Tíminn - 09.09.1982, Page 20

Tíminn - 09.09.1982, Page 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDDf Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öilu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag HÖGGDEYFAR GJvarahlutir góður hluti sýningarinnar verði þvi seldur loksins þegar hún opnar á laugardaginn kemur. Krummi ... ... sér að nafni hans Gunn- laugsson er ekki síðri við að selja verk annarra listamanna en sjálfan sig og kvikmyndir sínar. SLÁTT MINN I MINUTT Dávaldurinn Frisenette leikur listir sýnar í Háskólabíói í kvöld Þrír unglingar 14-16 ára brutust inn á tveim stöðum: ■ Þrír unglingar á aldrin- um 14-16 ára voru hand- teknir af Reykjavíkur- lögreglunni eftir að þeir höfðu brotist inn í verslun- ina Blómaval í Sigtúni í fyrrinótt. Við yfirheyrslur játuðu þeir síðan að hafa brotist inn hjá Sláturfélagi Suðurlands á Laugavegi sömu nóttina. Ekki mun miklu hafa verið stolið í þessum innbrotum en þetta er í annað sinn á mjög skömmum tíma sem þjófar eru teknir í Blóma- vali. Brotist var inn í BB byggingarvörur á Suður- landsbraut. Gluggi var brotinn á húsinu og skriðið þar inn en þjófurinn, eða þjófarnir höfðu á brott með sér 1000 kr. í pening- um. FRI dropar Hvar var Páll? Erró upp- seldur? það Páll Zhóphóníasson fyrr- vcrandi bxjarstjóri í Vest- mannaeyjum. ■ Merkilegir menn Vest- mannaeyingar. Enn merki- legri menn, þó á annan hátt sé, fulltrúar sjálfstxðismanna sem skipa meirihluta bxjarstjóm- arinnar á staðnum. Málið er nefnilega það að um síðustu helgi var formlega tekinn í notkun nýr grunnskóli í Eyjum sem verið hefur nokkum tíma í byggingu. Ef hxgt er að nefna einn mann til sem þakka má að hxgt var að taka skólann í notkun á þessu hausti, þá er Mikill fjöldi gesta var við vígslu skólans, alþingismenn kjördxmisins, bxjarfulltrúar o.fl., en hins vegar mun núverandi bxjarstjómar- meirihluti ekki hafa séð ástxðu til að bjóða hinum fráfarandi bxjarstjóra. Það er merkilegt hve menn geta tekið það óstinnt upp að vinna hreinan meirihluta í bxjar- stjórn, og hvað þeir ero fljótir að gieyma þvi sem vel er gert. Á laugardaginn opnar sýn- ing á verkum Erró í Norrxna húsinu. Er mikill fengur í henni fyrir listunnendur. Sjálf- sagt hugsa sér einhverjir gott til glóðarinnar að nú gefist upplagt txkifxri að krxkja sér í verk eftir listamanninn því auglýst hefur verið sérstaklega að um sölusýningu sé að rxða. Ekki er þó víst að þar verði fundið fé, því samkvxmt heimildum Dropa þá hefur ■ - Ég verð með mjög sérstakt atriði á dagskránni á sýningunni í Háskólabíói sem ég reyni afar sjaldan við. Ég ætla að stöðva hjartslátt minn í eina mínútu og það verður svo að koma í Ijós hvort ég lifi það af. Eitt sinn vcrða allir menn að deyja og þegar ég dey þá vona ég að það verði á sviðinu. Sá sern þetta mælir er hinn aldraði ^heiðursmaður og heimskunni dávaldur Frisenette, en hann mun halda tvær sýningar á list sinni í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld klukkan 23.15. Kynnir á sýningum Frisenette verður hinn góðkunni skemmti- kraftur Jörundur Guðmundsson og ekki er að efa að dávaldurinn á eftir að taka hann í bakaríið. Frisenette er danskur að þjóðerni en mikinn hluta ævi sinnar hefur hann dvalið í Bandaríkjunum og þar varð hann fyrst var við hæfileika sína á sviði dáleiðslu. Tvítugur naut hann tilsagnar indversks fakírs í dáleiðslu og nokkrum árum síðar hóf hann að koma fram opinberlega með sín eigin atriði. - Ég geri ekkert óheiðarlegt á sýriingum mínum og ég hef alltaf leitast við að nota hæfileika mína á góðan hátt. Fólk er vitlaust í dáleiðslusýningar og cg geri ekkert á sviði sem bitnar svo á saklausu fólki. Fólk hefur gaman af sýningum mínum, enda reyni ég að gera þær skemmtilegar og spennandi og fólk fer ánægðara af sviðinu en þegar það kom upp til að aðstoða mig, segir Frisenette. En Frisenette hefur ekki bara notað hæfileika sína til að skemmta fólki. Hann hefur cinnig beitt þeim til lækninga og til að venja fólk af ósiðum, s.s. reykingum. Vikulega venur hann u.