Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 2
FÖStÚdaGUR 17. SEPTEMBER 1982 f spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ÆIUR CHRISTINA ÆTHEHIA BARN? ■ Það vakti athygli, þegar Christina Onassis kom til einkaeyjar sinnar, Skorpios, til að leggjast í margra vikna sumarfrí, að hún var ekki ein á ferð. Þar er ekki átt við hóp af kunningjum, sem hún hafði tekið með sér frá París, heldur litla, laglega telpu, sem hún sleppti aldrei úr augsýn. Má ég kynna dóttur mína? sagði Christina við viðstadda og bætti svo við: -Carmen er dóttir mín til reynslu. Meira fékkst ekki upp úr Christinu að sinni, en hún gaf þó í skyn, að hún hefði lengi leikið sér að þeirri hugmynd að ættleiða barn. - Mig hcfur alitaf langað til að eignast barn, en ekki tekist það. Gæti það ekki verið ■ Christina segir Carmen vara „dóttur sína til reynslu". Nú velta menn því fyrir, hversu mikil alvara henni sé með að gefa Carmen nafn sitt. góð lausn að ættleiða þess litlu telpu? spurði hún. Hingað til hefur ekki sést til Christinu í félagsskap barna og hefur fólk staðið í þeirri trú, að hún hefði engan sérstakan áhuga á þeim. En Carmen litlu sýnir hún fyllstu athygli, leikur sér við hana löngum stund- um og hefur á henni góðar gætur. Samt er það nú svo, að þeir, sem þekkja Christinu hvað nánast, draga mjög í efa, að ætlun hennar sé að gefa barninu nafn sitt og húsaskjól. Þeir vilja meina, að þetta sé enn eitt uppátæki hennar til að vekja á sér athygli! Það eina, sem vitað er um Carmen litlu, er að hún heitir Doreto að eftirnafni og er u.þ.b. fjögurra ára gömul. LEIKFIMI TVISVAR Á DAG í ■ I þetta skipti tókst Jack Turner ekki að fela sig fyrir fréttamönnum. MHerra Emmanuelle skógarvörður”? ■ Sylvia Kristel, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Emmanu- elle-myndunum og nú síðast sem lafði Chatterley í Elskhugi lafði Chatterley, er nýlega gift kvikmyndaframleiðandanum Jack Turner. En þar sem hann hefur mestu skömm á því, að vera ávarpaður sem „Herra Emmanuelle“, hefur hann gert sitt besta til að fara huldu líöfði, a.m.k. í návist blaðamanna, alla tíð síðan brúðkaupið fór fram með leynd í júní. Nú má búast við, að ærin'gjum dugi ekki lengur að ávarpa Jack Turner sem „Herra Emmanu- elle“, heldur verði hann líka kallaður skógarvörður, en sem kunnugt er var elskhugi lafðinn- ar einmitt skógarvörður. VINNUNNI Sagan um gúmmí- hanskana ■ Það er rómantísk saga bak við það, að byrjað var að nota gúmmíhanska, - eins og konur um allan heim nota nú við uppþvottinn. Þannig var að fyrstu hanskarnir voru búnir til fyrir hjúkrunarkonu við John Hopkins-sjúkrahúsið í Ame- ríku. Hjúkrunarkonan varð svo slæm í höndunum, þegar hún þvoði sér með sótthreins- andi efnum, áður en hún aðstoðaði við skurðaðgerð, að hún var alvarlega að hugsa um að hætta starfmu. Dr. Wiliiam Halstead lét þá taka gifsmót af höndum hjúkrunarkonunnar og gera síðan gúmmíhanska, sem nákvæmast eftir mótunum. Hjúkrunarkonan notaði svo hanskana og var aldrei meira illt í höndunum - og hún giftist lækninum. Caroline Kennedy f felum ■ í syfjulegum smábæ, sem varla er finnanlegur á landa- korti, hefur Caroline Kennedy komið sér fyrir ásamt sambýlis- manni, Edwin Schlossberg. Fer þessi búskapur dult og til þess að ganga úr skugga um það fyrírfram, að þau mættu búast við að vera í fríði þar fyrir hnýsnum nágrönnum og öðrum, gerði Caroline sér ferð í bæinn . Þar lagði hún spumingar fyrir vcgfarendur, s.s. eins og hvort þeir vissu hver Caroline Kennedy værí, hvar hún eigi heima, hvemig hægt væri að ná sambandi við hana í síma o.s.frv. Alltaf hlaut hún sömu undirtektimar: Caroline Kennedy? Aldrei heyrt hana nefnda! Þá sá hún, að þetta var alveg kjörínn staður fyrir hana til að fela sig á! ■ Slappið af í herðunum, látið höfuðið falla fram á bringuna og látið það falla aftur á bak, síðan aftur fram á við, lyrirskipar segulbandið í samsetningardeildinni. Kon- urnar 15 leggja lóðboltana frá sér og standa upp af stólunum, sem þær verma mestan hluta dagsins. Handleggir eru tcygð- ir frá siðum, hné beygð. Það er kominn tími fyrir vinnuhlé með tilheyrandi lcikfuni í verksmiðjunni Bruel & Kjær í Nærum í Danmörku, en þar er aðallega unnið að samsctningu rafeindabúnaðar margs konar. Fimm mínútur tvisvar á dag eru notaöar til að teygja úr sér og liðka stífa hnakkavöðvana. vinnan við að setja saman litla, rafeindahluta er mjög erfiö og reynir á herðar, bak og fótleggi. Margir starfs- mannanna hafa kvartað undan fótakulda, vegna þess að þeir hrcyfa sig svo lítið allan daginn. Og enginn losnar við vöðvabólgur í hnakka og herðum, sem situr og grúfir sig yfir örsmáa rafeindahlutana allan daginn . Undanfarin 7 ár hefur afslöppunarleikfimin verið á dagskrá hjá Brúel & Kjær. Það voru starfsmennirnir sjálf- ir, sem á sínum tíma höfðu frumkvæðið að því að koma henni á, og í upphafi tók skrifstofufólkið og þeir, sem vinna á vélaverkstæðinu, einn- ig þátt í henni, en hafa nú hætt að vera með. A þeim deildum er þörfin ekki heldur eins brýn, þar sem vinnan er ekki eins einhæf. Hjá Brúel & Kjær vinna 1700 manns, en aðeins 30% ■ Hressilegir tónarnir úr Kwaifljótinu drífa fólkið upp af stólunum í rafeindaverksmiðjunni. Fyrst er hlaupið rólega á staðnum til að hita sig upp, en síðan tekur við leikfimi í 5 mínútur. þeirra taka þátt í leikfiminni enn þann dag í dag. Og það á aðeins við um vetrartímann. Á sumrin eru þeir miklu færri. -Fólk er hrætt um að verða að athlægi, segir hjúkrunar- kona, sem ráðin er við verk- smiðjuna til að fylgjast með heilsufari starfsfólksins. Þeir, sem ekki hafa veríð með frá byrjun, eru hræddir við að byrja. Þetta á aðallega við yngra fólkið, sem einfaldlega læðist í burt, þegar segul- bandið byrjar að gefa frá sér tón. -Þetta fólk er ekki búið að skemma í sér vöðvana ennþá, segja þeir, sem eldri eru í hettunni. -En við vitum, hvað það er mikilvægt að teygja úr sér í þessar mínútur. Við finnum það strax, ef við höfum sleppt leikfiminni í 1-2 daga. ■ Allir ráku upp stór augu, þegar Chrístina Onassis kom til Skorpios, leiðandi lítið stúlkubam.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.