Tíminn - 18.08.1982, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982
5
■ Fríðjón Guðröðarson sýslumaður.
Árni Kolbeins-
son lögfræding-
ur í Fjármála-
ráðuneytinu:
„Flestar
skatt-
kröfur
fyrnast
á f jórum
árumM
■ I Fjármálaráðuncytinu varð Arni
Kolbcinsson lögfræðingur fyrír svörum
og sagði að almenn ákvæði fyrninga-
laga giltu um þetta atriði, laga nr. 14 frá
1905. Hann sagði að kröfur fymist
almennt á fjórum árum, tíu árum eða
tuttugu árum, eftir eðli þeirra. Flestar
skattkröfur hafa lögtaksrétt og kröfur
sem hafa lögtaksrétt fyrnast almennt á
fjórum ámm, frá gjalddaga.
Það á við um gjöld, sem hafa verið
álögð samkvæmt réttu framtali og
reglum sem þar að lúta. Komi hinsvegar
upp annmarki á framtalinu, fyrnist
réttur hins opinbera til að taka málið
upp og endurmeta álagninguna, ekki
fyrr en eftir sex ár. Hafi slíkt endurmat
verið gert, fyrnast gjöldin sem þá voru
lögð á fjórum árum eftir gjalddaga sem
ákveðinn var við endurmatið.
í þriðja lagi er svo fyrning á
lögtaksréttinum. Hann fyrnist á tveim
árum. Eftir að tvö ár eru liðin frá
gjalddaga kröfunnar, hefur innheimtu-
maður opinberra gjalda ekki heimild til
að taka lögtaki í eigum manna, nema að
undangengnum dómi. Honum er hins-
vegar heimilt að gera kröfu í laun
skuldarans, að því er Árni taldi.
Við spurðum Árna hvort inheimtu-
manni bæri að tilkynna skuldaranum um
að hann hefði rétt til að bera fyrir sig
fyrningu, fjórum árum eftir gjalddaga
kröfunnar.
Það taldi hann vafasamt. Fyrning
táknar það að ekki er hægt að grípa til
neinna innheimtuaðgerða, ef skuldarinn
ber fyrir sig fyrningu, þá stendur það og
krafan fæst ekki greidd með neinum
lögfræðilegum leiðum.
- Er þá ólöglegt að halda innheimuað-
gerðum áfram eftir fjögur ár?
„Það er spurning, en mönnum ber
ekki skylda til að greiða skuldina.
Og þá má spyrja hvort ekki sé eðlilegt
að innheimtumaður veki athygli á því að
ef þeir vilja bera fyrir sig fyrningu, þá
komist þeir upp með það. Persónuleg
skoðun mín er sú að það væri eðlilegt
að innheimtumaður benti á að krafan
væri fyrnd. Almennt held ég að ekki sé
verið að innheimta kröfur, sem eru
lagalega fyrndar." sagði Árni.
En svo benti Árni á að til eru lög, sem
rjúfa fyrningu hafi tilteknar aðgerðir
verið hafnar. En það er töluvert flókið
mál.
fréttir
Ríkisstjórnarfundur haldinn sfðdegis í dag um efnahagsmál:
UlUUS FUNDAHðLD EN
LÍTIÐ MIDAR AD IAUSN
■ „Það vantar ekki að mikið er unnið,
en þó miðar bara ekki neitt“, sagði einn
af stjómarþingmönnum í samtali í gær
og var heldur dauft í honum hljóðið
varðandi það, hvort takast mundi að
lemja saman efnahagstillögur sem allir
aðilar ríkisstjómarinnar geti sætt sig við.
En framsóknarmönnum mun þykja
heldur erfitt að fá alþýðubandalagsmenn
til að fallast á nema ákaflega loðið og
losaralegt orðalag á ýmsum mikilsverð-
um atríðum, sem þeir telja aftur á móti
nauðsynlegt að hafa alveg ótvíræð í
lögum.
Eftir mikil fundahöld hjá öllum
aðilum í gærdag voru menn að vísu á
því að mál hefðu skýrst nokkuð. „En
hvort líkur á samkomulagi hafi batnað
veit ég þó ekki“, eins og einn
þingmannanna orðaði það í gær.
