Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 10 heimilistímmni Umsjón: B.St. og K.L. ■ Þetta er ákaflega hlý- legur og skemmtilegur vetrarfatnaður. Stóri krag- inn með dúskunum er laus og því hægt að nota peysuna með eða án hans. ■ S.l. fimmtudagskvöld var tískusýn- ing í Broadway og þar sýndi nýstofnuð tískuverslun, Assa, haust- og vetrartísk- una í fatnaði frá þýska tískufyrirtækinu Laurél, en það er eitt vinsælasta tískufyrirtæki í Þýskalandi í dag og mun verslunin selja vörur þaðan. Einnig frá fleiri tískufyrirtækjum t.d. Elisabet Rudolf, en vörur þaðan eru allar úr náttúrulegum efnum, hrásilki og baðm- ull. Sýndar voru blússur, pils, kjólar en einnig fást í versluninni frá sama fyrirtæki handklæði, sængurfatnaður og náttkjólar. Leðurfatnaður er frá danska fyrirtæk- inu Claus Pin og stígvél frá ítalska fyrirtækinu Sebastin. Stígvélin eru mjög falleg, og leðurfóðruð og kosta frá kr. 1 þús. upp í 3 þús. Tískuverslunin Assa er á Laugavegi 118 í Reykjavík í 138 fermetra húsnæði og verður bryddað upp á þeirri nýjung þar að hafa tískusýningar í versluninni, þegar nýjar vörur koma. Eigandi Össu er Örn Jóhannsson og verslunarstjóri er Ásdís Loftsdóttir. Haust og vetrar- tískan frá Laurél ■ Þessi föt eru í Richelieu-línunni frá tískuhúsinu Laurél. (Tímamyndir ARI) Eldhúskrókur Lambahakk með piparávöxtum 2 rauðir piparávextir 1 grænn piparávöxtur ca. 400 g kartöflur 1 matsk. matarolía 2 saxaðir laukar lkg lambahakk (ekki feitt) 1 lítil dós niðursoðnir tómatar 1 peli kjúklingasoð (búið til úr einum soðteningi) 2 matsk. tómatkraftur 1 tesk. sykur 1 tesk. paprikuduft. Ofan á er sett: 2 þeytt egg 2 box af hreinni jógúrt 6 matsk. rjómi 100 g rifinn ostur Piparávextirnir eru hreinsaðir og skornir niður þrír grænir hringir og þrír rauðir úr þeim. Afgangurinn er saxaður smáft. Kartöflurnar eru af- hýddar og skornar í þunnar sneiðar. Settar í kalt vatn. Hitið olíuna og bætið út í hana saxaða lauknum, hakkinu og saxaða pipamum og brúnið. Pá er kjúklinga- kraftinum, niðursoðnu tómötunum, tómatkraftinum.sykrinum, papriku og örlitlu salti bætt út í. Látið sjóða. Raðið síðan kartöflunum í ofnfast mót og hellið kjötinu yfir. Hitið í ofni í um 1 klst. Hrærið síðan saman eggjum, jógúrt, rjóma, osti og örlitlum pipar og salti. Setjið yfir kjötréttinn og skreytið með piparhringjunum sex og setjið undir grill í 5 mínútur. Paprikuborgarar 400 g kjöthakk 1 þeytt egg sait og pipar 1 söxuð græn paprika 1 saxaður laukur ca 3 matsk. söxuð péturselja (persille) Kjöthakkið er saltað og hrært. Bætt í eggi, pipar, hjakkaðri saxaðri papriku, söxuðum lauk og péturselj- unni. Úr deiginu eru búnir til 6-8 stk, af hamborgurum og þeir steiktir 4-5 mín. á hvorri hlið. 2 laukar eru síðan skornir í sneiðar og steiktir á pönnu í svolítilli feiti. Paprikusneiðar og hamborgararnir eru síðan settir í héit hamborgara- brauð (hituð á pönnunni með skornu hliðina niður) og skreytt með steikta lauknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.