Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 7 „Allt bendir því til þess að hið fyrirhugaða nýja skipulag íbúðarbyggðar norðan Grafarvogs geti haft víðtækar afleiðingar fyrir þær rannsóknarstofnanir atvinnuveg- anna, sem nú starfa á þessu svæði. Það er ekkert nýtt að reynslulitlir ungir menn með pólitískan metnað hlaupi á sig, líkt og Davíð borgarstjóri hefur gert nú. Af því hafa því miður hlotist óhappaverk sem seint verða bætt“. þessara stofnana þarf oft að vinna að rannsóknum þar sem hættuleg efni, eiturefni, geislavirkefni ogýmishættuleg smitefni koma við sögu. Að sjálfsögðu er reynt að gæta hinnar ítrustu varúðar þegar svo stendur á, en alltaf geta slys orðið, svo sem dæmi sanna hér og erlendis við starfsemi af þessu tagi. Hér við bætist að nokkurt dýrahald er nauðsynlegt við sumar þessar stofnanir og hræjum og úrgangsefnum er þar eytt í brennsluofnum. Hvort tveggja veldur reykmyndun og óþef, þó varlega sé farið. Þegar hinn framtakssami borgarstjóri hefur nú f hyggju að setja þétt íbúðarhverfi heim undir stofnanir sem vinna með efni eins og að ofan greinir, þarf enginn að fara í grafgötur með það að fyrr en varir fara hinir nýju nágrannar þessara stofnana að kvarta um að hafa í nágrenni við sig stofnanir sem vinna með stórhættuleg efni, sem hætta geti stafað ekki síst fyrir óvita börn, auk þess sem þaðan berist reykur, jafnvel óþefur af dýrum eða húsdýraáburði. Reynslan sýnir að þegar svo skipast, gagnar iítið þó bent sé á staðreyndir, takmarkaða hættu og varúðarráðstafan- ir. Undirskriftir og áróður er hafinn og hóf og skynsemi er látin lönd og leið. Stjómmálamennirnir láta undan þrýst- ingi kjósenda og hinir „seku“ látnir víkja. Má í þessu sambandi minna á nýleg hliðstæð dæmi frá Keflavík, Akureyri, Hafnarfirði og héðan úr Reykjavík, þar sem atvinnurekstur hefur verið stöðv- aður og fyrirtæki jafnvel hrakin burt með þessum hætti af lítilli ástæðu eða sanngirni. Ef byggð rís á næstunni heim undir þær rannsóknastofnanir sem hér um ræðir, eins og skipulag Davíðs borgarstjóra gerir nú ráð fyrir, má ganga að því vísu að ekki líði á löngu þar til hafinn verður áróður og undirskriftir gegn starfsemi þessara stofnana í næstu íbúðarhverfum við þær, þar sem ýmislegt líklegt og ólíklegt verður tínt til. Má þá jafnvel búast við að stofnanirnar þurfi að draga starfsemi sína verulega saman eða hrekjast í burtu, því grannaréttur er ríkur í íslenskum lögum að því er lögfróðir menn tjá mér. Samkvæmt fregn í blaði nýlega hrökk það raunar upp úr einum borgarfulltrúa, Páli Gíslasyni lækni, að réttast væri að flytja Tilraunastöð Háskólans á Keldum í burtu. Þótti sumum þessi ummæli læknisins koma úr hörðustu átt þar sem viðurkennt er að eina umtalsverða framlag íslenskt síðustu áratugina til alþjóðlegra læknavísinda byggðist á vinnu sem unnin var við Tilraunastöð Háskólans að Keldum. Óþarfi er að minna á að væntanlega verður Áburðarverksmiðjan undir sömu sökina seld, því þaðan leggur enn brúngular eiturgufur yfir hina fyrirhug- uðu byggð norðan Grafarvogs þegar kyrr eru veður og fólk vill helst halda sig úti við. Þegar þetta barst í tal nýlega við einn starfsmann borgarstjóra var svarið þetta: „Áburðarverksmiðjan, jú sú mætti missa sig, nú þegar alltof margir hausar eru á fóðrum í landinu". Þannig er hugsað á þeim bæ. Allt bendir því til þess að hið fyrirhugaða nýja skipulag íbúðarbyggð- ar norðan Grafarvogs geti haft víðtækar afleiðingar fyrir þær rannsóknastofnanir atvinnuveganna sem nú starfa á þessu svæði. Það er ekkcrt nýtt að reynslulitlir ungir menn með pólitískan metnað hlaupi á sig, líkt og Davíð borgarstjóri hefur gert nú. Af því hafa því miður hlotist óhappaverk sem seint verða bætt, svo sem mörg dæmi sanna. Enn er þó von til að hægt sé að firra óhappi í þessu máli, ef borgarstjóri vill íhuga málið lítið eitt betur og kynna sér t.d. rækilega þær tillögur sem Guðrún Jónsdóttir arkitekt gerði í fyrra um byggð norðan Grafarvogs. Þar var hóflega tekið á málum og reynt að fara bil beggja, hugsað fyrir nægu landrými rannsóknastöfnana og fjarlægð þeirra frá íbúðarsvæðum, svo eigi kæmi til árekstra, ótta eða óþæginda. Það hefur aldrei gefist vel til lengdar á íslandi að þvinga með valdi fram vanhugsaðar ákvarðanir eða ganga með offorsi á annarra lönd, allra síst þegar þess er engin þörf, því sem betur fer á Reykjavík nægilegt landrými næstu öldina sem liggur vel við byggingum. Má þar t..J. nefna jarðirnar Gufunes, Eiði, Knú'.skot, Korpúlfsstaði, rúman helming Keldna, Lambhaga, Engi, Grafarholt og Reynisvatn. Að lokum, þó Davíð Oddsson sé kjörinn borgarstjóri í Reykjavík af Sjálfstæðisflokknum ætti hann að hafa hugfast að honum ber skylda til að huga að hag allra borgarbúa og minnast þess að Reykjavík hefur sem höfuðborg Iandsins miklar og víðtækar skyldur. Páll A. Pálsson öllu er kyrrlát ró, því undir fjölunum dunar óperan, byrgð með hlera. Hin raunverulega ópera, sem er andstæða rökkuróperu Valgardo Herrlico, þykjast söngvara. Ef að má finna, þá fer ekki hjá því að Valgardo yngist um of í síðasta atriðinu, en á því ætti að vera auðvelt að ráða bót. íslenskir leikarar geta talsvert lært af þessari sýningu, af Jóni Laxdal. Einkum í framsögn. Hann ræður yfir blæbrigðum í máli getur hvíslað, eða muldrað í lágum hljóðum, er þó berast langan veg. Með einhverjum hætti notar hann fleiri decibel í eðlilegt hvísl. Til einföldunar, þá er átt við, að alltof oft ber það við að leikarar öskra texta, því með öðru móti kemst hann ekki til skila, því þetta hús glcypir viss hljóð af sviðinu og rennir þeim niður, jafnóðum og þau eru sögð. Þau orð eru orðin mörg, er þannig hafa tapast í Þjóðleikhúsinu. Hinn annars stirðbusa- legi þýski leikstíll á þarna vel við. Það er nógur tími, og þótt Valgardo, veraldarsöngvari léti það alveg vera að syngja, þá er hann eftirminnilegur söngvari, eigi að síður. Og kannski er þögn alheimssöngvara af hans gerð, mestur söngur allra tíma. ■ Jón Laxdal og upphefur ævisögu, er snýst um leikbúningum og gjörir athugasemdir, drauma. Hann klæðist nöturlegum og hjörtu vor fyllast mcðaumkun. Yfir Jónas Guðmundsson skrífar gródur og gardar i y . m ■ Við lerkilund á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Á fundi úti í eyfirskri náttúru ■ Það skein sól á skógræktarfólkið á Eyjafjarðarslóðum dagana 27.-29. ágúst, en nætur voru kaldar og féllu kartöflugrös að mestu. í forsælu fyrir morgunsól, t.d. vestan undir húsum, stóðu þau þó óskemmd, því að þau þiðnuðu þar nógu hægt að morgnin- um eftir frostið. Á fundinum, aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands á Akureyri, voru ýms merk mál tekin til meðferðar og margt athyglisvert kom fram frá skógræktarfélögunum víðs vegar um landið. Hefur þessa að nokkru verið getið í fréttum. Rætt var m.a. um að þar sem ný viðhorf hafa skapast í framleiðslu- málum landbúnaðarins, er nauðsyn- legt að renna flciri stoðum undir hann. Hafa samtök bænda bent á skógrækt sem eina af mörgum leiðum til að auka fjölbreytni í landbúnaði . Auk viðarframíeiðslu eru af skógrækt margvíslegar nytjar, t.d. skjólbclti til hlífðar bæði landi og búpeningi. Skógur og kjarr binda og jarðveginn gegn uppblæstri í verulegum mæli. Akureyri heillabærinn hlýi, harla víða húsum þar, hlífa vænir trjá- lundar. Já, trjáræktin þarna stcndur á tiltölulega gömlum merg og heil hverfi eru nú sem nær samfelldur skógur. Eyjafjörður er langur, utan frá Múla og Gjögurtá og dalurinn mikli og fríði, fornt framhald hans inn af Akureyri langt suður í land! Loftlagsbeltin við Eyjafjörð eru líka