Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 4
Verður hægt að selja skreið til Tyrklands? .JtBKAST limrrJENDA HEFIIR STAPPABI MIG STÁUNU” — segir Guðlaugur Hermannsson í ísvog h.f. ■ - Þcssi mál skýrasl ull á nxstunni og ég reikna incð að Tá endanlegt svar Trá millilið mínum í Bandaríkjunum í byrjun nxstu viku, sagði Guðlaugur Hermannsson, Torstjóri ísvogar lif. í samtali við Tímann, en Guðlaugur stendur nú í samningum um sölu á skreið til Brasilíu. Guðlaugur sagði að hann myndi fara til Brasiliu innan skamrns, þegar hann sæi scr það fjárhagslega fært og taka upp beinar viðræður við ríkisstjórn landsins. - Það þýöir ekkcrt annað en að tala viö þá milliliðalaust og það aðkast sem ég hef oröið fyrir frá öörum útflytjend- um á skreið að undanförnu hefur bara stappað í mig stálinu, sagði Guðlaugur Hcrmannsson. Guðlaugur kvaðst reynd- ar ekki svo undrandi á viðbrögðunum, því að það væri skiljanlegt að menn sem setið hefðu einir að kökunni undanfarin ár og bara einblínt á einn markað og gefist upp þegar hann iokaðist, yrðu sárir þegar aðrir skytu þeim ref fyrir rass. ísvog hf. fyrirtæki Guðlaugs hefur annars ýmislegt á prjónunum og meðal þess scni Guölaugur hefur kannað cr hvort hægt sé að sclja skrcið til Tyrklands. - Þar er nefnilega borðuð skreið líkt og í Brasilíu, þó aö útflytjendum hafi ekki verið kunnugt um það. Svör frá Tyrklandi ættu að berast a næstunni og cg tel það vel þess virði að kosta til einu skcyti ef svör verða jákvæð, segir Guðlaugur Hermannsson. Annað scm ísvog hf. hcfur á prjónunum er útflutningur rækju frá Noregi til miðvesturríkja Bandaríkj- anna og hefur fyrirtækið náð samningum við bandaríska flugfélagið Flying Tiger um flutning á 43 tonnum af rækju vikulega frá Noregi. - ESE Dráttarvélar hf. með nýtt umboð: ■ Dráttarvélar h.f. sem hafa allar götur síöan fyrirtækið var stofnaö haft umboö fyrir dráttarvélum Massey-Fergusson, hafa nu meðfram því umboði tekiö að sér umboð fyrir dráttarvélar og fleiri bú- vinnuvélar frá japönsku vélaverksmiðjunni Iseki, og voru þessar vélar kynnt- ar fréttamönnum í gær. I kynningu Dráttarvéla h.f. á dráttarvélunum frá Iseki segir m.a. „Sérstaka athygli vekur fjölþætt notagildi þessara dráttar- véla til sveita og sjávar, í landbúnaði, ylrækt og þjónustustörfum fyrir bæj- ar - og sveitarfélög.“ ■ Gunnar Gunnarsson, Tramkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. lengst til hægri ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum, við einn glænýjan Massey-Fergusson, en Dráttarvélar hf. hafa flutt þær dráttarvélar inn allar götur frá 1949, og gengu þær lengi vel undir nafninu „Gamli gráni“. Tímamynd-Róbert Að lokum má nefna stjörumúgavél frá Class sem nefnist WSDRS 310. Þessi rakstrarvél er þannig úr garði gerð, að auk þess að raka við venjulegar aðstæður, má bcita henni aftur á bak, þannig að dráttarvélin gangi ekki í flekknum. Kemur þetta sér vel þar sem mjúkt er eða blautt undir. - AB Þá voru cinnig kynntar Claas búvélar, cins og Claas slátturþyrla mcð knosara, en tilraunir með þá vél sýna aö vcrulega er hægt að stytta tímann frá slætti að hcyhirðingu, og kom fram á fundinum að þar gæti munað heilum sölarhring. Önnur vél frá Claas, sem nefnist Claas rúllari, eða Rollant 44 bindivél var einnig kynnt fréttamönnum, jafnframt því sent Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar Stáliækni sf. Síðumúla 27, sími 30662 greint var frá því að vél þessi hefði vakið afkastagetu, styrkleika og öryggis t mikla athygli sökum einfaldleika, vinnu. Hafa þessar vélar verið reyndar talsvert hérlendis í sumar og niðurstaða þeirra athugana er sú að þær henti íslenskum aðstsæðum ágætlega. Rúllar- inn bindur heyið hvort sem er í vothey eða þurrhey. Baggarnir, sem eru stórar rúllur, vega 250 til 300 kg. í þurrheyi, en um 600 kg. í votheyi. Segir í grcinargerð frá Dráttarvélum hf. að þessir baggar ættu að henta vel til heysölu og að sá þrándur sem dýrar votheysgeymslur væru votheysverkun gæti verið yfirstiginn með þessari tækni. Kynna Iseki Rokkí Reykjavík endursýnd óklippt ■ Kvikmyndin Rokk í Reykjavík mun verða endursýnd yfir helgina í Nýja bíói á öllum sýningum, hefst sú fyrsta í dag en sýningum lýkur á mánudag. Rokk í Reykjavík verður sýnd óklippt á þessum sýningum og vcrður því bönnuð börnum innan 14 ára. Framleiðendur myndarinnar urðu á sínum tíma að klippa úr samtals- köflum myndarinnar til að sleppa við bann og gefst því áhorfendum nú kostur á að sjá hvað var um að ræða. - FRI Logandi vindling- ur kveikti _ ■■ i voru- stæðu ■ Eldur kviknaði í vörustæðu í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn um klukkan 20 í fyrrakvöld. Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru starfsmenn Faxaskála búnir að ráða niðurlögum eldsins að mestu. Skemmdir urðu óverulegar. Talið er að kviknað hafi í útfrá vindlingi. - Sjó. Sinfónían selur áskrift- armiða ■ Sala áskriftarmiða á tónleika Sin- fóníuhljómsveitar íslands er nú hafin. Áskriftarmiðar fyrir fyrra misseri kosta 800 krónur á bekkjum 1 til 24. Sæti í efstu fjórum bekkjunum kosta 670 krónur. Fyrstu tónleikarnir á þessu misseri verða 7. október. Jean Pierrc Jackillat verður aðalhljómsveitarstjóri eins og undanfarin ár. Á tónleikunum 7. október verður flutt nýtt verk eftir Jónas Tómasson, Noc- turno nr. 4. Þá verður fluttur fyrsti píanókonsert Tsjakovskys. Einleikari verður Bandaríkjamaðurinn Peter Donohoe. Hann deildi með öðrum 2. verðlaunum í sfðustu Tsjakovsky keppni. En þá voru engin fyrstu verðlaun vcitt. Loks verður 6. sinfónía Tsjakovskys flutt á tónleikunum. - Sjó. VIDEO SPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.