þ.b. 50 manns af reykingum í Kaupmannahöfn þar sem hann býr og hann segir að um 80% þeirra sem til hans lciti reyki þar sína síðustu sígarettu. -Það tckur mig u.þ.b. 20 mínútur að venja fólk af þvf að reykja og fyrir það tek ég 200 krónur. Það er alls ekki mikið því að pakkinn af sígarettum í Danmörku í dag kostar 20 krónur og hvað er andvirði tíu sígarettu- pakka í samanburði við það að losna við reykingarástríðuna. Og svo sparar fólk stórpening þegar til lengdar lætur, segir Frisenette, prakkaralegur á svip. Annars ætti lækningamáttur dávaldsins - heimskunna ekki að vera óþekktur hcrlendis því að þegar hann var hér síðast þá hjálpaði hann fólki sem átti við sálræna erftðleika að etja að sigrast á „sjúkdómi" sínum. - Ég man að ég fór með Grími Magnússyni, lækni til konu sem var rúmliggjandi og ákaflega hrædd og innilok- uð. Hún þjáðist af einhvers konar minni- máttarkennd, en þegar ég hafði dáleitt hana og hreinsað það úr huga hennar sem þjakaði hana, þá stóð hún upp og kenndi sér einskis meins. Annar sjúklingur var með kreppta hönd, en þessi „veikindi" stöfuðu bara af sálrænum orsökum. Ég beitti svipaðri aðferð við hann og hann gat rétt úr hendinni. Meðal þess sem Frisenette hefur náð góðum árangri við að lækna er fólk sem stamar, en stamið segir hann að stafi í flestum tilvikum bara af stressi. - Heimurinn er fullur af stressuðu fólki, segir hann, en sem betur fer hafa Frisenette og starfsbræður hans átt þátt í að fækka nokkrum þeirra. Minni dávaldsins er einnig með ólíkind- um. Áblaðamannafundinumsem haldinn var í tilefni af komu hans hingað til lands, rak hann augun í mynd á auglýsingaspjaldinu sem gert hefur verið til að auglýsa sýningar hans. - Þessum manni man ég vel eftir, segir hann og bendir á mynd af manni sem er í dásvefni ásamt öðrum manni. - Þetta var lögreglumaður sem ég fékk upp á svið og dáleiddi. ( dásvefninum sagði ég honum að hann myndi ekki muna neitt af því sem gerst hefði, en þegar ég kveikti mér í sígarettu á sviðinu þá ætti hann að standa upp og banna mér að rcykja, segir Frisenette og skellihlær af þessari 14 ára gömlu minningu. Og allt fór eins og dávaldurinn gerði ráð fyrir. Lögregluþjónninn stóð upp og harðbannaði dávaldinum að reykja síga- rettuna og þegar hann þráaðist við og hélt áfram að reykja, hljóp. lögreglumaðurinn upp á sviðið og ætlaði að henda honum út. Frisenette hélt hér sýningar árið 1968 og sagði hann að þá hefði allt verið fullt út úr dyrum á hverri sýningu. - Og það vona ég að verði cinnig nú, segir þessi geðugi skemmtikraftur sem ætlar sér að verða a.m.k. 100 ára og það er vonandi að honum verði að þeirri ósk sinni og að hann deyi a.m.k. ekki á sviðinu í kvöld. pfiI- ■ „Þú getur ekki lokað munninum", sagði Frisenette við Ragnar Axelsson, Ijósmyndara og það stóð heima RAX gat ekki lokað munninum sama hvað hann reyndi. í dag xtlar svo Frisenette að Ixkna Ijósmyndarann af fiughrxðslu og ekki er að efa að það mun ganga vel. Timamynd G.E. Blaðburðarbörn óskast Hafnarfjörður Hverfisgata Austurgata Gunnarssund Tjarnarbraut Hafnarfjörður Sími: 53703 Sími: 86300 framkvxmdastjóri sýningar- innar, sem er enginn annar en Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður með meiru, gengið ötullega fram síðustu daga og boðið list- Tímann vantar fólk til blaðburðar í eftirtalin hverfi: unnendum.sem loðnir em um lófann og þykja borgunar- menn fyrir listaverk í þeim verðflokki sem Erró býður, verk sem sýnd verða á sýning- unni. Sömu heimildir segja að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.