Þeir sem í eldlínunni standa brjóta nú
örugglega landslög daglega, þ.e. nýleg
vinnuverndarlög, því fundir standa frá
því í bítið á morgnana og fram yfir
miðnætti á kvöldin hjá þeim sumum
hverjum. í gærmorgun komu efnahags-
nefndin og ráðherranefndin saman til
fundar, eftir hádegi voru flokksfundirog
aftur fundur hjá efnahagsnefnd. í
gærkvöldi var framsóknarflokkurinn
a.m.k. með annan þingflokksfund og að
honum loknum átti efnahagsnefndin
enn að koma saman til að fara í gegn
um ýmiss atriði. Nú í morgunsárið átti
ráðherranefndin að koma saman, en
ríkisstjórnarfundur sá sem beðið hefur
verið eftir þessa viku er fyrirhugaður
eftir hádegið í dag.
- HEI
Tívolítækin flutt að Laugardalshöll.
Tímamynd Ella
Tæplega sjötugur breskur ofurhugi á sýningunni Heimilid ’82:
Stekkur logandi úr 16
metra hæð niður í vaskafat
— yfir 30 sinnum legið á sjúkrahúsi frá því hann hóf þetta starf
■ „Meðal þeirra atríða sem verða á
sýningunni er breskur ofurhugi Roy
Fransen, 68 ára gamall, en hans dirfska er
fólgin í því að hann klifrar upp í 16 m hátt
mastur, leggur elda að sér og stekkur niður
í vaskafat" sagði Guðmundur Einarsson
framkvæmdastjóri sýningarinnar Heimilið
‘82 sem hefst í Laugardalshöll á föstudag-
inn.
„Hann hefur starfað 30 ár í þessu og
hefur legið 30 sinnum á sjúkrahúsi á
þessum tíma, hann sagði mér að yfirleitt
liðu 16-18 mánuðir á milli sjúkrahúsvist-
anna".
Fyrir utan Roy Fransen verða á
sýningunni þrír listamenn frá Moskvu
sirkusnum, tveir akróbatar og einn töfra-
maður og svipað og 1980 verður tívoli til
staðar.
„Hér er um stærra tívólí að ræða en
síðast með nýrri og fullkomnari tækjum"
sagði Guðmundur. „Þarna verða tvær
barnahringekjur, sveifluhringekja og
stórt og voldugt tæki sem heitir kolkrabb-
inn og notið hefur mikilla vinsælda. Á
þessu tæki eru armar en niður af þeim
körfur sem snúast andsælis örmunum sem
svo aftur ganga upp og niður þannig að
menn hafa nánast gleymt hvað þeir heita
er þeir koma úr þessu tæki."
Guðmundur sagði að nú yrði sýningin
þríþætt. í anddyri yrði matvælakynning þar
sem m.a. franska landbúnaðarsambandið
myndi kynna frönsk matvæli en einnig væru
íslenskir framleiðendur og innflytjendur
með matvælakynningar.
Hollenskir lírukassa-
spilarar í midborginni
■ Hér á landi eru staddir hollenskir
feðgar á vegum Arnarflugs, og munu
þeir skemmta borgarbúum með spili á
lírukassa í miðbænum næstu daga.
Koma Hollendinganna tveggja er liður í
kynningu Arnarflugs á Amsterdamferð-
um félagsins, en ætlunin er að feðgarnir
spili í bás Arnarflugs á sýningunni
Heimilið82 í Laugardalshöll, og er það
megin tilgangurinn með komu þeirra
hingað.
Auk þeirra verða í sýningarbás
Arnarflugs demantaslípari að störfum
og skósmiður að smíða tréskó upp á
gamla mátann, en það má segja að þetta
sé allt einkennandi fyrir Amsterdam.
Einnig munu koma hingað til iands
blómaskreytingamenn frá Floriade-
blómasýningunni á vegum Arnarflugs í
tengslum við sýninguna.
■ Hollendingar spiluðu á lírukassann í miðbænum í gær við góðar undirtcktir
áheyrenda, en þeir munu skemmta borgarbúum næstu daga með spili í miðbænum
þar til sýningin Heimilið ‘82 hefst. Þeir koma hingað á vegum Amarflugs til þess að
auglýsa Amsterdamfcrðir félagsins.
Tímamynd: Ari
í aðalsal eru svo 70 fyrirtæki með heiminn á vegum Bandaríkjastjórnar cn á
sýningarbása og í baksal ér bandarísk henni eru líkön af orkusparandi tækjum.
orkusýning sem farið hefur víða um - FRI
1J Ǥ0*^ V ;
X i * ¥ * /ÆÍ3P: