Tíminn - 18.08.1982, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982
íþróttir
Svartur
risi til
UMFN
■ íslandsmeistarar UMFN í körfu-
knattleik hafa ráðid til sín bandarískan
leikmann fyrir komandi keppnistímabil,
og mun hann jafnframt sjá um þjálfun
liðsins.
Leikmaður þessi heitir Alec Gilbert,
og er kappinn sem er blökkumaður, 2.05
metrar á hæð. Hann hefur leikið með
Indiana State University og var í
byrjunarliði skólans þegar liðið komst í
úrslitin í háskólakcppninni. Hann er
geysilega sterkur undir körfunum, hirðir
mikið af fráköstum og skorað grimmt.
Eins og fram hefur komið mun Tim
Dwyer leika með Val í vctur, ÍR-ingar
verða án bandarísks leikmanns en hafa
ráðið til sín bandarískan þjálfara. Tim
Higgings verður áfram með ÍBK.
Ekkert hefur hinsvcgar frést úr herbúð-
um Fram og KR varðandi crlenda
leikmenn eða þjálfara í vctur.
gk--
■ Valsmenn fagna hér sigri yfir KR-ingum fyrir þremur árum. Nú er Tim Dwyer væntanlegur til Valsmanna að nýju.
örugg forusta hjá
Víkingum í 1. deild
■ Víkingar tryggðu í gærkvöldi enn
frekar stöðu sína í efsta sæti 1. deildar
er þeir sigruðu Vestmannaeyinga á
Laugardalsvelli með einu marki gegn
engu. Þar með hafa þeir hlotið 19 stig
og eru þremur stigum á undan næsta liði
sem er KR með 16 stig.
Víkingarnir voru öllu sprækari í fyrri
hálfleiknum í gærkvöldi, en Vestmanna-
eyingar höfðu undirtökin í þeim síðari.
Vestmannaeyingar geta raunar sjálfum
sér um kennt, því að þeir misnotuðu
vítaspyrnu í annað sinn á stuttum tíma.
Það er ekki furða þó að þeim gangi illa
að skora ef þeir geta ekki einu sinni
skorað úr vítaspyrnum.
Á 14. mínútu fyrri hálfleiks átti Ómar
Torfason gott skot á mark ÍBV, en Páll
markvörður var vel á verði og bjargaði
í horn. Upp úr hornspyrnunni skoraði
Heimir Karlsson fyrsta og raunar eina
mark leiksins.
Stuttu síðar áttu Eyjamenn gott færi
er Ómar Jóhannsson laumaði knettinum
til Sigurláss, en Ögmundur bjargaði
skoti hans vel.
Á 42. mínútu mistókst Jóhanni
Georgssyni illilega í góðu færi. Og rétt
á eftir dæmdi Guðmundur Haraldsson
dómari vítaspyrnu eftir að brotið hafði
verið á Sigurlás. Örn Óskarsson tók
vítaspyrnuna, en skaut í þverslá og var
skotið mjög fast og hrökk knötturinn
langleiðina út að miðju vallarins.
Síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks
voru mjög fjörugar og marktækifæri á
báða bóga, en án árangurs.
í síðari hálfleiknum sóttu Vestmanna-
eyingar mun meira en án árangurs.
Fyrsta færi hálfleiksins átti Sverrir
Herbertsson, en Páll varði í horn. Síðan
kom tímabil þar sem Eyjamenn sóttu
ákaft að marki Víkinga. Þar á meðal
mistókst Kára Þorleifssyni að nýta tvö
góð færi.
Á 21. mínútu átti Ómar Jóhannsson
glæsilegt skot að marki, en rétt yfir
þverslána. Og áfram sóttu Eyjamenn,
en þeim tókst ekki að skapa sér nein
afgerandi færi.
Jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn
úrslit í þessum leik. Eyjamenn voru
klaufar að nýta ekki tækifæri sín og því
fór sem fór.
í Víkingsliðinu voru þeir Heimir
Karlsson og Jóhannes Bárðarson bcstir
og hjá Vestmannaeyingum, sem voru
frekar jafnir, voru þcir Sigurlás og
Sveinn Sveinsson einna bestir. Mark-
verðir beggja liða sýndu einnig góðan
leik. Leikinn dæmdi Guðmundur Har-
aldsson.
BH/sh
Staðan
■ Staðan í 1. dcild eftir leikinn í
gærkvöidi er sem hér segir:
Víkingur 14 6 7 1 22-15 19
KR 14 4 8 2 11-10 16
ÍBV 14 6 3 5 16-13 15
Valur 15 5 4 6 16-14 14
ÍA 14 5 4 5 16-16 14
ÍBÍ 15 5 4 6 22-25 14
Breiðablik 15 5 4 6 13-17 14
KA 15 4 5 6 14-16 13
ÍBK ' 14 5 3 6 13-17 13
Fram 14 3 6 5 14-15 12
sh
Urslitakeppni 3. flokks
verður í Eyjum um helgina
Átta lið leika um íslandsmeistaratitilinn
■ Senn líður að lokum knattspyrnu-
vertíðarinnar hér á landi. Á sama tíma
er hún að hefjast víða úti í Evrópu, en
lega landsins gerir það að verkum að
hætta er á vályndum veðrum þegar líða
tekur á haustið.
Einn þeirra flokka sem nú eru að fara
að enda sitt keppnistímabil er 3.
flokkur. Úrslitakeppni 3. flokks stendur
fyrir dyrum um næstu helgi og verður
leikið í Vestmannaeyjum.
Átta lið leika til úrslita í 3. flokki.
