Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 WEÞÞAi Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag ^^iabriel Q HÖGGDEYFAR y QJvarahlutir Armúla 2-1 Sími 36510 UFÐI A snAkum ÚTI í EYJU A MICHIGANVATNI Tvær bandarískar skátastúlkur í heimsókn FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1982 ■ Tvær 18 ára skátastúlkur frá Bandaríkjunum litu inn á ritstjórn Tímans í gær í lok vikudvalar á íslandi, og það var með naumind- um að þær máttu vera að því að tala við okkur, því þær voru á leiðinni heim að nýju. Þær stöllur heita Jennifer Erwin frá Anaheim í Kalifomíu og Carol Tompkins frá New York. Áður en þær komu til íslands höfðu þær dvalið í mánuð í Finnlandi en ferðalagið til þessara tveggja landa fengu þær að launum fyrir ötult starf í skáta- hreyfingunni amerísku. Þær töld- ust nefnilega hafa bestan undir- búning af 300-400 skátum sem sóttu um þessa ferð og við spurðum í hverju sá undirbúning- ur hefði legið. „Ég þótti hafa gert nokkuð vel í verkefni sem hét „Bjargaðu þér sjálfur,“ segir Carol. „Það fólst í því að ég varð að búa í 6 daga á eyju úti í Michigan vatni og hafði ekkert meðferðis nema fötin sem ég stóð í, hníf og tinnustein. Þetta var lítil eyja og ég lifði á snákum og kröbbum. Já, snákum. Þeir eru ágætir á bragðið, ef maður er svangur. Ég kveikti eld og steikti þá á honum, en pönnu hafði ég ekki. Ég hafði að vísu flugelda, ef eitthvað hefði komið fyrir og síðasta daginn var komið eftir mér í þyrlu. Þetta gekk alit vel og veðrið var ágætt, - samt rigndi einn dag.“ Jennifer hafði líka gert það gott í skátalistunum, en í fyrra var hún látin gegnumgangast svipað verkefni og Carol. Auk þess fór hún með flokki 18 skátastúlkna í Banda- ríkjunum um illfært skarð í Alaska, sem fóru oft um í byrjun aidarinnar. Stóð förin í tvær vikur og vildi Jenniferhvonki játa því né neita að ferðin hefði verið erfið. Samt segir hún að flokkurinn hafi verið talsvert betur útbúinn en Carol var á eyjunni í Michiganvatni. Sem áður segir kynntust þær Finnlandi talsvert betur en íslandi. „Fólkið var það besta í báðum löndunum," svara þær, þegar við spyrjum svo nærgöngullar spurn- ingar sem þeirrar hvort landið þeim hafi líkað betur við. Diplómatískt svar. Þær klifu þó nokkur fjöll hér á íslandi og sáu ýmsa fagra staði og létu þær mikið yfir fegurð íslensku fossanna. Jennifer kom ekki á óvart þótt lítið væri um tréáFróni. því í Kali- forníu þar sem hún býr eru tré ekki mörg. Þar er þó grænna um að litast og sandur í stað steinanna og klettanna á íslandi. Þær hyggja báðar á undirbúning undir háskólanám, þegar heim kemur, - Jennifer ætlar í verslun- arfræði en Carol í lækningar. Skátasamtökin í Bandaríkjun- um eru afar fjölmenn og þar eru sér deildir fyrir stúlkur og sér deildir fyrir pilta. Jennifer telur að á sínu svæði sé um ein milljón ungmenna skátar og líklega átta til níu milljónir í Kaliforníu allri. Carol segist halda að í New York séu skátar 5-6 milljónir. Það er því enginn „smá-klúbbur“ sem þær stöllur voru fulltrúar fyrir á íslandi. Báðar segja þær | að sig langi að koma hér j aftur. Þetta var fyrsta ferð þeirra til Evrópu,| en áður höfðu þær j heimsótt granna sína vestra, Kanada og Mexikó. -AM Jennifer Erwin og Carol Tompkins Vigdís hittir Reagan í USA ■ Forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, verður í Bandaríkjunum dagana 4.-22. september n.k. í tilefni af Norrænu menn- ingarkynningunni „Scandi- navia today“. 