Tíminn - 18.08.1982, Side 8

Tíminn - 18.08.1982, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steíngrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir,lngólfur Hannes- son (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. 19. þing SUF ■ Samband ungra Framsóknarmanna heldur nítjánda þing sitt að Húnavöllum í byrjun næsta mánaðar. I viðtali við Guðna Ágústsson formann SUF, sem birtist hér í blaðinu í gær, ræðir hann um fyrirhugað starf þingsins á þessa leið: „Við tökum fjóra málaflokka að þessu sinni. Við ræðum að sjálfsögðu skipulagsmál SUF og Framsóknarflokksins. Við finnum það nú að ungir Framsóknarmenn vilja efla yngri manna félög og hafa á því skilning hversu þau eru mikill styrkur fyrir flokkinn. Áuk þess er mjög margt ungt fólk, sem nú stendur utan við pólitískts starf, en hefur löngun til að taka þátt í þessu starfi. Ungt fólk er pólitískt og flokkarnir verða að sinna þeirri lýðræðisskyldu, sem þeim ber í okkar lýðræðisríki, þ.e. að kynna stefnu sína og störf og gefa fólki aðgang að upplýsingum um slíkt og leyfa því, og raunar krefja það um, þátttöku í stefnumótum. Sérstaklega verður fjallað og ályktað um húsnæðis- og byggingamál. Slíkt brennur heitt á unga fólkinu í dag eins og oft áður. Enginn vafi er á, að stjórnvöld verða að gera ungu fólki það auðveldara að skapa sér framtíðarheimili heldur en nú er. Þarna hefur orðið gífurleg breyting til hins verra á síðustu árum. Þriðja málið, sem við munum fjalla og álykta um, er fíkniefnavandamálið. Það voru um það skiptar skoðanir, hvort þetta mál skyldi ræða á þinginu. En niðurstaðan varð sú og undrar það mig ekki, því þetta mál er öllum öðrum vandamálum stærra og erfiðara. Verðbólga, atvinnuleysi og sjúkdómar eru smámunir hjá þeirri fíkniefnaöldu, sem nú er runnin upp. Við, sem þetta þing sækjum, erum kynslóðin, sem mun eiga börnin okkar á unglingsaldri innan skamms tíma. Við hljótum að krefjast aðgerða bæði af okkar hálfu sjálfra og stjórnvalda. Hér þarf til að koma fræðsla og hollara líferni og ekki sízt að börnin leiti á unga aldri inn á þær brautir, sem skapa heilbrigða sál í hraustum líkama. Þarna er um margvísleg æskulýðsstörf að ræða. Einnig þarf að stórherða viðurlög við sölu á eiturlyfjum, að um sé að ræða þungar fjársektir og frelsissviptingu um langt skeið, því þessir náungar eru sölumenn dauða og þjáninga. Það, sem kannski sýnir bezt, hversu vímuefnavandamálið er stórt, er t.d. að stærsti aldurshópurinn, sem leitað hefur hjálpar hjá áhugamanna- félögum um áfengisvandamálið, er á aldrinum 17-23 ára.“ Þá verður að sjálfsögðu rætt um stjórnmálaviðhorfið. Um það fórust Guðna þannig orð: „Þjóðarbúið hefur orðið fyrir margvíslegum áföllum, markaðshruni og aflabrestur hefur dunið yfir. Samt sem áður skortir hinar raunhæfu aðgerðir, ekki sízt þær, sem gætu stuðlað að þjóðarátaki gegn vandanum. En þrátt fyrir þetta verðbólguvandamál, megum við heldur ekki gleyma hinu, að enn hafa flestir Islendingar það gott, ef heilsan er í lagi. Okkar vandamál er því sízt stærra en hjá mörgum öðrum þjóðum. Samt sem áður er nú aðgerða þörf, því verðbólguhugsunin rekur á dyr dýrmætt hugarfar og skapar hér eilífa Sturlungaöld. Ég tel, að SUF-þing þurfi að reka hornin í forystu flokksins og ýta henni til raunhæfra aðgerða gegn efnahagsvandanum. Og þá með það fyrst og fremst í huga, að áætlanir verði gerðar um að ná verðbólgunni niður á lengri tíma en rætt hefur verið um upp á síðkastið, við getum nefnt 5-7 ár. Ríkisstjórnin hefur enn ekki misst af lestinni og staðan er ekki töpuð, þótt dauðir leikir hafi verið hafði í frammi.