Þeim er skipt í tvo riðla í úrslitakeppn-
inni. í A-riðli leika Reynir Sandgerði,
KR, Breiðablik og Fram. í B-riðli leika
Völsungur frá Húsavík, Fylkir, Þór
Vestmannaeyjum og Sindri frá Horna-
firði.
Keppnin hefst á morgun fimmtudag
og verður leikið sem hér segir.
Fimmtud. kl. 18.30 Reynir-KR
UBK-Fram
kl. 19.00 Völsungur-Fylkir
Þór V.-Sindri
Föstud. kl. 18.30 KR-Fram
Reynir-UBK
Fylkir—Sindri
Völsungur-Þór V.
Laugard. kl. 10.00 UBK-KR
Fram-Reynir
Þór. V-Fylkir
Sindri-Völsungur
Að þessum leikjum loknum á að liggja
ljóst fyrir hverjir eiga að leika til úrslita
og leikið verður til úrslita um öll sæti.
Þannig verður leikið um 7. sætið og 5.
sætið á sama tíma á sunnudaginn
klukkan 13.00 og strax á eftir verður
leikið um 3. sætið. Urslitaleikurinn um
Islandsmeistaratitilinn verðursíðan háð-
ur klukkan 16.00 á sunnudaginn.
■ Meistaramót íslands í maraþon-
hlaupi karla og 10 km. götuhlaupi
kvenna fer fram í Hafnarfirði sunnudag-
inn 5. september. Hlaupin hefjast í
miðbænum og enda þar. Fundur mcð
væntanlegum þátttakendum og öðru
áhugafólki verður haldinn í Félags-
heimili FH í Kaplakrika kl. 20 fimmtu-
daginn 26. ágúst. Þá verður tilhögun
Búast má viðþörkukcppni í 3. Ilokki
eins og raunin cr í öllum flokkum og var
kcppnin í a-riðli t.d. geysihörö.
hlaupanna, m.a. leiðin, nánar útskýrð.
Þátttökugjald, sem greiðast skal á
fundinum er kr. 40.
NIKE-umboðið, Austurbakki h.f.,
hefur gefið glæsileg verðlaun til kcppn-
innar. Þeir aðilar munu einnig m.a.
bjóða keppendum upp á Cramer
sportdrykk í hlaupunum.
Frjálsíþróttadeild FH
Maraþonhlaup
í Haf narf irði
Arnóráfram
hjá Lokeren
■ Arnór Guðjohnsen mun leika
með liði Lokeren í Belgíu á næsta
kcppnistimabili. Hann undirrítaði
samning við félagið í síðustu viku og
gildir sá samningur til eins árs.
Greinilegt er að Lokeren lagði mikla
áherslu á að halda Amóri lengur hjá
sér. Félagið hefur misst marga góða
leikmenn frá sér að undanfórnu og
hefði Arnór horfið á braut hefði
hann skilið eftir skarð, sem erfitt
hefði reynst að fylla. En það breytir
ekki þeirri staðreynd, sem Amór
hefur lýst yfir opinbcrlega, að hann
hefur fullan hug á að breyta til og
verður það árciðanlcga ofan á að ári.
★
Leikmerm
lækka íverði
■ Kreppan í Evrópu virðist greini-
lega koma víða við. Svo virðist sem
fjárhagur knattspyrnufélaga víða um
heim standi vei en oftast áður og það
er ncfnt nt.a. til marks um það,
hversu lágar fjárhæðir cm scttar á
góða leikmenn í ensku knattspyrn-
unni. Þar er þróunin nefnilega sú
sama og hér á landi (vonandi aðeins
í bili), að áhorfendum fækkarog það
kemur þá fljólt við fjárhag félaganna.
★
Hversvegna
fækkar á-
horfendum?
■ Það er haft eflir knatlspyrnu-
leiðtogum hér á landi, að aðsókn á
leiki 1. deildur í sumar sé nálægt
helmingi minni en á síöasta sumri.
Menn nefna ýmsar astæður. Sumir
segja að það stafi af því hversu léleg
knattspyrnan sé, en aðrir segja að
ástæðan sé sú, að HM í sjónvarpinu
hafi gert fólk óþarflega kröfuhart.
Enn aðrir halda því fram að hið háa
miðaverð sé helsti sókudólgurinn.
★
Flýtið
leikjunum
■ Einn ágætur maður tjáði undir-
rituðum i sumar, að ein besta leiðin
til að fjölga áhorfendum á knatt-
spyrnulcikjum sé sú, að flýta þeim á
deginum. Hafa þá á þeim tíma, þegar
fólk sé á leið úr vinnu. Fólk sem býr
t.d, austan Elliðaáa gefi sér cinfald-
lega ekki tíma til að koma aftur
vcstur fyrir, eftir að búið er að borða
og sjónvarpið að byrju og.
★
Keegan
á förum?
■ Sú saga gengur rjöllunum hærra
í Brctlandi þessa dagana, að fyrirliði
enska landsliðsins Kevin Kecgan
hafi mikinn hug á að skipta um félag
í ensku deildakeppninni. Mörg félög
hafa að sögn sýnt kappanum áhuga
(enda engin furða) og hefur hann
verið orðaður við lið Manchester
United. Einnig hefur Newcastle sýnt
Keegan áhuga.en ekki cr víst að sá
áhugi sé gagnkvæmur. En hann vill
semsagt síður lcika með síou félagi
Southampton, sé eitthvað að marka
þessar sögusagnir.
★
Barcelona
ekki blankir
■ Fjárhagskreppan sem nefnd er
hér að ofan virðist ekki hrjá öll félög
i Evrópu, ekki ef citthvað er að
marka þær tölur sem gefnar hafa
verið upp sem söluverð á Maradona
hinum urgentíska. En það eru
reyndai svoleiðis leikmenn sem
skapa félögum góðar tekjur...