mörg. Svarfaðardalur, Árskógs- strönd, Hrísey og Látraströnd hafa jafnan verið talin svöl og snæsöm héruð. Svo skiptir allmjög um við Hillur og Höfða, mun snjóléttara og hlýrra þar fyrir innan. Og enn batnar veðráttan við Reiöholt hjá Hofi, utan við Möðruvelli í Hörgárdal, og íoks fyrir innan og um Akureyri, og ekki síst um miðjan Eyjafjarðar- dalinn um Grund og nágrenni - og langt inneftir, jafnvel allt í Vill- ingadalshóla, gömlu birkilcifarnar þar reynast furðu beinvaxnar en þær fá frið til að tcygja úr sér. Það var vegna hinna kunnu, mismunandi skilyrða, sem Þorberg- ur Hjalti Jónsson réðist í það verk að kanna skógræktarskilyrði á jörð- um bænda í Eyjafirði . Þetta voru kannanir á löndum, sem í boði voru til skógræktar, og rannsókn á hæðarvexti lerkis og stafafuru. Vaxtarlag trjánna einnig athugað. Kannað var hjá 38 landeigendum, sem buðu alls um 900 ha. til skógræktar, þar af um 100 ha. girt land, sem farið er að gróðursetja í. Ætla má að 270 ha. sé gott tilvonandi lerki- og stafafuruland, svo nýta megi þar borðvið eftir 60-80 ár. Flestir hugsuðu sér skóginn til fegurðar og landbóta, fremur en viðarfram- leiðslu. Til aö hægt sé að nýta tré sem borvið, þarf a.m.k. að nást 3 m langur, beinn bútur, sem er yfir 13 crn í toppþvermál. Samkvæmt mæl- ingunum virðist hæðarvöxtur lerkis aukast til muna eftir því sem sunnar (innar) dregur með firðinum. Var lakastur á Árskógsströnd (Litla-Árskógi), en allmikið meiri í Kjarnaskógi við Akureyri og í Leyningshólum innst inni í Eyjafirði, álíka á báðum stöðum þó að Leyningshólar liggi 150 m hærra yfir sjó. Vaxtarlag lerkis virðist einnig batna cftir því sem sunnar dregur í Eyjafirði. (Hlýrra og öllu sólríkara). Vaxtarkjör stafafuru batna einnig er innar dregur með firðinum. Nánar eru þau mál rakin í heftinu „Bændaskógar í Eyjafirði. Land og landkostir." Eftir umræður og hádegisverð laugardaginn 28. ágúst var ekið í hringfcrð, fyrst í Vaölaskóg handan við Pollinn, síðan fram Fjörð, yfir Eyjafjarðará að Grund og loks í Kjarnaskóg við Akureyri - allan tímann í skínandi veðri. Vaðla- skógur blasir við kaupstaðnum, sumir fara þangað sjóleiðis. Þarna eru trjábelti og gróskulcgir lundir í sæmilegum vexti að sjá. Rætt er um að Ieggja veg gegnum þennan unga skóg, umdeildan veg og e.t.v. óþarfan þarna. Þarf a.m.k. að sýna mestu varúð við vegarlagningu, hlífð og góðan frágang, einnig í framtíð- inni ef opna skal skóginn fyrir umferð, en fyrir mikilli umferð hefur ekki verið hugsað í upphafi. Og enn síður í Grundareitnum. Þar var gróðursett og sáð aldamótaárið og hin næstu, til aö sjá hvort trjá- tegundir gætu þrifist, flcstar útlend- ar. Magnús Sigurðsson stórbóndi á Grund bauð fram land undir reitinn endurgjaldslaust og hlúði talsvert að síðar. En danskur skipstjóri og tveir íslendingar, þ.e. amtmaður og garð- yrkjumaður völdu rcitinn. Sjá nánar í ritlingnum: „Skógræktin á Grund og Kristncsi í Eyjafirði" eftir Hákon Bjarnason og Eirík Brynjólfsson. Nú cru þarna mörg allstór tré ýmissa tegunda, bæði barrtré og lauftré, að miklu leyti í einni bcndu þó að ögn hafi verið grisjað. Ýmislcgt má læra þar um þrif trjátegunda. Blæösp breiðst mjög út með rótarsprotum. Hún getur orðið laglegt garðtré og fagur lundur af henni vex við Hof í Vatnsdal. Kjarnuskógur hefur sérstöðu. Tré þrífast vel og eru gróðursett þannig að pláss er líka fyrir gangstíga, akveg, hlaupabrautir, skíðagöngur o.s.frv. Sem sagt, bæði skógur og tilvalið útivistarsvæði. Þyrfti svo víðar að verða. í ökuferðinni fram Eyjafjörð blöstu hin löngu skjólbelti í Kristnesi við. Talið er að á 15-20 jörðum við Eyjafjörð sé nú beðið eftir gróður- setningu skjólbelta. Unnið var við alls 800 m skjólbelti á þrem jörðum á árinu. Ingólfur Davídsson, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.