“ Þ.Þ. á vettvangi dagsins ,tÞú svafst þig ei til dauða” — eftir Friðrik Þorvaldsson ■ Um nokkurra ára skeið hefi ég úr eðiilegri fjarlægð fylgst með baráttu Lófótbúa fyrir bættum samgöngum, bæði bréflega og með afspurn. Þar með öðlaðist ég það álit að verkfræðingarnir í „en uanselig“ bragga á Kleppstad í Noregi væru afbragð annarra manna. Eins og kunnugt er hafa þéttbýlismenn í nánd við Ölvusárós haft áhuga á brú þar, en lítið orðið ágengt. Það vakti því furðu mína, þegar loks var látið undan þrýstingi fólksins, þá leitaði Fram- kvæmdastofnun og vegayfirvöld til Noregs um aðstoð - ekki verkfræðilega hcldur um kenningar og línurit, eða eins og í fréttum sagði: „Norska fyrirtækinu Transportökonomisk Institutt, sem hef- ir mikla reynslu í rannsóknum félags- legra áhrifa samgöngumannvirkja hefir verið falið að framkvæma slíka könnun vegna væntanlegrar byggingar brúar yfir ós Ölvusár." Niðurstaða þessarar könnunar liggur nú fyrir í mjög fróðlegu riti (126 bls), sem ekki virðist vera verk TÖI. Samt gaf stofnunin skv. beiðni álit sitt á bók þessari af mikilli kurteisi, en lætur þó ekki hjá líða þann dóm að hún sé „kyrrstæð í tíma eðam eö öðrum orðum taki oflítið tillit til þcirra möguleika, sem hægt er að hugsa sér að brúin opni.“ Gísli Sigurbjörnsson, forstj., hefir af mikilli framsýni ritað um þessa brú og skáldið, nafni hans Brynjúlfsson, kvað: „Ef hugarburðir hverfa heimur tómur er. - - því allt úr veröld yndi fer, - - cr ímyndanin þver.“ Þrátt fyrir gífurlegt starf við þessa skýrslu er viðskilnaðurinn ærið loð- mullulcgur og vant að sjá aðra niðurstöðu en að brúin muni litlu breyta og raunar virðist vcra óráð að gera hana frá arðsemisjónarmiði. Vegagerðin hefir sem sé komist yfir það kontórverk Alþjóðabankans, sem hcitir OUANTIFICATION OF ROAD USER SAVINGS. Mun ég síðar víkja að þessu. Vissulega er vorkunn þó menn, sem hafa verið „kyrrsettir" í tíma lappi upp á vanmetin með kveri þessa stóra nafns, þegar jafnhæfur maður og Helgi Hall- grímsson, forstj., lætur sig hafa það í útvarpsviðtali að vitna í Hvalfj.skýrsl- una, sem í upphafi - og reynslan hefir sýnt að var markleysa. Gagnar lítt þó þeir gömlu útreikningar komi til að vegfarendum, án’ annarra sjónarmiða, sparist 5 millj. kr. með malbikun á hvern km. Það yrði quantification, sem um munaði ef þeim gróða yrði varið til að breyta bcinum línum í stóra hlykki til að spara nýjar milljónirl! Árið 1871 ferðaðist William Morris um Mýrarsýslu og skrifaði þá: „Keldurn- ar reyndust ekkert hræðilegar því það liggur góður vegur yfir þær.