Tíminn - 23.09.1982, Side 4

Tíminn - 23.09.1982, Side 4
4 Mtmhm FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1982 fréttlr 1 - , ■ ■ Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir flytur ræðu við komuna til Seattle. Konan að baki henni er Phyllis Lamphere, formaður undirbúnings- nefndar Scandinavia Today í Seattle. ■ Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra tekur á móti forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur á Keflavíkur- flugvelli í gærmorgun. Fjær standa aðrir handhafar forsetavalds Jón Helgason forseti Sameinaðs Alþingis og Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands: KOMIN HEIM l)R 18 DAGA FERD TIL BANDARÍKIANNA I Frá hinni stórkostlegu opnunarathöfn á Scandinavia Toaday í Seattle. Það er íslenski karlakórinn í Seattle sem þarna flytur þjóðsöng Islands frammi fyrir íslenska fánanum. Vigdís forseti stendur með borgarstjóra Seattle fyrir miðju. Orð var haft á því hversu ánægjuleg ferðin var til Seattle og allar móttökur stórkostlegar. Fannst mörgum landanum hreinlega að þeir væru komnir heim. Veg og vanda af hátíðarhöldunum fyrir íslendingana bar ræðismaðurínn á staðnum Jón Marvin Jónsson, lögfræðingur og frú. Sjást þau hér með Vigdísi forseta. Afi Jóns flutti úr Borgarfirðinum vestur fyrir aldamót og er Jón náskyldur ýmsum nafntoguðum Islendingum, t.d. þremenningur við Hjalta Pálsson, forstjóra hjá SÍS. Systkinabara við Jón er einn kunnasti trompetleikarí heims og spilar með New York Philarmonic. Hann er væntanlegur til íslands næsta vor.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.