Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 5 fréttir Unglingsstúlkur í vandræðum að næturlagi í miðborginni: „ORDRÓMUR UM AÐ SlDllOIM SÉ NAUÐGAD OG BBTTAR OFBELDT - segir Guðrun Jónsdottir, sem tók mal þetta upp í félagsmálaraði Reykjavíkur ■ „Þetta mál snertir þær stelpur sem eru oft vegalausar hér í miðbænum eftir að strætisvagnar eru hættir að ganga, og þær eiga ekki fyrir leigubíl. Þá eru ýmsir karlmenn á sveimi um miðbæinn og taka þær upp í bOana og orðrómur gengur um það meðal unglinganna og þeirra sem starfa með þeim um helgar, að þessar stúlkur verði æði oft fyrir ýmsu hnjaski á heimleiðinni,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, borgarfuUtrúi og fulltrúi í félagsmálaráði í viðtali við Tímann en það var fyrir hennar ósk að félagsmála- ráð tók upp umfjöllun um „málefni unglingsstúlkna á Hallærisplani“. Guðrún var að þvi spurð hvað hún ætti við með orðinu hnjaski: „Ég kalla þetta hnjask. Ég hef engar sannanir í höndum - bara frásagnir og það var nú þess vegna sem ég vildi vekja umræðu um þetta inni t' félagsmálaráði og fá þá starfsfólk Útideildar, sem þekkir þessi mál trúlega best, til þess að segja sitt álit á því. Þetta hnjask sem ég er að tala um, er að það liggur orðrómur um að það komi æði oft fyrir að stúlkum sé nauðgað, og þær beittar ofbeldi. Ég get ekki nefnt neinar tölur - þetta eru óáreiðanlegar fréttir sem ég er að fara með, ekki staðreyndir, en þetta er mál sem mér fannst ég ekki geta þagað um og þess vegna vildi ég fá umræðu um það inni í félagsmálaráði." - Nú nefndir þú að stúlkurnar væru beittar ofbeldi - áttu þá við að þeim sé misþyrmt? „Það getur sjálfsagt oft skeð í þessurn ryskingum. Stúlkurnar eru kannski oft ekkert allt of vel á sig komnar, og eru því auðfengin bráð.“ - Nú hlýtur þetta að vera mjög sterkur orðrómur, fyrst þú sérð þig knúna til að taka málið upp í félagsmálaráði - er það rétt til getið? „Já, ég hef ástæðu til að halda að þetta sé ekki úr lausu lofti gripið, og er ég hrædd um að þetta hafi gerst í talsvert langan tima. - Er þér kunnugt um það hvort þarna eru sömu mennirnir að verki aftur og aftur? „Að nokkru leyti eru þetta sömu mennirnir. Það sjá náttúrlega allir sem eru á ferð niðri í miðbæ um helgar þegar komið er að lokunartíma dansstaða, þennan aragrúa af einkabílum sem eru í keyrslu um bæinn. í þessum bílum eru að mestu leyti karlmenn. Ég vil taka það skýrt fram að á þessu .stigi er ekki verið að ákæra einn eða neinn, heldur er verið að benda þarna á vandamál, sem þarf að athuga nánar og kanna, hvort og hversu mikill fótur er fyrir þessum orðrómi, því ef málið reynist eins vaxið og mig grunar, þá er það mjög alvarlegt mál.“ - Gerír það athugunina ekki erfiðari, að stúlkurnar sem í þessu lenda, kæra ekki? „Vandamálið er það, að stúlkurnar þora ckki að segja frá þessu, hvorki heima hjá sér né hjá lögreglu, þannig að þetta eru mál sem aðeins nánustu kunningjar og vinir fá að vita um. Þetta eru því sögur sem ganga á milli krakkanna. - Kom eitthvað nýtt fram á fundi félagsmálráðs í morgun, þar sem fulltrúar Utidcildarinnar mættu? „Já, það kom nú frekari staðfesting á því að þetta væri ekki úr lausu lofti gripið, en það gildir sama um það, að mjög er erfitt að fá vitneskju um, hve mikil brögð eru að þessu og það er mjög erfitt að fá unglingana til þess að ræða þetta, því þau eru hrædd og kannski ekki með allt of góða samvisku. Þau hafa kannski gefið upp að þau væru annars staðar cn á Hallærisplaninu, þegar þau eru þar, hala bragðað áfengi, eða guð veit hvað, þannig að þau vilja ekki flíka þcssu við fulloröna. Ég held að cina leiðin til þess að fá einhverja örugga vitneskju um þetta mál, sé að fá unglingana til samstarfs. Ég hcld að Útideildin hyggist fara þá leið auk þess sem hún mun örugglega verða vel meðvituð um að svona lagað getur gerst. Þá mun hún einnig stefna að því að fá betri upplýsingar hjá unglingunum, án þess að það verði nauðsynlegt að nefna einstök nöfn eða einhverja unglinga sérstaklega." - AB ■ Vegalausar unglingsstúlkur á Hallærisplaninu síðla nætur um helgar eru karlmönnum, sem aka „Rúntinn“, auðveld bráð, að því er viðmælendur Tímans telja. ,,Bjóða þeim far og misnota þær síðan” — segir Edda Ólafsdóttir hjá Útideildinni ■ „Það eru margir sem vita af því að karlmenn reyna að misnota unglings- stúlkur sem eru vegalausár niðri á Haliærisplani eftir að strætisvagnar eru hættir að ganga. Þeir bjóða stúlkunum upp í bQa sína og reyna að nauðga þeim, en ég veit ekki hversu mikið hefur verið um nauðganir,“ sagði Edda Ólafsdóttir, hjá Útideild Félagsmálastofnunar í viðtali við Tímann. „Þetta hefur að því er virðist