Tíminn - 18.08.1982, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982
7
erlendar f réttir
■ ATHYGLI fjölmiðla og fréttaskýr-
enda beinist nú mjög að Póllandi.
Spádómar eru yfirleitt þeir, að það muni
koma í ljós næstu daga, hvort óháðu
verkalýðssamtökin, Samstaða, eru enn
svo öflug, að þau geti efnt til verulega
virkrar mótspyrnu gegn herstjórninni.
Spádómar þessir eru sprottnir af því,
að þeir leiðtogar Samstöðu, sem hafa
sloppið framhjá greipum lögreglunnar
og fara huldu höfði, eins og Bujak, hafa
skorað á fylgismenn Samstöðu að
safnast saman á torgum og götum og láta
andúð sína í Ijós, en forðast þó bein átök
við lögregluna eða herinn.
Það er þó ekki aðeins til að andmæla
herlögunum og herstjórninni, sem leið-
togar Samstöðu hvetja til þessarar
andspymuhreyfingar. Öðrum þræði er
henni aétlað að minna á, að tvö ár eru
nú liðin síðan verkföllin hófust, sem
leiddu til þess, að Samstaða var mynduð
og fékk hið mikla fjöldafylgi, sem raun
varð á.
Þessi verkföll náðu hámarki sínu í
Gdansk um miðjan ágúst 1980, þegar
Lech Walesa stjórnaði setuverkfalli í
hinum miklu skipasmíðastöðvúm þar og
tókst að hafa þá stjórn á liðsmönnum
sínum, að ekki kom til blóðugra átaka,
eins og gerðist 10 árum áður. Eftir
þennan sögulega atburð breiddist verk-
fallsaldan um nær allt Pólland og lauk
með því að 31. ágúst undirrituðu
stjórnarvöld samkomulag, sem viður-
kenndi Samstöðu.
Fyrirætlun umræddra leiðtoga Sam-
stöðu hefur verið sú, að mótmælin
hæfust um miðjan ágúst, stæðu út allan
mánuðinn og næðu hámarki sínu 31.
ágúst.
ÞESSI nýja mótmælahreyfing hófst í
Gdansk síðastliðinn föstudag, þegar
fylgismenn Samstöðu söfnuðust saman í
■ Frá afhjúpun minnismerkisins í Gdansk um þa, sem féllu í verkföllunum 1970.
Þar hófust átökin á föstudaginn var.
Efnt til mót-
mæla í Póllandi
Jaruzelski læzt þó hvergi smeykur
miðborginni og lögðu blómsveiga að
minnismerki, sem reist var af Samstöðu
haustið 1980 til minningar um þá, sem
féllu í verkföllunum 1970.
Lögreglan lét þetta í fyrstu afskipta-
laust, en þegar um 2000 manns höfðu
safnazt saman, taldi hún ástandið ekki
lengur hættulaust. Hún dreifði mann-
fjöldanum með táragasi og vatnsslöng-
um, en hann lét sér ekki segjast, heldur
hóf göngu til flokksstöðva kommúnista.
Fleiri bættust í hópinn og er talið að
um 10 þúsund manns hafi verið í
göngunni, þegar til flokksstöðva komm-
únista kom. Þar gerði lögreglan nýja og
harðari atlögu og kom til nokkurra átaka
áður en mannfjöldinn dreifðist.
Þennan dag kom einnig til mótmæla í
fleiri borgum Póllands, en þau voru
miklu minni umfangs en í Gdansk. í
Varsjá söfnuðust um 1000 manns saman
og sungu sálma. Lögregla dreifði
þessum mannsöfnuði með því að
sprauta á hann vatni.
Síðan þetta gerðist, hefur talsvert
borið á því, að menn reyndu að safnast
saman í ýmsum borgum og kaupstöðum,
en yfirleitt hafa það þó verið smáhópar.
Lögreglan virðist hvarvetna hafa aukið
varðstöðu sína.
Athyglisvert er, að sérstakar trúar-
samkomur hafa enn ekki verið notaðar
til að láta mótmæli í ljós. Sennilega stafar
þetta af því, að kirkjan vill ekki eiga
aðild að slíkri mótspyrnu, a.m.k. ekki
að sinni. Hún virðist enn reyna að ná
samkomulagi við stjórnarvöld á bak við
tjöldin um að slakað verði á herlögunum
og þau helzt afnumin.
Sagt er, að allir leiðtogar Samstöðu
séu ekki sammála um þessi andmæli. Ef
þau heppnast, geti þau orðið til þess, að
herstjórnin grípi til harðari aðgerða og
slaki síður á herlögunum eða
afnemi þau. Farsælla sé að reyna
samningaleiðina, ásamt kirkjunni. Lítil
■ Bujak.
þátttaka í mótmælunum geti hins vegar
orðið til þess, að menn vanmeti styrk
Samstöðu.
JARUZELSKI leiðtogi hcrstjórnar-
innar virðist þeirrar skoðunar, að ekki
sé ncin hætta á ferðum, eða a.m.k. vill
hann láta líta þannig út. Aðsögn pólskra
fjölmiðla dvelst hann um þessar mundir
suður á Krím í boði Brésnjefs.
Það kann einnig að draga nokkuð úr
áhyggjum hans, að horfur eru sagðar á,
að kornuppskeran verði með betra móti
í Póllandi. Þó cru stjórnvöld sögð hafa
nokkrar áhyggjur af því, að hún nýtist
ekki til fulls, m.a. vegna ónógs og úrelts
vélakosts. Þá mun nokkur ótti við það,
að bændur séu ekki nógu áhugasamir
vegna óánægju með stjórnarvöld. Sagt
er, að hermenn hafi víða verið scndir út
í sveitir til cftirlits.
