá stúlkuna” — segir Lára V. Helgadóttir, starfsmadur Náttúru- verndarráðs ■ „Það var hræðilegt að sjá stúlkuna, þegar við komum að henni á veginum,“ sagði Lára V. Helgadóttir, starfsmaður Náttúruverndarráðs í viðtali við Tím- ann, en hún var ein þcirra þríggja sem komu að stúlkunni. „Hún var alblóðug í andliti svo það sást aðeins í augun á henni og hún var með fímm skurði á höfðinu. Fötin voru hinsvegar heil og það em engin merki annars en að hann hafí barið hana í höfuðið með barefli og svo reynt að binda þær með vír. Þegar hún fór að tala um byssu og byssuhvelli, hélt ég að hún væri með óráði, því að við höfðum bara heyrt að þarna hefði verið keyrt á stúlku," sagði Lára. SV ■ Lára V. Helgadóttir Tímamynd Ari Vett- vangur atburd- anna „Vildi binda þær með rafmagnsvír” — segir Þorbergur Jónsson, landvörður í Skaftafelli, sem taladi fyrstur vid frönsku stúlkuna sem komst Iffs af ■ Þorbergur Jónsson vörður Náttúm- vemdarráðs í Skaftafelli var einn þeirra, sem komu að Maríe Luce Bahuaud á veginum og það kom mest í hans hlut að taia við hana. Honum sagðist svo frá í viðtali við Tímann: „Ég sat hjá henni í bílnum og talaði við hana á leiðinni og ég verð að segja »að hún hafi furðu góða stjórn á sér miðað við það sem hafði gerst, og sagði okkur frá því sem gerðist á mjög skilmerkilegan hátt. Hún lýsti þessu þannig að fyrr um daginn hefðu þær systur hitt manninn um það bil kílómetra frá Höfn í Hornafirði. Hann bauð þeim far og sagðist vera yfirvald á staðnum. Síðan ók hann með þær að Jökulsá á Breiðamerkursandi og sýndi þeim jökul- lónið. Síðan sagði hún að þær hefðu viljað gista í Slysavarnafélagsskýlinu þar, en hann sagði þeim að það væri fullt og ekkert pláss fyrir þær þar. Hinsvegar vissi hann um annað hús og bauðst til að flytja þær þangað. Hann flutti þær þá í skýlið á Skeiðarársandi og þangað var komið um klukkan 20 um kvöldið. Þær bjuggu sig til svefns í skýlinu og maðurinn fór. Um klukkan 23 um kvöldið kom hann aftur og vildi fá þær með sér út á Höfn, að því er hann sagði. Þær voru heldur óhressar með það. Hann fór þá út í bílinn að því er hún hélt til að sækja sönnunargögn fyrir því að hann væri yfirvald. Hinsvegar kom hann inn með spotta af rafmagnsvír og vildi binda þær með honum og einnig hafði hann þá byssu meðferðis. Þær streyttust á móti og Marie Luce lenti í átökum við manninn, en systir hennar hljóp út. ■ Til vinstri á landabréfínu má sjá kross þar sem sæluhúsið á Skeiðarársandi er, en þar kom til átaka á milli árásarmannsins og frönsku stúlknanna. Fyrir miðju kortinu er Skaftafell þaðan sem leitinni var stjórnað í gær, en lengst til hægri er kross við vestan- verðan Svínafellsjökul þar sem bifreið árásarmannsins fannst í gærmorgun með líki annarrar stúikunnar innanborðs. ■ Þorbergur Jónsson Túnamynd Ari Hann sló hana þá niður og hún vankaðist. Hún hélt þó að hún hefði heyrt skothvell og hróp í systur sinni og síðan ekki meira. Eftir það fór hún niður á veg og hitti okkur,“ sagði Þorbergur. SV

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.