Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 6
6 Mimmn________ á vettvangi dagsins FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaóur Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eirfksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristfn Leifsdóttir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavfk. Sfmi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Útgerð og vinnsla eiga að leysa eigin skiptavandamál ■ Málpípur stjórnarandstæðinga rembast eins og rjúpan við staur við að básúna að allur vandi sjávarútvegsins sé upprunninn í sjávarútvegsráðuneytinu. Samkvæmt kokka- bókum þeirra er fiskigöngum og hafstraumum stjórnað þaðan og allar þær vitleysur sem útgerðarmenn hafa gert sig seka um, dómgreindarleysi þeirra og fyrirhyggjuleysi er allt sagt vera á ábyrgð Steingríms Hermannssonar sjávarútvegsráðherra. Af hálfu útgerðarmanna talar aðeins ein rödd og er sá „harmagrátur“ fullkomlega í takt við söng stjórnarandstöðunnar. Með því að endurtaka nógu oft að það sé einvörðungu sök núverandi sjávarútvegsráðherra að landsmenn geri nú út nær 100 togara og nokkur hundruð báta er verið að læða því inn hjá þjóðinni að hann eigi alla sök á ofveiði, offjárfestingu og vondri afkomu útgerðarinnar. Fram undir allra síðustu ár hafa fyrrverandi sjávarútvegsráð- herrar hælt sér af því að mörg skip voru tekin í notkun í þeirra stjórnartíð, reyndar yfirgnæfandi hluti þess flota ei nú er gerður út. Þau tiltölulega fáu skip sem fiotinn hefur verið endurnýjaður með síðustu árin eiga að vera höfuðskaðvaldur útgerðar samkvæmt áróðrinum. Von er að leiðarahöfundur DV kalli útgerðarmenn aldrei annað en grínista. í sjónvarpsumræðum í vikunni skaut fulltrúi sjómanna því fram að Steingrímur væri eins og „eyland“ í ríkisstjórninni. Það væri eins og honum bæri einum að leysa öll vandræði sem útgerðin er í. Vissulega heyrir sjávarútvegur undir hann, en það er ekkert einkamál eins ráðherra að leysa á eigin spýtur eins stórfelldan vanda og við blasir. Mikið hefur verið gert úr því að Steingrímur fór úr landi yfir síðustu helgi um það bil sem löndunarbann LÍÚ átti að hefjast. Hefur verið lagt út af þeirri breytni hans með miður vinsamlegum hætti. En Magnús Bjarnfreðsson minnist á þetta ráðslag í blaðagrein í gær. Þar segir: „Peir sem þekkja Steingrím trúa því varla að hann hafi í raun metið einhvern fund erlendis svo mikils að hann hafi rokið þangað hans eins vegna, þegar mestur óróinn var í sjávarútvegsmálum. Hin skyndilega utanför hans var sennilega bæði viðvörun til samráðherra og einnig þeirra forystumanna í útgerðarmálum, sem illa gengur að dylja pólitískan og persónulegan illvilja í orðum sínum og gerðum. Steingrímur hefur líka fulla ástæðu til þess að vilja sýna mönnum í tvo heimana í þessum málum. Fað er vitað mál að ýmsum samherjum hans að minnsta kosti sárnaði mjög, hve lítið tillit var tekið til tillagna hans, þegar bráðabirgðalögin voru sett. f*ar sameinuðust bæði alþýðubandalagsmenn og sjálfstæðismenn, svo að útgerð- in bar skarðan hlut frá borði. Fað bitnar á honum og hans ráðuneyti og verður óspart notað gegn honum í næstu kosningum, einnig af þeim sem með honum sitja í ríkisstjórn.