Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 2
2______________ í spegli tímans FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Umsjón: B.St. og K.L. TVÍFARI NICOLE BERHENNI ILLA SÖGUNA ■ - Ég skil einfaldlega ekki, hvers vegna hún er svona ósanngjöm, segir Nicole, sig- urvegarinn í Evrópusöngva- keppninni. Sú, sem þessi ummæli á, er önnur Nicole, svo lík þeirri einu réttu, aö segja má að hún sé tvífari hennar. Nicole Rubinstein lét hafa eftir sér í þýskum blööum, að Nicole Hohloch sé aldeilis óþolandi montin, eftir að fundum þeirra nafna bar sam- an í sumar. - Okkur kom ágxtlega sam- an, þegar við hittumst segir Nicole Hohloch. Það gerðist í Köln nú í sumar og var fundum þeirra komið á í auglýsinga- skyni. Sagðist Nicole Hohloch hafa hlakkað til að hitta svona spegilmynd sína og hefði þær rabbað lengi saman og hún gefið nöfnu sinni eiginhandar- áritun, þó að tíminn væri naumur, þar sem hún átti að mxta í sjónvarpsupptöku. Og þegar þær kvöddust, sagði Nicole H. hafa skipt rósa- vendi, sem hún hafði fengið frá aðdáenda, á milli þeirra. - Ég átti mér því einskis ills von, þegar ég las svo í blöðunum, að henni fyndist ég montin og að sigurinn hefði stigið mér til höfuðs, segir Nicole H. döpur í bragði. Eitt hefur Nicole R. þó tekist. Hún hefur vakið umtal, og er sagt, að henni sé það síður en svo á móti skapi. Sjálf hafi hún mikinn metnað til að bera, og hennar æðsta ósk sé að vinna sér frægð sem söngkona, eins og nafna henn- ar. En ekki þykir hún hafa byrjað frægðarferil sinn á skemmtilegan hátt og er því haldið fram, að ekki verði það henni til framdráttar í framtíð- ■ - Nicole er merkileg með sig, segir Nicole Rubenstein. Sjálf hefði hún gjarna viljað koma fótunum undir sig i skemmtana- bransanum. ■ Áður en hálfur mánuður var liðinn frá sigri Nicole í Evrópusöngvakeppninni höfðu selst 350.000 plötur með verðlaunalaginu. Engu að síður er Nicole leið í skapi og því veldur nafna hennar og tvífari. Móðir Nicole reynir sitt besta til að porra dóttur sína upp. ■ Nicole var sæl og ánægð fyrst að loknum sigrinum. En nú hefur slegið skugga á sæluna og sigurvíman er að renna af henni. I Það stoðar lítt að I eíga heima í höll og tilheyra konungsfjöl- skyldu, þegar þarf að berjast fyrir lífi sínu í samkeppni um blíðu sinnar heittelskuðu. Það fékk hann að reyna, hann Artus, eftirlætis- hundur hollensku kon- | ungsfjölskyldunnar. Artus hafði farið á I fjörurnar við dáfallega tík, sem svo óheppilega vildi til, að hafði þegar ■ Ætli Artus hafi það af? Krónprinsinn hefur greinilega áhyggjur. Konunglegur hundur verður undir í samkeppni vakið athygli og aðdáun annars hunds. Sá virti að vettugi göfugt ætterni og blátt blóð Artusar. Sjálfur var hann bæði stærri, sterkari og senni- lega óuppaldari. Hann hafði því engar vöflur á, heldur rauk í aumingja Artus og upphófust ógur- leg slagsmál, þar sem ófíni hundurinn bar hærri hlut. Aumingja Artus gat rétt dregist heim á hallartröppurnar, þar sem Willem Alex- ander krónprins fann hann. í snatri var honum komið á dýraspítala, þar sem gert var að sárum hans, en hann hafði m.a. hlotið djúpt sár á hnakk- anum. Nú er beðið milli vonar og ótta í höllinni eftir að sjá, hvernig Artusi reiðir af. ■ Lafði Sarah, dóttirMar- grétar prinsessu og Anth- ony Armstrong-Jones, er nýhóin að fá bílpróf. bakkar inn ■ Öll hreska þjóðin skellti upp úr, þegar eftirfarandi umferðartilkynning barst á öldum Ijósvakans: Umferðartruflun á „The Mall." Lal'ði Sarah ætlar í heimsókn til öinniu sinar í Clarence House og reynir nú að bakka bílnum í stæði! Lafði Sarah er nýlega orðin 18 ára og nýbúin að fá bíipróf. í tilefni þess gaf faðir hennar henni bíl af Mini-gerð. En svo virðist sem lítið traust sé borið til ökuhæfileika hennar enn sem komið er! ■ NathaUe Hocq heitir einkaerfíngi gimsteina- stórfyrirtækisins Cartier og er 31 árs gömul. Hún þykir alveg hörkudugleg í viðskiptum og sýndi það rétt enn einn um- ganginn rétt fyrir skömmu. Nú nýlega hafði hún komist höndum yfír 1300 úr, sem voru nákvæmar eftirlíkingar af Cartier ■ Þar fór 20 miUjón króna virði í súginn. Burt með eftirlíkingar! úrum. Hún vUdi vekja athygli á ósómanum og tók því á leigu gufuvalt- ara í London. Fyrir framan hann stráði hún úrunum 1300, sem valt- arinn keyrði svo í mask. Þó að hér hafí aðeins verið um eftirlíkingar að ræða, voru úrin þó metin á um 20 mUIjónir króna! Áður hafði Nathalie gripið tU svipaðra að- gerða í Los Ángeles og þá voru úrin 4000. Nathalie hefur strang- lega varað viðskiptavini sína við þessum faraldri, en eftirlíkingamar selja aðallega farandsalar á fjölfömum ferðamanna- stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.