“ Samt var nýr vegur lagður þar í mínu ungdæmi, og má vel vera að ef þá hefði verið spáð í afkastavextina hefði þótt lítil fyrir- hyggja að afleggja þá slóð, sem jafnvel Morris taldi góða. Og sem brúarmál Sunnlendinga virtist aftur fallið í væran blund þykjustunnar gerðist það að vaskur þingm. Austur- lands, Sverrir Hermannsson, hafði ekki skapferli til að horfa ofan á þessa eymd lengur. Ásamt samþingmanni sínum, Eggerti Haukdal, gerði hann þakkarvert tilboð. Nú vill svo til að samg.ráðherra er víðsýnn og vcl menntaður verkfræðing- ur, sem þekkir afrek amer.verkfræð- inga. Mér er það því ráðgáta að hann virðist taka snerpu þessara manna með fálæti. Þjóðin hefir að vísu vanist því að þeir mætu mcnn, sem hér fást við vegagerð, hafa orðið að hipast niður vcgna peningasveltis, og ekki hefi ég hlífst við að andhyggna þeirri heimóttarstefnu, sem hefir ríkt í okkar vegakerfi. En ég hefi líka sagt að það sé furðugott miðað við þá skömmtun að mikilhæfir menn hafa verið skikkaðir í áraraðir til að maka skít ofan á skít og kalla vegi. Ég trúi að einlæg og sanngjörn bersögli sé til góðs, og líklega er okkar smámunasemi hvergi smærri né auðsærri en við Ölvusárós. Ég trúi einnig að hvarvetna, þar sem hægt er að láta menn bregða blundi, komi tækifærin. Einar Benediktsson snart þjóðarsálina hvasst fyrir meir en 80 árum. Hann kvað: „Sofið ei til fárs og fremstu nauða. Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauða." 1 geisla þessa brags ætti að vera gott að gá til átta. Undir áhrifum hinna norsku yfirburða get ég ekki orðalaust látið sem ekkert sé þegar þrem mikilvirkum framleiðslu- kauptúnum og víðlendu, ríkmannlegu landbúnaðarhéraði er gefið í skyn að þeim geti staðið til boða einstíg brú í þéttbýli sitt. Þar með tel ég að mælirinn hafi fyllst og landsmerin megi ekki láta bjóða sér hvaða afturúrstang sem er. Mér er minnisstætt er forystumenn í Borgarfirði tóku samgöngumál sín í eigin hendur 1932, og nú loks er komið að mér að rekja fram dæmi um forgöngu afsíðismanna í Noregi. Eins og Sverrir Hermannsson voru þeir orðnir þreyttir á þruglinu, sem þar kallast „om og men“. Gunnar Rörtveit lýsir vel er Lófótbúar hristu af sér afræksluna með því að stofna hlutafélag- ið Lofotbroene, sem gerðist kröftug heild 1968, en hr. Rörtveit er formaður hlutafélagsins nú. Hann segir ennfremur 13. nóv. s.L: „Ég er viss um að ef félagið hefði ekki verið stofnað væri Gimseyjarbrú ekki hér nú,“ en hún var vígð tveim dögum síðar - hin sjöunda í brúarröðinni á stuttum tíma. Þar með hafi sannast gildi þess „at trekke sammen“. Ég held það skerpi vitund okkar að segja meira um þessa brú, em er hlekkur í þeirri viðleitni Lófótbúa að skapa „fergefrit Lofoten og en fergefri fast- ferdamál Skin og skúrir í ferðamálum — Byrjar SAS áætlunarflug til íslands 1983? ■ Er maður flettir erlendum blöðum um ferðamál, blasir samdráttur og verðstríðið við, svo að segja á hverri síðu. Ferðaiðnaöurinn gengur nú gegn- um niikla kreppu; eru fyrirtæki annað hvort að verða gjaldþrota, eða eru orðin það og verðstríðið heldur áfram. Bardagar eru háðir á láði og legi, alveg eins og í heimsstyrjöld. En millisteftin, sem hcldur uppi stærstum hluta ferðaiðnaðarins er fátæk um þessar mundir. Air Florida Air Florida er nokkuð þekkt flugfélag hér á landi. Það bolaði Flugleiðum, eða dótturfyrirtæki þess Int. Air Bahamas út af rútunni milli Luxemborgar og Bahamaeyja, og nú