Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 34
● heimili&hönnun Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... „Ég vinn með myndheim sem ég hef verið að safna í frá því ég man eftir mér. Hann er á mörk- um draums og veruleika, fullur af tilfinningum og í honum eru tákn og vísanir í listasöguna. Auk þess hef ég þróað ýmsar fígúr- ur í hann.“ Þetta segir listakonan Katrín Ólína kankvís þegar litið er til hennar á sýninguna Uglu- spegil í Hafnarhúsinu og undr- ast yfir hugarfluginu. Hún segir verkið prentað á filmu og unnið í samvinnu við fyrirtækið 3M. Hið sama gildi um grafíklist hennar á bar í miðborg Hong Kong sem hún var fengin til að skreyta. „Allt húsnæðið er þakið myndefni. Það teygir sig yfir alla fleti og inn í öll horn,“ lýsir hún og sýnir myndir. Katrín Ólína hefur verið bú- sett í Hong Kong í nokkur ár en flutti heim í fyrra. Hún hefur samt sterk tengsl við listalíf- ið úti í hinum stóra heimi og á hönnunarviku í Tókýó í nóvem- ber síðastliðnum var henni boðið að vera gestalistamaður á sýn- ingunni 100% Design Tokyo. Þar voru íslenskir hönnuðir einnig með sýningarbás, studdir af Út- flutningsráði. Fram undan hjá Katrínu Ólínu er meðal annars að fylgja eftir framleiðslu á fígúrum sínum gerðum úr vínyl eða plasti. Hveraskrímslið Heimdallur ríður á vaðið og á eflaust eftir að leggja heiminn að fótum sér. Katrín Ólína kveðst fá æ fleiri tækifæri út á myndheiminn sinn enda teygist hann í ýmsar áttir. - gun Kannar lendur draumsins ● Ugluspegli, sýningu Katrínar Ólínu Pétursdóttur í Hafnarhúsinu lýkur nú um helgina. Því eru síðustu forvöð að líta hið flæðandi myndmál listakonunnar um gólf og veggi. Katrín Ólína var gestalistamaður á 100% Design í Tókíó í haust. MYND/MATTHÍAS ÁRNI INGIMARSSON Grafíkin var notuð til að skreyta aðalbarsvæði hönnunarsýningarinnar í Tókíó þar sem kaupsýslumenn fjölmenntu. MYND/MATTHÍAS ÁRNI INGIMARSSON Barinn í miðborg Hong Kong er skreytt- ur grafík í hólf og gólf. ● BRASILÍSKI HÖNNUÐURINN Anderson Horta hef ur húmorinn í lagi. Sem dæmi um það er ofnhanski sem lítur út eins og hendin sem oft birtist á tölvuskjánum og flestir kannast við. Svo er það saltstaukurinn í formi skýs, sem er úr gúmmíi og gerir borðhaldið skemmtilegra enda er hægt að láta salti „rigna“ yfir matinn. Þar sem staukurinn er úr gúmmíi er hægt að kreista hann og komast þannig hjá því að þurfa að berja honum við borðið til að losa harðnað salt. Sjá andersonhorta.blogspot.com/ hönnun Sýningin Ugluspegill í Hafnarhúsinu hverfur eftir helgina. M Y N D /B JA R N I G R ÍM S S O N ● TENNISBOLTASTÓLAR eru hugarfóstur arkitektsins Wholman. Á www.instructables. com má sjá hvernig hann býr þá til. Hann byrjar á því að taka setuna og bakið úr gömlum stól og notar svo stálgrindina sem eftir stendur. Hann sker misstór göt í tvær viðarplötur, festir þær á grindina og kemur tennisboltum fyrir í götunum. „Galdurinn er að hafa götin misstór og eins að skorða boltana ekki fasta með lími. Þannig gefa þeir eftir og hreyfast til með líkamanum.“ ● VISKUSTYKKI Í H&M Verslanakeðjan Henn- es & Maurits er Íslendingum að góðu kunn en ófáar verslunarferðirnar hafa verið farnar til út- landa, sérstaklega í H&M til að fylla á fataskáp- inn. Aðdáendur keðjunnar geta nú enn kæst en í febrúar koma heimilisvörur á markað frá H&M. Í heimilislínunni verður að finna textílvörur fyrir eldhúsið, baðherbergið, stofuna og svefnher- bergið eins og viskustykki, handklæði, sturtu- hengi, púðaog ábreiður svo eitthvað sé nefnt. Að- dáendur hressilegra lita og mynstra verða ekki sviknir en eins eru gróf mynstur áberandi. Vör- urnar verða aðeins fáanlegar á netinu og í gegn- um pöntunarlista H&M en koma fyrst á markað í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Þýska- landi, Austurríki og Hollandi þar sem þær fást sendar heim. Við Ís- lendingar verðum því enn um sinn að leggja land undir fót í H&M. heimili M Y N D / C R IS TA L B A R F O R Z E N S E S G R O U P, H O N G K O N G 10. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.