Þótt búizt sc við góðri uppskeru,
munu Pólverjar þurfa að flytja inn
verulegt magn af kornvörum. Góð
uppskera bætir þó ótvírætt aðstöðu
þeirra.
Stjórnvöld leggja í vaxandi mæli
áherzlu á þann áróður, aðefnahagsvand-
inn sé meiri og verri sökum svokallaðra
refsiaðgerða vestrænna ríkja. Vafalaust
eiga þær talsverðan þátt í efnahagserfið-
leikunum, en þó mun minni en
stjórnvöld vilja vera láta. Refsiaðgerð-
irnar gera vafalítið vestrænum ríkjum
mikið pólitískt ógagn og valda þeim
ekkert síður efnahagslegum vanda en
Pólverjum.
Vestantjalds viröast margir líka vera
að missa trú á þær. Þetta má m.a. draga
af því, að nýlega hafa bankar Vestur-
Evrópu samið við pólsk stjórnvöld um
tilslökun í greiðslum afborgana og vaxta.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar 1
Bandaríkja-
stjórndregur
úr vopnasölu
til Taiwan
■ Bandaríkjastjórn hefur ákveðið
að draga úr vopnasölu sinni til
Taiwan og hefur þar með látið undan
síauknum þrýstingi stjórnarinnar í
Peking í þessu máli.
í sameiginlegri yfirlýsingu sem birt
var í Washington og Peking segir að
Bandaríkin hafi fallist á að vopnasala
þeirra til Taiwan muni ekki fara fram
úr því sem hún hefur verið á
undanförnum árum, dregið verði
smátt og smátt úr henni og stefnt að
friðsamlegri lausn á samskiptum
Kína og Taiwan.
í skiptum fyrir þetta munu
Kínverjar hafa fallist á að unnið
verði að sameiningu landanna eftir
friðsamlegum leiðum.
Kínverska fréttastofan segir að
birting þessarar yfirlýsingar hafi
losað um það þrátefli sent upp var
komið í samskiptum Kínverja og
Bandaríkjamanna og fagnar því að
lausn hafi komið í þessu vopnasölu-
máli.
Utanríkisráðuneyti Taiwans segir
að Bandaríkjamenn hafi fallist á
sjónarmið Kínverja í þessu máli í
þeirri trú að fyrirætlanir Kínverja
séu friðsamlegar.
ísraelskir skriðdrekar fyrir utan Bcirut.
HABIB TIL
SÝRLANDS
— ræðir þar brottflutning
PLO-manna frá Beirut
■ Philip Habib sendifulltrúi Banda-
ríkjanna í Mið-Austurlöndum mun
bráðlega halda til Damaskus í
Sýrlandi til frckari viðræðna um
brottflutning PLO-manna og her-
manna Sýrlendinga frá Beirut.
Fréttamaður BBC í Jcrúsalem
segir að Israelsmenn krefjist þess að
Sýrlendingar gefi út ákveðnar yfir-
lýsingar um þátttöku sína í þcssum
brottflutningi en Sýrlendingar, sem
hafa 1500 menn í vesturhluta Beirut
hafa enn ekki gefið út slíka
yfirlýsingu.
Leiðtogar PLO-manna hafa að
undanförnu rætt áætlanir um brott-
flutning manna sinna frá Beirut en
aðaldeilan í þessu máli nú stendur
um kröfu ísraclsstjórnar um að einn
flugmaður ísraclshers verði lcystur
úr haldi og kröfu um að líkamsleifum
þcirra ísraelsmanna sem féllu 1978
verði skilað til föðurlandsins.
PLO-menn vilja aftur á móti fá
eitthvað af sínum mönnum úr haldi
í skiptum fyrir flugmanninn.
ísraelsmenn hafa nú dregið herlið
sitt frá því svæði í Beirut sem
umlykur þinghúsið þar en á næstunni
munu verða kosningar haldnar þar
um nýjan forseta Líbanon.
Hjálparstofnun SÞ segir að allt
það starf sem stofnunin hefur byggt
upp í suðurhluta Líbanon undan-
farin 30 ár hafi verið eyðilagt af
ísraelsmönnum. Stofnunin segir að
flóttamannabúðum um fyrir nær 100
þúsund flóttamenn hafi verið eytt og
íbúar þeirra hafi hvergi höfði að
halla fyrir utan fáeina skóla.
Sey chelleseyjar:
Uppreisnarmenn
halda 250 gíslum
■ Uppreisnarmenn á Seychelles-
eyjum hafa tekið útvarpstöðina á
eyjunum á sitt vald og segjast hafa í
haldi 250 gísla. Þeir hafa hótað að
myrða gíslana ef hcrlið stjórnarinnar
skerst í leikinn.
Uppreisnarmenn segjast verða ■
orðnir leiðir á forseta eyjanna og
krefjast þess að ýmsir ráðherrar og
háttsettir embættismenn verða látnir
víkja frá völdum.
Forseti eyjanna mun ekki vera í
höfuðborginni Viktoríu þar sem
útvarpsstöðin er en fyrir utan
útvarpsstöðina segjast uppreisnar-
menn hafa á valdi sínu, flugvöllinn
og orkustöð eyjanna.
Þejr hafa hótað að sprengja í loft
upp ýmsar byggingar, þar á meðal
olíu- og bensíngeyma ef þeir verði
fyrir frekari áreitni.