Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1982, Blaðsíða 9
FOsni>A<;i;R n. september ma. íþróttir Fátt um óvænt úrslit ■ Evrópumótin í knattspymu vom í fullum gangi í fyrrakvöld um álfuna þvcra og endilanga. I keppni meist- araliða var fátt um óvænt úrslit og fara nokkur þeirra hér á eftir. Aston Villa-Besiktas ...... 3-2 Dundalk-Liverpool ........ 1-4 Celtic-Ajax ............... 2-2 Hvidovre-Juventus.......... 1-4 Standard Liege-Raba ETO . . 5-0 Lið Aston Villa leiö fyrir fram- komu áhorfcnda á sídasta Evrópu- leik sínum í Brussel og urðu að leika á velli án áhorfenda. Þeir komust i 3-0, en andstæðingum þeirra frá Tvrklandi tókst að skora tvö mörk. Evrópukcppni bikarhafa: Coleraine-Tottenham........ 0-3 Swansea-Sliema Eanders .... 12-0 Aberdeen-Dinamo Tirana ... 1-0 Torpedo Moskva-Bayern ... 1-1 Gautaborg-Ujpest Dos/.a ... 1-1 Dinamo Dresden-D 93......... 3-2 Barcelona-Appolon Limassol . 8-0 Mesta athygli vekur stórsigur Swansea á Möltuliðinu Sliema. Þeir skoruðu 12 mörk, þannig að líklegast komast þeir í aðra umferð. UEFA-keppnin: Manchester United-Valencia . 0-0 AS Roma-Ipswich............. 3-0 Dortmund-Rangers............ 0-0 Carl Zeiss Jena-Bordeaux ... 3-1 Stal Mielec-Lokeren........ 1-1 Dundee Utd.-PSV............ 1-1 Kaiserslautera-Trabzonspor . . 3-0 Anderlecht-Kuopia PaHoseura 3-0 MikH harka var í leik Manchester United og Valencia og var það einkum af hálfu Spánverjanna, sem telja sig án efa hafa gott veganesti í seinni letkinn sem leikinn verður á Spáni. Greinilegt er að Rómverjam- ir hafa haft góð tök á liði Ipswich, sem má muna sinn fífil fegurri. Þannig má eiginlega segja, að flestir leikimir hafl farið eins og vænta mátti og fátt verð um verulega óvæntar uppákomur. ■ Þorbergur Aðalsteinsson er hér í kröppum dansi gegn vörn Víkings í Ieik í 1. deild í fyrra. Nú er komið að 1. deildar- keppninni í handknattleik með nýju sniði. íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld með keppni í 2. deitd ■ íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld með keppni í 2. deild karla. Leikið verður að Varmá og þar mætast Afturelding og HK og í Vestmannaeyjum leika Þór Vestmanna- eyjum og Haukar. Báðir þessir leikir hefjast klukkan 20.00. Miklar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi mótsins. Fyrst verða leiknar 14 umferðir í 1. og 2. deild, en þau 4 lið sem verða efst í þeirri keppni leika síðan innbyrðis og þau fjögur neðstu einnig. Efri hópurinn tekur ekki með sér stigin úr 14 leikja keppninni, en það gera hins vegar liðin úr neðri helmingnum. Sama fyrirkomulag verður á 2. deild, nema hvað þar taka öll liðin með sér stigin úr 14 leikja keppninni. Það lið sem verður efst í fyrri hlutanum öðlast rétt til þátttöku í Evrópukeppni. Þessir hópar fjögurra liða munu leika innbyrðis fjórar umferð- ir og það lið sem sigrar hlýtur íslands- meistaratitilinn í handknattleik. Keppnin í 1. deild hefst síðan á miðvikudag, en þá eiga Stjarnan og FH að leika, en ekki liggur ljóst fyrir ennþá hvar sá leikur fer fram, vegna þess að íþróttaráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að neita Stjörnunni um leyfi til að leika heimaleiki sína sem ekki verða leiknir á sunnudögum í íþróttahúsinu í Hafnar- firði. Stjórn HSÍ og ÍSÍ hafa sent Hafnftrðingum áskoron þess efnis að hliðrað verði til fyrir Garðbæingunum, en svar hefur ekki borist við þeirri málaleitan.' Liðin í 1. deildinni hafa undirbúið sig af miklu kappi og vænta má harðrar keppni í handboltanum í vetur. Landsliðið mun hafa ærinn starfa og verða leiknir mjög margir landsleikir og meðal annars tekið þátt í B-heimsmeistarakeppni í Hollandi. sh 5400 leidbeinendur ■ 56. íþróttaþing ÍSÍ var haldið 4. og 5. september í Reykjavík. Um 130 fulltrúar sóttu þingið víðsvegar af landinu. Meðal gesta við þingsetninguna voro Gísli Halldórsson, heiðursforseti ÍSÍ, Albert Guðmundsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur, Reynir Karls- son, íþróttafulltrúi ríkisins og Árni Guðmundsson, skólastjóri íþróttakenn- araskóla íslands. íþróttaþing var sett af Sveini Björns- syni, forseta ÍSÍ, og í upphafi ræðu sinnar minntist hann starfa Þorsteins Einarssonar, fyrrv. íþróttafulltrúa ríkis- ins, en hann lét af störfum á sl. ári. Fór Sveinn miklum viðurkenningarorðum um störf Þorsteins að uppbyggingu íþróttamannvirkja og að íþróttamálum yfirleitt. Síðan bauð Sveinn sérstaklega velkominn hinn nýskipaða íþróttafull- trúa ríkisins, Reyni G. Karlsson. Sveinn minntist síðan látinna forystumanna íþróttahreyfingarinnar, sem látist höfðu frá síðasta íþróttaþingi. f setningarræðu Sveins Björnssonar, forseta ÍSI, kom m.a. fram, að á árinu 1981 voru iðkendur íþrótta innan íþróttahreyfingarinnar rúmlega 77.000 og við ýmiss konar leiðbeinendastörf 5.400 manns. Þá gat hann þess, að á þessu ári mætti gera ráð fyrir að heildarkostnaður við rekstur íþrótta- hreyfingarinnar yrði nærri 70 milljónum króna. Ræddi hann síðan um gildi íþrótta, líkamsræktar og útivistar og nauðsyn þess að glæða betur áhuga almennings á slíku. Mörg mál lágu fyrir íþróttaþingi og voro gerðar ýmsar ályktanir og sam- þykktir og má þar nefna: Þingið fagnaði því, að nú eru hafnar framkvæmdir við ný íþróttamannvirki við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni og færði Alþingi sérstakar þakkir fyrir. Skoraði þingið á fjárveitinganefnd Alþingis að samþykkja að byggja fyrirhugað íþróttahús í fullri stærð í einum áfanga. fþróttaþing hvatti til áframhaldandi uppbyggingu fræðslustarfs á vegum íþróttahreyfingarinnar innan marka þess skipulags sem mótað hefur verið á undanförnum árom. íþróttaþing skoraði á öll aðildarfélög ÍSÍ að auka sem mest hlutdeild sína í sölu á getraunamiðum til þess að auka tekjur sínar og efla með því í- þróttastarfsemina í landinu. íþróttaþing fagnaði auknum áhuga almennings á líkamsrækt og útiveru og skoraði á öll ungmenna- og íþróttafélög að beita sér fyrir auknu kynningarstarfi og fræðslu um almenningsíþróttir. Þá beindi þingið þeim tilmælum til sveitar- stjórna að greiða fyrir slíku starfi með því að vcita meira fé til uppbyggingar íþróttamannvirkja. íþróttaþing beindi þeim tilmælum til Norðurlandaráðs, að auknu fé verði varið til íþróttalegra samskipta innan Norðurlandanna, annars sé hætta á að leitað verði til annarra landa í þessum efnum. Lögð var fram fjárhagsáætlun ÍSÍ fyrir næsta starfsár og eru niðurstöðutölur hennar 7.287.000 krónur. { stjórn ÍSÍ fyrir næstu tvö árin voru kjörnir einróma: Sveinn Björnsson, forseti, Hannes Þ. Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson, Þórður Þorkelsson og Jón Ármann Héðinsson. Tvær konur voru heiðraðar á þinginu fyrir mikil störf í þágu íþróttahrcyfingar- innar, þær Sigríður Lúthersdóttir og Svana Jörgensdóttir og hlutu þær gullmerki ÍSÍ. Urslit i ■ Þrír leikir fóru fram á Reykja- víkurmótinu í handknattleik í gær- kvöldi. Tveimur þeirra var lokið þegar blaðið fór í prentun og urðu úrslit sem hér segir: Valur - Fram.................16:16 Víkingur - KR................19:22 Síðasta leiknum sem fram fór á þriðjudagskvöld lauk með jafntefli 13 - 13, en það var ÍR og Fylkir sem þar áttust við. sh. Mikkelsen óhress ■ Leif Mikkelsen er landsliðsþjálfari og einvaldur danska landsliðsins í handknattleik. En hann ræður ekki alveg einn. Þegar Mikkelsen valdi landsliðshóp til æfinga valdi hann fjóra markverði, þar á meðal Ole Nörskov sem leikur með AGF. Þegar menn