“ Eitt lítið atriði, sem maður skyldi ætla að máli skipti, er undarlega utangátta í allri umræðunni og áróðrinum gegn sjávarútvegsráðherra. Fað er markaðsverðið erlendis. Hér er deilt um fiskverð og skiptahlut, olíuverð og fjármagnskostnað. En útgerðin og fiskvinnslan eru fyrst og fremst háð því hvaða verð fæst fyrir afurðirnar á erlendum mörkuðum. Fiskverð hefur ekki hækkað um langa hríð og ekki útlit fyrir að það geri það í fyrirsj áanlegri framtíð. Það sem ávallt er deilt um hér eru skiptavandamál milli útgerðar og vinnslu og starfsfólks á sjó og landi. Menn verða að semja um þessi atriði sín á milli, en afsala sér ekki öllum samningsrétti og ábyrgð og kasta öllum vandamálum sínum á herðar sjávarútvegsráðherra og hefja harmagrát þegar búið er að sigla í strand. -O.Ó. Vill Davíð borgarstjórí rannsóknarstarf - semi feiga? eftir Pál A. PálssonTyfirdýralaekni ■ Eins og fram hefur komið í blöðum undanfarna mánuði, hefur risið nokkur deila um það hvar auka skuli við byggð á höfuðborgarsvæðinu. Sumir hafa viljað þétta byggðina, taka undir byggingar ónotaðar lóðir og óbyggð svæði innan núverandi byggðar og er raunar þegar hafist handa um það, t.d. í Fossvogi, Laugarási og Árbæjar- holti og önnur svæði eru þegar full skipulögð í sama tilgangi (austurhluti Soganna). Aðrir vilja beina byggðinni til austurs (Rauðavatnssvæðið) og enn aðrir, og þá fyrst og fremst hinn ungi reynslulitli borgarstjóri Davíð Oddsson vilja beina byggðinni til norðurs, og byrja byggð á næsta ári norðan Grafarvogs, enda þótt borgin hafi ekki ráðstöfunarrétt á því landi þar sem mikill hluti þess er í eigu Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum. Sunnan og norðan Keldnaholts hafa á síðustu áratugum risið myndarlegar rannsóknastofnanir í þágu atvinnuveg- anna, fyrst Tilraunastöð Háskólans að Keldum, síðar Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Rannsóknastofn- un iðnaðarins (nú Iðntæknistofnun Islands) o.fl. Þeir sem þá réðu málum ætluðu þessum stofnunum öllum rúmt land svo sem nauðsynlegt var vegna starfsemi þeirra og framtíðar þróunar. Nú hefur dagblaðið Þjóðviljinn (þ. 9. þ.m.) birt hið nýja skipulag af svæðinu norðan Grafarvogs sem Davíð borgar- stjóri hefur látið menn sína gera síðustu vikurnar. Samkvæmt þessari áætlun verður íbúðarbyggð heim undir húsvegg sumra þessara stofnana, vart steinsnar á milli. Nú er alkunnugt að við starfsemi ■ „Sunnan og norðan Keldnaholts hafa á síðustu áratugum risiðmyndarlegar rannsóknastofnanir í þágu atvinnu- veganna“. menningarmál Der Weltsanger (Heimssöngvarinn) ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gestaleikur JÓNS LAXDALS DER WELTSÁNGER Heimssöngvarinn Höfundur og eini leikari: Jón Laxdal. Der Weltsánger ■ Svo er haft fyrir satt á bókum og í daglegu tali milli manna, að ein sú mesta óhamingja sem yfir einn mann geti dunið, sé að fæðast með söngrödd, og þá einkum og sér í lagi góða rödd, það er að segja ef aðra eiginleika vantar til söngs. Menn missa takið af laglínunni, alveg stöðugt, hafa ekki rétta fætur fyrir nærbuxur og aðra búninga hinnar klassísku óperu eða dug til frama í sönghúsum- Frægastur svona söngvara á íslandi er