verið með þeim hætti að stelpurnar hafa þurft að húkka sér bíl til þess að komast heim, og þá hafa þessir menn boðið þeim far og misnotað þær síðan,“ sagði Edda. „Við sem vinnum með unglingunum vitum af því að þetta gerist, en við erum að reyna að kynna okkur þetta nánar og ákveða hvað til bragðs skuli taka, því þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og erfitt um vik að sanna eitt eða neitt, þvf stúlkurnar sem fyrir þessu verða eru svo miður sín og vilja ekki segja frá þessu, heldur tala þær frekar um að vinkonur þeirra eða einhver sem þær þekkja hafi orðið fyrir þessu,“ sagði Edda jafn- frámt. Edda sagði að enn vissu þau hjá Útideildinni ekkert um það í hve miklum mæli þetta gcrðist, en Útideildin hygði á samstarf við unglingana til þess að hægt yrði að upplýsa málið. - AB Sauðfjárafurðir hækka að meðaltali um 36-40%: „Mikil kjötsala að undanförnu” ■ „Það liggur nú ekki fyrir hversu mikið af kindakjöti frá í fyrra verður eftir að sláturtíð lokinni. Mér sýnist að það verði talsvert minna en útlit var fyrir í sumar því undanfarið hefur selst gífurlega mikið af kindakjöti,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsam- bands bænda, í samtali viðTímann í gær. Aðspurður um möguleika á því að gamla kjötið yrði gefið til þróunarlanda eða annarra landa þar sem matvæla- skortur ríkir, sagði Ingi að rætt hefði verið um selja það kjöt, sem komi umfram venjulega slátrun vegna áætl- aðrar fækkunar sauðfjár, á vægu verði til hjálparstofnana. Einnig sagði Ingi að nú væri verið að reyna að finna því kjöti markað í Rússlandi. Listgagnrýni í fjölmiðlum mikilvæg ■ „Ráðstefna leggur áherslu á mikil- vægi listgagnrýni í fjölmiðlum, enda sé gagnrýnin vönduð og heiðarleg," segir í ályktun sem gerð var á ráðstefnu íslenskra gagnrýnenda, sem haldin var 11. september s.l. Ennfremur segir í ályktuninni: „Þá er ekki síður nauðsynlegt að fjölmiðlar fjalli almennt um listir og menningarmál en á það hefur mjög skort miðað við aðra efnisflokka." Til að bæta úr þessu hvetur ráðstefnan til fundar með fulltrúum fjölmiðla og listamönnum hið fyrsta. - Sjó. Nú er búið að ákveða nýtt verð sauðfjárafurða. Felur það í sér 30,5% hækkun á súpukjöti í fyrsta verðflokki, úr kr. 46,15 í 60,25. Kíló af nýrum og hjörtum hækkar um 14,5%, slátur hækkar úr 51,65 í 60,10 eða um 16,5%, Kíló af lifur lækkar hins vegar úr 54,85 í 54,75. Verðhækkunin er að meðaltali 26-30% en verðlagsgrundvöllurinn hækkar um 14,7%. Á ríkisstjórnarfundi í gær var ekki tekin ákvörðun um breytingar á niður- greiðslum sauðfjárafurða. - Sjó. „MJÖG ALVAR- LEGT MÁL” — segir Gerður Steinþórs- dóttir, borgarfulltrúi ■ „Þarna er mjög alvarlegt mál á feröinni, því þaö hefur verið uppi orörómur um þaö að það væri ákveðinn hópur af miðaldra karlmönnum, sem hringsólaði á bílum sínum um miðbæinn að næturlagi og tæki upp stelpur í bíla sína og misþyrmdu þeim og nauðguðu,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir, borgar- fulltrúi í viðtali við Tímann, en Gerður á sæti í félagsmálaráði, sem á fundi sínum í gærmorgun, og sl. fimmtudag Ijallaði um „málefni unglingsstúlkna á „Hallærisplani““. „FulltrúarÚtideildar komu á fundinn í morgun og gerðu grein fyrii þessu máli. Það scm gerir þeim erfitt um vik er að engin stelpa viðurkennir sjálf að hafa orðiðfyrir þcssu en segir að hún hafi heyrt af þessu eða þckki einhverjasem hafi lcnt í þessu,“ sagði Gerður. Útideild var fatið á fundinum í morgun að reyna að afla meiri upplýs- inga um þessi mál og leggja fyrir annan fund í ráðinu,“ sagði Gerður, „og það var einnig rætt á fundinum hvort möguleiki væri á því að láta strætis- vagnana keyra út í hverfin fram eftir nóttu um helgar til þess að draga úr því að unglingarnir þyrftu að húkka sér bíl heim.“ Gerður ítrekaði að lokum nauðsyn þess að unglingsstúlkur forðuðust það að fara upp í bíl til karlmanna. - AB „Engar kærur hafa borist” - segir Arnar Guðmundsson hjá RLR ■ „Nei, ég kannast ekki við það að nokkur kæra hafi borist Rannsóknalög- reglunni í þessu sambandi," sagði Arnar Guðmundsson, hjá Rannsóknalögreglu ríkisins, er Tíminn spurði hann hvort Rannsóknalögreglunni hefði borist kæra vegna þess að unglingsstúlku hefði verið nauðgað af manni sem tekið hefði hana upp í bifreið sína í miðbænum að nóttu til og boðist til þess að aka henni heim. Aðspurður um það hvort RLR hefði einhvern grun um að þessi orðrómur ætti við rök að styðjast sagði Amar: „Nei, við myndurn nú hreinlega hafa gert eitthvað í því, ef svo væri, og ég treysti á það að fólk sem verður vart við svona athæfi láti okkur vita þegar í stað.“ - AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.