Tíminn - 18.09.1982, Side 6

Tíminn - 18.09.1982, Side 6
6 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1982 Wiwiiw Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurósson. Auglýalngastjóri: Stelngrfmur Gfslason. Skrffstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. Afgrel&slustjórl: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjórl: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Halgar-Tfmans: Atll Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, BJarghlldur Stefánsdóttlr, Eirfkur St. Elrfksson, Frl&rlk Indriðason, Hei&ur Helgadóttir, Slgurður Helgason (fþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlltsteiknun: Gunnar Traustl Gu&bjómsson. LJósmyndlr: Gu&jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elfn Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarklr: Flosi Kristjánsson, Kristfn Þorbjamardóttlr, Marfa Anna Þorstelnadóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Sf&umúla 15, Reykjavfk. Sfml: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86392. Ver& f lausasðlu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrtft á mánu&i: kr. 130.00. Setning: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Bla&aprent hf. Tillögur sem bæta mjög stöðu útgerðar ■ Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur Steingríms Hermannssonar, sjávarútvegsráöherra, til lausnar á stærstu vandamálum togaraútgerðarinnar. Með þess- um tillögum er komið mjög til móts við kröfur útgerðarmanna og staða útgerðarinnar bætt mjög verulega. Meginatriði í tillögum þeim, sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn, eru þessi: • Olíukostnaður verði lækkaður um 20%. Til að byrja með verði þetta gert með þeim hætti að settur verði á fót olíusjóður, sem hafi til ráðstöfunar 60 milljónir króna á þessu ári. Þar af verða 30 milljónir fengnar af greiðsluafgangi til úreldingar, en hinar 30 milljónirnar að láni með ríkisábyrgð frá Seðlabank- anum. • 100 milljónum króna verði varið til lækkunar vaxta á tímabilinu frá 1. október næstkomandi til 1. október á næsta ári. Fjármagn þetta verði tekið af tekjuafgangi Fiskveiðasjóðs frá árinu 1981. • Talsverðum hluta af vanskila- og skammtímalán- um útgerðarinnar verði breytt f lán til lengri tíma til þess að gera fjármagnskostnað meðalfyrirtækis viðráðanlegan. • Fjármagnskostnaður nýrra fiskiskipa, einkum þeirra sem smíðuð hafa verið innanlands, verði athugaður sérstaklega. • Tíminn fram að áramótum verði notaður til að fjalla í samráði við hagsmunaaðila um vanda útgerðar og aðgerðar til að mæta rekstrarvanda á næsta ári. Ljóst er að þessar tillögur munu bæta mjög verulega rekstrarstöðu útgerðarinnar. Talið er að olíuverðs- lækkunin ein muni bæta stöðu minni togaranna um rúm 5% svo dæmi sé tekið. Af þeim útreikningum, sem fyrir liggja um afkomu útgerðarinnar eftir að þessar aðgerðir kæmu til framkvæmda, er ljóst að þessar ráðstafanir myndu bæta stöðu útgerðarinnar mjög verulega. Jafnvel þótt reiknað sé með sams konar aflabresti næsta vetur og vor og var á þessu ári er talið, að tap útgerðarinnar í heild muni við þessar aðgerðir minnka um helming, eða úr 14.5% í 7.6%. Ef hins vegar slíkur aflabrestur yrði ekki, þá mun dæmið að sjálfsögðu verða mun hagstæðara fyrir útgerðina. Ljóst er samkvæmt þessu, að tillögur ríkisstjórnarinnar munu minnka tapið við verstu aðstæður meira en helming. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, hefur réttilega bent á, að allnokkur hluti af þeim vanda, sem útgerðin á nú við að glíma, er uppsafnaður vandi frá undanförnum árum og því alls ekki við því að búast að hann verði leystur í einu lagi. Fau mál þarf að leysa á lengri tíma. Þær tillögur til lausnar vanda útgerðarinnar, sem ríkisstjórnin hefur nú sameinast um, hafa verið vandlega undirbúnar af sjávarútvegsráðherra í samvinnu við Þjóðhagsstofnun, Fiskveiðasjóð og ríkisbankana. Þær eru skynsamur áfangi. Að hafna þeirri leið er algjört ábyrgðarleysi. - ESJ Wmmm á vettvangi dagsins ■ Samband íslenskra samvinnufélaga hefur nú um þriggja ára skeið gefíð út stundaskrá til dreifíngar meðal nemenda í skólum landsins. Þessi stundaskrá hefur í flestu verið með hefðbundnu sniði slíkra pappíra, en þó hafa verið prentaðar á aðra hlið hennar nokkrar hlutlausar upplýsingar um eðli og markmið samvinnu- hreyfíngarinnar hér á landi og erlendis. Þess hefur verið gætt vandlega að ganga þannig frá þessum upplýsingum að þær gætu hvorki flokkast undir einhliða áróður né auglýsingamennsku; þama hafa verið dregnar saman þær staðreyndir einar sem hver þjóðfélagsborgari þarf á að halda varðandi þann geira samfélagsins, sem samvinnuhreyfíngin myndar, til þess að geta gert sér fulla grein fyrir uppbyggingu atvinnulífs og þjóðfélags í landi okkar. Þaö hefur ekki borið á því, svo að orð sé á gerandi, að skólamenn hafi sýnt þessu framtaki Sambandsins nokkra andstöðu, hvorki hér í Reykjavík né annars staðar á landinu. Þvert á móti má ég segja að þeir hafi flestir tekið þessu með þökkum - þeir hafi gert sér grein fyrir því að þarna var einungis verið að fylla upp í gat sem er í kennslu skólanna og varðar félagasamtök í landinu og uppbyggingu þeirra. En hins vegar Efnið hættulega Stundaskráin er prentuð á aflanga pappírsörk og brotin þannig að rými er fyrir átta lesmálsdálka á hvorri hlið. Óðru megin er sjálf stundaskráin á rými þriggja dálka, en á hinum fimm eru gefnar upplýsingar um fæðupýramíd- ann, rætt um holla fæðu, heilbrigði og hreysti, og um hæfilega hreyfingu. Ég fæ ekki betur séð en hér sé á ferðinni sá birt örlítið skipurit um starf samvinnu- hreyfingarinnar. í fimmta dálki er greint frá þeim markmiðum kaupfélaganna að efla viðskipta- og vörugæði, að selja neytendum vörur á sem lægstu verði, að ná sem hæstu verði fyrir afurðir félagsmanna, að endurgreiða félags- mönnum tekjuafgang í hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið, að starfrækja atvinnufyrirtæki og veita félagsmönnum atvinnu, og að efla menningarlíf. Ég spyr, og sjálfsagt margir fleiri: Getur það talist hættulegt að leggja þessar upplýsingar á borð grunnskólanemenda - um þá félagshreyfingu landsins sem kannski hefur markað dýpst spor í allt þjóðlíf okkar og nauðsynlegt er fyrir hvern þjóðfélagsborgara að vita deili á, hvort sem hann kýs sér að vera hlynntur henni eða andsnúinn? í sjötta dálki er svo prentuð stytt útgáfa af alþjóðlegu samvinnureglunum. Þær eru sá grund- völlur sem samvinnufélög um heim allan byggja starf sitt á, og ég spyr eins og áður: Er hægt að álíta það varhugavert gagnvart viðkvæmum sálum skólanem- enda á mótunarskeiði að segja þeim frá því hver sé starfsgrundvöllur alþjóðlegr- ar fjöldahreyfingar sem vinnur skipu- lega að þvf að efla frið í heiminum og bæta hag 360 milljón félagsmanna sinna í öllum hornum veraldarinnar? Ég fyrir mína parta hefði satt að segja frekar „Fræðsluráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti það núna fyrir örfáum vikum að banna Sambandinu að dreifa þessari stundaskrá í skólum Reykvíkinga. Þessa „afmælisgjöf“ þóknaðist Fræðsluráðinu að færa Sambandinu á afmælisárinu þegar hundrað ár eru liðin frá upphafí samvinnu- starfs í landinu“. gerðist það nú í haust að Sambandinu bárust viðbrögð við þessu framtaki sínu af nokkuð óvæntri tegund. Fræðsluráð Reykjavíkurborgar samþykkti það núna fyrir örfáum vikum að banna Samband- inu að dreifa þessari stundaskrá í skólum Reykvíkinga. Þessa „afmælisgjöf“ þókn- aðist Fræðsluráðinu að færa Samband- inu á afmælisárinu þegar hundrað ár eru liðin frá upphafi samvinnustarfs í landinu. Fjórmenningarnir Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað mér, mun fjögurra manna meirihluti ráðsins, sem skipaður er fulltrúum núverandi borgarstjórnar- meirihluta, hafa staðið að þessari samþykkt. Þann meirihluta mynda þau Markús Örn Antonsson ritstjóri, Ragn- ar Júlíusson skólastjóri, Sigurjón Fjeld- sted skólastjóri og Bessí Jóhannsdóttir kennari. Auk þess mun fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Þorbjörn Broddason lekt- or, einnig hafa léð samþykktinni atkvæði sitt. Er sú afstaða óvænt, því að yfirleitt hafa samvinnumenn talið sig geta átt stuðnings að vænta frá fulltrúum félagshyggjuflokkanna í málum á borð við þetta. Hins vegar er það Ijóst að það eru ofannefndir fjórmenningar sem bera alla ábyrgð á þessari samþykkt, og þar með því að öflugustu almannahreyfingu landsins væri meinað að koma á framfæri við skólanemendur Reykjavík- ur hlutlausum upplýsingum um eðli sitt og markmið. Þessi afstaða er raunar furðuleg hjá fullorðnu og fullþroska fólki, og þar sem enginn rökstuðningur fylgdi þessari afstöðu, er í rauninni erfitt að komast hjá því að álykta að hún beri vott um þröngsýni og afturhaldssemi af verstu tegund. Það er þess vegna rétt að líta örlítið á það efni sem á umræddri stundaskrá stendur og sem þessir fjórmenningar hafa þannig talið hættu- legt fyrir þroska reykvískra grunnskóla- nemenda að bærist fyrir augu þeirra. einn boðskapur sem hverjum manni sé hollt að tileinka sér, án alls tillits til hugsanlegra skoðana á því hvort heppilegra sé að velja einka-, ríkis- eða samvinnurekstur sem skipulagsform á atvinnulífi landsmanna. Ég trúi því trauðlega að þessi hlið stundaskrárinnar hafi getað hlaupið fyrir brjóstið á fjórmenningunum. A hinni hliðinni fer rými tveggja dálka undir titilsíðu og reit fyrir persónulegar upplýsingar um eiganda. Á hinum sex eru hins vegar gefnar nokkrar upplýsing- ar sem varða samvinnuhreyfinguna. Á þeim fyrsta er birt skrá yfir kaupfélögin í landinu sem aðilar eru að Sambandi ísl. samvinnufélaga. Ef sá listi á að teljast hættulegur andlegum þroska grunnskólanemenda í Reykjavík, þá er skýringin mér hulin ráðgáta. í öðrum dálki er á það minnst að á yfirstandandi ári eru liðin 100 ár frá stofnun elsta Sambandskaupfélagsins. Er þörf á því að halda þessu atriði leyndu fyrir nemendum? Voru ekki allir fjölmiðlar landsins svo uppfullir af jákvæðu efni um þetta mál tvívegis fyrr á árinu, að óhætt sé að telja að allur þorri landsntanna hafi þá sameinast um að óska samvinnuhreyfingunni til hamingju með þetta afmæli? í þriðja dálki er svo frá því skýrt að Samband ísl. samvinnufélaga hafi ákveðið að efna til ritgerðasamkeppni meðal nemenda í 9. bekk grunnskóla og í framhaldsskólum nú í vetur um efnið „Hlutverk og starfsemi samvinnufélag- anna í íslensku þjóðfélagi.“ Góðum verðlaunum er heitið, samtals að fjárhæð 75.000 krónur. Á virkilega að trúa því að fjórmenningarnir í Fræðslu- ráði Reykjavíkurborgar telji það skað- vænlegt fyrir æskufólk borgarinnar að því sé gefið tækifæri til að spreyta sig á því verkefni að fjalla skipulega í rituðu máli um eina stærstu og öflugustu fjöldahreyfingu þjóðarinnar? Ég verð að segja það eins og er að því trúi ég ekki fyrr en í fulla hnefana. f fjórða dálki þessarar hliðar er svo ■ Dr. Eysteinn Sigurðsson talið að þessu væri þveröfugt farið - hér væri um að ræða upplýsingar sem hverjum manni ætti að vera akkur í að hafa einhverja hugmynd um. Auglýsingar eða upplýsingar Mér er ekki fullkunnugt um það ,hvaða hvatir eða ástæður kunna að hafa legið á bak við þessa ákvörðun hjá þeim fjórmenningunum. Og ekki vil ég ætla þeim það að hafa látið einhverja tegund af blindu pólitísku ofstæki ráða gerðum sínum í þessu máli, að minnsta kosti á meðan ég fæ ekki gild rök fyrir slíku. En hitt sýnist ljóst að á bak við þessa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.