1 upphafi ferðarinnar verður forsetinn opinber gestur Bandaríkjaforseta í Washington D.C. Mun forseti íslands heimsækja Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsið 8. september. Forsetarnir munu hittast fyrir hádegið, en síðan býður forseti Bandaríkjanna til hádegis- verðar til heiðurs forseta íslands og öðrum þjóð- höfðingjum Norðurlanda eða fulltrúum þeirra sem verða staddir í Washing- ton vegna setningar Nor- rænu menningarkynning- arinnar þar síðdegis þenn- an dag. Forseti íslands fer til Minneapolis 10. septem- ber og New York 12. september. Mun forseti m.a. flytja ræður af hálfu þjóðhöfðingja Norður- landa við upphaf menning- arkynningarinnar í áður- nefndum þremur borgum. Þá mun forseti fara til Seattle 18. september og loks hafa stutta viðstöðu í Chicago 21. september á heimleið. Blaöburöarbörn óskast Timan.. vantar fólk til blaðburðar i eftirtaiin hverfi: Kópavogur: Álfhólsveg, Þverbrekku og víðsvegarí Kópa- vogi Reykjavík: Hjallavegur Skjólin Tunguvegur twrów Simi 86300 dropar Lifandi og dauðar kvikmynda- hetjur ■ I nýjasta Degi á Akureyri er sagt frá allruglaðri kvik- myndasýningu þar fyrir norð- an: Bíógcstir í Borgarbíói fengu óvxnta þraut að glíma við á fimmtudagskvöldið. Þá var sýnd mynd um þrælahald, margir voru drepnir og mikið gerðist, en það sem vafðist fyrir bíógestum var að eftir að sumar söguhetjurnar voru dauðar sáust þær í fullu fjöri, þær voru í miðjum hrakning- um og drullugar upp fyrir haus, en birtust síðan í skjannahvítum hilabeltis- kiæðnaði strax á eftir. Eftir tæplega klukkutíma sýningu kom The end og listi yfir leikendur en síðan næsti kafli á undan þeim síðasta og þar á eftir sá sem átti að vera annar í röðinni. Spólurnar rugluðust sem sagt. Einn bíógesta hafði orð á því að þeir hefðu átt að biðja fólk afsökun- ar á þessu úr því ekki var hægt að fylgjast betur með sýning- unni og leiðrétta mistökin strax. Saga af sjúkrahúsi ■ Ýmislegt kúnstugt gerist á sjúkrahúsum og sumt getur verið ákaflega broslegt, eins og kemur fram í þessari litlu sögu úr Víkurblaðinu. „Ein- hverju sinni gerðist það að maður sem farinn var að tapa úr eins og kallað er, bað eina gangastúlkuna að koma með sér og aðstoða sig við salemis- ferð. Aðstoðin var auðvitað veitt enda maðurinn góður og gegn samfélagsþegn. Þegar ferðinni var um það bil að Ijúka snéri hann sér að stúlk- unni með þessum orðum: „Finnst þér ekki skrítið að við hjónakornin séum hér innan um alla þessa hálfvita“.“ Skeleggar upplýsingar ■ Það hefur vakið verulega athygli hvernig Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður Austur- Skaftafellssýslu, hefur tckið á þeim þætti í hinum mikla harmleik sem átti sér stað aðfaranótt sl. þríðjudags í Oræfasveit sem snýr að upp- lýsingamiðlun til fuiltrúa fjöl- miðla. Allan tímann kom hann til dyranna eins og hann var klæddur. Sagði frá hver staða málsins var á hverjum tíma, og hvernig rannsókn þess miðaði. Ýmsir opinberir starfsmenn gætu tekið sér þessi vinnu- brögð til fyrírmyndar, en sumir sem fylla þann flokk, virðast telja það eina af sínum frumskyldum að leggja steina í götu fulltrúa fjölmiðla, þegar þeir eru að sinna eðiilegum starfsskyldum sínum. Það er ekki örgrannt að Dropum flnnist „leynilöggur" og aðrir álíka taka starfsheiti sitt fuli alvarlega a.m.k. á stundum. Krummi ... giaddist óumræðilega þegar hann las yfirlýsingu Thors Vilhjálmssonar í DV í gær um að hann hefði „örugglega verið með réttu ráði“ er hann kom út af kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli__ um daginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.