Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982 3 Tillögur sjávarútvegsrádherra samþykktar í rlkisstjórninni: OUUKOSTNAÐUR LÆKKAÐUR DREGIÐ UR VAXTAKOSTNAÐI Fomsögur kynntar f New York — forsetinn fer á morgun til Seattle ■ Vigdis Finnbogadóttir, forseti Is- lands, opnaði sýningu á íslenskum hand- ritum formlega í Pierpont Morgan bókasafninu í New York í fyrrakvöld að viðstöddu fjölmenni. í gær fluttu þeir Bjarni Guðnason, prófessor og Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Árnastofnunar fyrirlestra í bókasafninu. Bjarni fjallaði um íslensk- ar miðaldabókmenntir í fyrirlestri sín- um. Leitaðist hann við að svara þeirri spurningu hvað olli því að islendingar urðu þeir sagnaritarar sem raun ber vitni. Jónas Kristjánsson ræddi í sínum fyrirlestri um rannsóknir á íslenskum fornsögum. Vék hann að ýmsum nýjum kenningum sem fram hafa komið og nýjumrannsóknaraðferðum sem beitt hefur verið við sögurnar. Hann talaði um viðleitni bandarískra fræðimanna til ■ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands og Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Ámastofunar á handritasýningunni ■ Pierpont Morgan bókasafninu í New York. í baksýn er Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra. Tímamynd GTK að gera sér grein fyrir uppbyggingu sagnanna. Hann taldi að torvelt væri að finna ákveðnar reglur um uppbygging- una af því að þær væru sagnfræðirit síns tíma og því hafi sagnaritarar verið bundnir af sínum samtímaheimildum, þ.e.a.s. af munnmælasögum og gömlum kveðskap. Þeir hafi aðeins að litlu leyti verið frjálsir til að setja söguna saman eftir eigin geðþótta. Á laugardag heldur forsetinn ásamt föruneyti til Seattle. GTK/- Sjó. • 20% lækkun á olíukostnaði - 60 milljónir í sérstakan olíusjóð • 100 milljónir til lækkunar vaxta næsta árið • Vanskila- og skammtímalánum breytt í lán til lengri tíma • Fjármagnskostnaður nýrri skipa verði skoðaður sérstaklega • Samráð við hagsmunaaðila um að mæta rekstrarvanda á næsta ári Tap útgerðarinnar lækkað úr 11.3% í 4.5% Samkvæmt þeim upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun sem lagðar voru fram á fundi útgerðarmanna með sjávarút- vegsráðherra í gær, er tap útgerðarinnar nú 11.3% og er þá miðað við ársgrundvöll og að ekki verði aflabrestur Þetta eru tillögur ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að bæta rekstrarvanda útgerðarinnar. Tillögurnar sem eru unnar í Sjávarútvegsráðuneytinu í sam- ráði við Þjóðhagsstofnun, Fiskveiðasjóð og ríkisbankana, voru samþykktar í ríkisstjórninni í gær og síðan kynntar viðræðunefnd Landssambands íslenskra útvegsmanna. Fjallað verður um tillög- urnar af stjórn og trúnaðarráði LÍÚ í dag kl. 16 og þá kemur fyrst í ljós hvort af algjörri stöðvun fiskveiðiflotans verður eða ekki. Fjármagnskostnaður meðalfyrirtækja verði viðráðanlegur Tillögur ríkisstjórnarinnar fela þetta í sér: Olíukostnaður verður lækkaður um 20% og til að byrja með verður þetta gert með þeim hætti að settur verður á fót olíusjóður, sem hefur til ráðstöfunar 60 milljónir króna á þessu ári. 30 milljónir verða fengnar frá greiðsluaf- gangi til úreldingar, en til þess þarf lagasetningu. Þær 30 milljónir sem þá vantar upp á verða fengnar að láni með ríkisábyrgð frá Seðlabanka íslands. Þá verður 100 milljón króna tekjuafgangi Fiskveiðasjóðs frá árinu 1981 varið til lækkunar vaxta útgerðarinnar á tíma- bilinu 1. október 1982-1. október 1983. Útgerðinni verður jafnframt gert kleift að breyta talsverðum hluta vanskila- og skammtímalána sinna í lán til lengri tíma, en með þessu er ætlunin að fjármagnskostnaður meðalfyrirtækja verði viðráðanlegur. Samþykkt var að fjármagnskostnaður nýrra skipa, sér- staklega þeirra sem smíðuði 'eru innan- lands verði athugaður sérstaklega og að viðræður verði teknar upp við eigendur þeirra þar að lútandi. Varðandi þetta síðastnefnda atriði tók Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra fram sérstaklega að það væru einmitt þessi nýju skip sem skekktu grundvöll þann sem reiknað hefði verið út frá mjög mikið. Að mati Þjóðhags- stofnunar væri umframfjármagnskostn- aður á 16 af nýlegri togurunum, þ.e.a.s. þeim sem byggðir voru eftir 1979, samtals 75 milljónir króna. Er það hvorki meira né minna en 4.5% af heildartekjum minni togaranna, og ef þessi umframfjármagnsvandi væri leyst- ur sérstaklega þá væri hægt að bæta stöðu minni togaranna um 4.5%, eða nokkuð meira en reiknað er með að tap minni togaranna næmi eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og ef afli brygðist ekki. Auk þess var svo samþykkt x ríkisstjórninni að tíminn fram til áramóta yrði notaður til að fjalla um það sem við tekur á næsta ári í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. í vetur og næsta vor. Eftir aðgerðir ríkisstjómarinnar, ef þær verða sam- þykktar.ætti tapið að nema 4.5%. Verði hins vegar aflabrestur þá er tap útgerðarinnar reiknað 14.6% og eftir aðgerðir 7.6%. Tap á rekstri minni togaranna er út frá sömu forsendum áætlað 12.5% í dag og 3.6% eftir hugsanlegar aðgerðir. Verði hinsvegar aflabrestur er staða minni togaranna áætluð - 6.8% eftir aðgerðir. Steingrímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra sagði að ef litið væri á afkomulíkur útgerðarinnar frá 1. sept- ember í ár til 31. ágúst 1983, þá væri reiknað með því að aflabrestur yrði hjá togurunum næsta ár. Það væri sem sagt reiknað með sama afla og í ár, þannig að ef afli yrði góður á næsta ári þá myndi þetta dæmi gjörbreytast. -ESE Það er óþarfí að þreyta sig á helgarinnkaupunum... Kannast þú ekki við föstudags- tilfinninguna? Allir bílar bæjarins að þvælast fyrir þér í umferð- inni, bílastæðin stöþpuð og matvöruverslanirnar troðfullar af fólki, sem keppist við að kaupa sér i helgarmatinn. Það væri nú þægilegt að geta losnað við þetta allt samanl Þar kemur frystikistan til skjal- anna. Það er ekki nóg með að þú getir gert innkaup í stórum stil með lengra millibili og fækkað þannig búðarferðunum. ...Það er engin föstudagsörtröð við frystikistuna! ÆáL*<tr C--- Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum. heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655 Við eigum mikið úrval af Philips og Carawell frystikistum og frystiskápum, sem henta öllum heimilum. Frystikista er fjárfesting, sem borgar sig strax! Pú getur líka keypt ýmsa mat- vöru á lægra verði í stórum einingum, nýtt þér allskonar tilboðsverð og útsölur, s.s. á kjöti, smjöri og grænmeti,-og bakað til jólanna í júlí!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.