nú Garðar Hólm, þótt ágreiningursé um það hvort hann vantaði annars nokkuð nema rödd, til að verða alheimssöngvari, það er að segja hjá öðrum en heyrnarlausri móður sinni, og tómri kirkju. Ég veit ekki hvers vegna upp á víst, en einhverra hluta vegna, þá hlýtur maður að tengja hinn svissneska Garðar Hólm, Valgardó Herrlico, hinum íslenska Garðari Hólm, eftir að hafa séð filmun Þjóðverjans Rolf Hádrich á sögu Halldórs Laxness. Þar lék Jón Laxdal, sem kunnugt er alheimssöngvarann Garðar Hólm. Já margir hafa farið illa á góðum söng og vondum, einkum þeir sem fást með engu móti til að láta af þeirri list, hvað sem heimúrinn segir, og hvort nokkur vill hlusta nema vindurinn. Þótt hér hafi verið vitnað til skáldsögu Halldórs Laxness, er Veraldarsöngvari Jóns Laxdals, þó af öðrum toga. Þar segir frá söngvara, sem hefst við uppi á háalofti í svissnesku óperuhúsi: Einn með söng sínum og brúðu, innan um alls kyns muni, sem einnig hefur verið lagt inn á þau Sund er taka við, þegar önnur útgerð hefur náð yfirhöndinni í söngnum nema þá að leikur Jóns sé hugsaður sem framhald af hljómleikun- um í kirkjunni forðum. Jón Laxdal Jón Laxdal (f. 1933) telst til frægðarmanna í íslenskri leikarastétt, þótt hann hafí í aldarfjórðung starfað erlendis; fyrst í Austurríki, þar sem hann var við leiklistarnám, en á lokaprófi þar árið 1959 vann hann til verðlauna frá menntamálaráðuneyti Austurríkis. Lék hann eftir það á ýmsum stöðum í Vestur-Þýskalandi og í Austurríki. Síðan lá leiðin til Austur-Þýskalands, en þaðan fór Jón, eftir að leikarar byrjuðu að hverfa sporlaust, að því er hann sagði í viðtali. Frá 1961 hefur hann einkum leikið í Sviss, þar sem hann mun búsettur, en hann starfar á hinn bóginn bæði þar og í Þýskalandi, og leikur þá ýmist á sviði, eða í fílmum. íslendingum mun hann kunnastur fyrir leik sinn í hlutverkum Garðars Hólm og Steinars bónda í Paradísar- heimt. Þá hefur hann stöku sinnum leikið á sviði í Reykjavík. Jón Laxdal er því alþjóðlegur, eða evrópskur leikari og starfar sem slíkur. Ekki veit ég hvort Der Weltsánger er fyrsta leikrit Jóns Laxdals, en talsvert mun hann hafa fengist við bókmennta- störf, a.m.k. þýðingar og leikgerð. Leikrit hans Der Weltsánger er monodrama, einleikur sem fer fram í sérstakri veröld, rislofti í óperuhúsi og listin kemur upp um lúgu í gólfinu, í söng, synfónískum tónum og töfralegu ljósi. Valgardo býr sér til viðmælanda úr frakka og tuskum. Og hann lætur móðan mása. Þetta er dularfullt verk, og eiginlega bagalegt, að Jón skuli ekki hafa snarað því á íslensku. Þýskan hefur eflaust fælt marga frá, en undarlegt var það samt, hversu fáir leikarar og leikhúsvinir komu til að sjá. Föng íslensku leikhúsanna eru ekki svo stór, þegar evrópskt leikhús er annars vegar, að við verðum að gefa þessu sérstakan gaum. í upphafi leiksins minnir sviðið á kirkjuloft. Það er dularfullt, næstum draugalegt, og mannvera kemur inn. Þetta tekur talsverðan tíma. Hann ekur kjörbúðarkerru inn á sviðið og setur vatn í ketil til að hita blóðbergste. Ef til vill er þetta áhrifamesti hluti sýningar- innar. Stðan býr hann sér til viðmælanda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.