virðist félagið, sem býður lág fargjöld, vera að færa út kvíarnar, svo um munar. Og nú bjóða þeir Evrópubúum sérstaka Liberty-far- miða, og kostar flug frá Amsterdam, Brússel, Shannon (írlandi) og London til Miami: Farið kostar frá Amsterdam Ikr. 1220, frá Brússel 1163 Ikr. frá London Ikr. 1195 en þetta er fargjald aðra leiðina. Síðar munu Liberty-miðar verða á boðstólum í Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, en Air Florida mun hefja ferðir til Norðurlanda 1. október n.k. Flugfélagið Air Florida ver nú miklum fjármunum til að kynna starfsemi sína og leiðakerfi, að Maiami sé ekki endastöð, heldur tljúgi félagið til 28 staða í Mið-Ameríku og við Karabíska hafið. Þeir bjóða nýja ferðamannastaði á Costa Rica, Haiti, Honduras og Belize. Hollendingar hafa sýnt þessu áhuga og líka Belgar, sem þá ferðast til frönskumælandi svæða í þessum heims- hluta. Þetta er veruleg lækkun á fargjöldum og kann að hafa áhrif á afkomu Flugleiða og stóru flugfélaganna í þeim Evrópulöndum, sem Air Florida flýgur nú til. Sem dæmi um verðlækkunina, þá kostaði með Air Florida til Costa Rica, fram og til baka Ikr. 11.525.00 en kostar eftirlækkunin Ikr. 8.492.00 ogverðlækk- unin frá Brússel er úr 36.920 Bfr. í 32.109, eða um liðlega 13%. Hótelverð í Grikklandi Ferðaskrifstofumenn, eða sfóru ferða- skrifstofurnar í Evrópu hafa varað Grikki við, að fyrirhugaðar verðhækkan- ir á grískum hótelum, kunni að skaða verulega ferðamannastrauminn til lands- ins. Allmörg grísk hótel, hafa tilkynnt ferðaskrifstofunum að á næsta ári muni verðið hækka um allt að 35%. Viðbrögð- in munu verða sú, að fleiri ferðamenn muni hætta við Grikklandsför en fara þess í stað til Norður-Afríku, Spánar, Tyrklands og Júgóslavíu. Grísk stjórnvöld hafa leitað úrræða til að forðast hækkanir og til mála kom að stóru hótelin miðuðu verð sitt við erlendan gjaldeyri og tilkostnað á öðrum ferðamannastöðum. En víst þykir, að Grikkir verða að bregðast Ojótt við, ef þeir eiga ekki að missa stóran hluta af erlendum ferðamönnum á næsta ári. Danskur ferðaskrifstofumaður, lét hafa það eftir sér, að dapurlega liti út með Grikklandsferðir frá Danmörku, ef hótelin hækka um 35% eins og boðað hefur verið. Ein stærsta ferðaskrifstofa Þýska- lands, hefur greint frá því, að sala á Grikklandsferðum hafi dregist saman um 16% fram til þessa, eða ferðir til Rhodes, Krítar og Corfu. Svissneskir ferðaskrifstofumenn taka í sama streng og segjast hafa varað Grikki við hækkunum. Sömu sögu er að segja frá öðrum löndum, og danska ferðaskrifstofan Spies Rejser, telur áhöld um það, hvort það svari kostnaði að vera með Grikklandsferðir árið 1983. Hollendingar segja að Grikklands- ferðir hafi selst vel, en komi til áðurgreindra verðhækkana, muni verða örðugt að fá ferðamenn til að fara til Grikklands. Afkoma flugfélaga og fl. ítalska ríkisflugfélagið ALITALIA gerir nú ráð fyrr rekstrartapi á þessu ári, en félagið var einnig rekið með miklu tapi á seinasta ári, þrátt fyrr að það seldi talsvert af stórum þotum B 747. Talsmenn flugfélagsins sögðu að slæm sætanýting á Atlantshafsflugleiðinni ætti verulega sök á tapinu. ALITALIA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.