Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 35
Hægt er að bera hæð sína saman við hæð þekktra persóna. Hver há ert þú? H ér er engin venjuleg mælistika á ferðinni. Stikunni sem mælir hæð frá 1.40 metrum upp í rúma tvo metra fylgja einnig upplýsingar um hæð nokkurra frægra persóna úr leikaraheiminum, íþróttamanna og söngvara. Þar er því hægt að sjá hver er jafn hár og maður sjálfur. Skemmtanagildið er því ótvírætt auk þess sem hægt er að læra ýmis- legt um fræga fólkið. Til dæmis var söngkonan Edit Piaf ekki nema 140 sentimetrar en leikarinn Stephen Fry er 194 sentimetrar líkt og forsetinn Abraham Lincoln. Bæði er hægt að fá stikuna sem veggspjald en ennþá flottara er að vera með spegil líkt og þann sem myndin er af. Raunar hafa fæstir þörf fyrir að mæla hæð sína daglega en hins vegar getur verið skemmtilegt þegar gesti ber að garði að mæla hvern og einn og sjá hvaða fræga fólk er jafn hátt. Það getur þannig verið prýðis ísbrjótur í partýi. Sjá www.whotallareyou.com. USB MINNISKUBBAR ERU ÞARFATÓL Oft á tíðum eru þeir þó ekki við höndina þegar á þarf að halda enda smáir og týnast því auðveldlega. Það hefur kannski verið hugsunin á bak við hönnun hauskúpuhringanna sem hér gefur að líta. Hringana má bera á fingri en með því að kippa neðri kjálkanum af hauskúpunni kemur í ljós USB tengi. Minniskubburinn er með 2 GB minni. Hauskúpuhringana má fá í átta mismun- andi litum en engar tvær kúpur eru eins þar sem þær eru handgerðar í Japan. Vissulega eru hauskúpur ekki að allra smekk en fyrir þá sem þær fíla eru hringarnir sniðugar gjafir. www.geekstuff4u.com Er þetta bangsi? E r þetta lampi? Hvernig sem á það er litið þá er þessi sérkenni- lega hönnun undarlega aðlaðandi. Að öllum líkindum verður þessi bangsalampi að umtalsefni allra sem stinga inn nefinu á heimili hans. Innri hlið svarta lampaskermsins er gulllituð til að undirstrika gulleitan feld bangsa. Hægt er að láta bangsa sitja hvar sem er, hvort sem er uppi í hillu eða í sófanum. Sjá www.suck. uk.com. Bangsalampinn lífgar óneitanlega upp á heimilið. Listaverk til sölu Sparið 20% á sófum, stólum og húsgögnum. www.natuzzi.is Natuzzi Askalind 2 Ú ts a la n s te n d u r til 2 3 .á g ú st LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2009 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.