fengu tilkynningar þess efnis var Nörskov aldrei send tilkynning. Einhver aðili í kerfinu hjá danska handknattleikssam- bandinu kom í veg fyrir það. En hvers vegna? Ástæðan gæti verið sú, að Nörskov neitar að leika í skóm af þeirri tegund sem danska handknattleikssambandið hefur gert samning við. Nörskov fékk ekki að leika með landsliðinu í síðustu heimsmeistarakcppni af þessari ástæðu og þess vegna kærði hann afgreiðslu málsins og æðsti íþróttadómstóll Dan- merkur hefur lýst því yfir að hann megi leika í hvaða búningi sem hann óskar. En það nægir ekki. Og Leif Mikkelsen er ekki ánægður með gang mála og hefur lýst því yfir að þolinmæði hans séu takmörk sett. En þetta sama átti sér stað með pólska hástökkvarann Jacek Ws- zola sem sigraði á Ólympíuleikunum í Moskvu. Hann var rekinn úr pólska frjálsíþróttalandsliðinu fyrir að keppa í skóm af annarri gerð en pólska frjálsíþróttasambandið hafði samið við. Það má segj a að víða sé pottur brotinn. sh Molar Marteinn hættir ekki ■ Marteinn Geirsson fyrirliði Framliðsins í knattspyrnu gaf út þá yflrlýsingu fyrr í sumar, að þetta keppnistímabil sem nú er á enda yrði hið síðasta sem hann léki knatt- spyrnu í meistaraflokki. Eftirað Ijóst varð, að lið Fram féll í 2. deild tók Marteinn þá ákvörðun að leika með liðinu næsta sumar og reyna þannig aö skilja við það í 1. dcild. Og þó víst sé, að Framliðið geti unnið sig upp strax næsta haust, verða þeir þó áreiöanlega að hafa töluvert fyrir því. Reykjavíkur- mót í körfubolta ■ Keppnistímabil körfuknattleiks- manna hefst með Reykjavíkurmót- inu á morgun. Lcikið verður í Iþróttahúsi Hagaskóla og hefjast lcikir bæði á morgun og á sunnudag klukkan 14.00. Á morgun leika Valur og ÍS og síðan Fram og KR, en á sunnudag leika Stúdentarog KR fyrst og síðan ÍR og Valur. Reykja víkurmótið í kvcnnaflokki hefst um næstu helgi. Handbolta- menn standa í ströngu ■ Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik verður fram haldið um helgina. Á morgun leika klnkkan 14.00 Valur og ÍR, þvínæst Fylkir og Fram og loks Ármann gegn Víkmgi. Síðasti leikdagur í riðlakeppninni er á sunnudag, en þá keppa í B-riðli Fylkir og Valur og ÍR gegn Fram, en í A-riðli leika hins vegar KR og Þróttur. Þá hefst fyrsti leikurinn klukkan 14.00. Leikið verður til úrslita, milli tveggja efstu liða úr hvoram riðli og fer sú keppni fram á mánudag, þriðjudag og fimmtudag. Á laugar- dag verður svo fyrsti leikurinn í 1. deild í Laugardalshöll. Mác Wilkins kemur til íslands ■ Bandaríkjamaðurinn Mac Wilk- ins kemur nú um helgina til íslands og mun hann keppa hér á tveimur mótum. Hann er einn fremsti kringlukastari heims og hefur oft keppt hér á landi. Hann mun keppa bæði á mánudag og þriðjudag, fyrri daginn á móti sem FRÍ efnir til en á þriðjudag á kastmóti ÍR. Hann hefur í hyggju að setja nýtt heimsmet og vonandi verður kappanum að þeirri ósk sinni. Góðar líkur eru á að honum takist það, haldist svipað veðurlag og verið hefur í Reykjavík að undanförnu. Giles er stjóri ■ Johnny Giles heitir fram- kvæmdastjóri írska félagsins sem Fram leikur gegn í Evrópukeppni bikarhufa á miðvikudag á Laugar- dalsvelli. Giles er vel þekktur bæði sem fyrrverandi leikmaður með Leeds og einnig sem írskur landsliðs- maður. Hann hefur náð mjög góðum árangri sem framkvæmdastjóri og hefur hann meðal annars stýrt írska landsliðinu. Hann er nýkominn til írlands eftir starf í Vesturheimi og stýrði hann þar Vancouver White- caps og var nýlega valinn þjálfari ársins í amerísku deildinni. Það verður spennandi að sjá hvernig Fram vegnar gegn liði hans Sham- rock Rovers, en íslcnskum liðum hefur oft gengið vel gegn liðum frá írlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.