Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 62
46 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR
„Þetta passar, ég er búkurinn hans
Péturs Jóhanns,“ segir Konráð
Valur Gíslason, einkaþjálfari í
World Class. Að undanförnu hafa
birst flennistórar myndir af gam-
anleikaranum Pétri Jóhanni Sigfús-
syni í tilefni af sýningunni Sann-
leikurinn sem frumsýnd verður í
Borgarleikhúsinu í febrúar. Tölu-
vert hefur verið rætt og ritað um
hver eigi þennan vel þjálfaða lík-
ama. Egill „Gillzenegger“ Einars-
son vísaði því á bug í samtali við
Monitor að hann væri maðurinn og
Fréttablaðið hafði spurnir af því að
útvarpsmaðurinn og fitnesskóng-
urinn Ívar Guðmundsson væri
maðurinn. Ívar sagðist ekkert hafa
komið nálægt þessu.
Pétur Jóhann er á myndunum í
ansi góðu formi, varla fitugramm
utan á honum. Grínistinn á andlitið
skuldlaust en kroppurinn er í eigu
Konráðs. „Ég held að ég sé einn af
fáum í þessum geira sem er svipað-
ur á hæð og Pétur og er ekki allur
útkrotaður í húðflúrum,“ svarar
Konráð þegar hann er inntur eftir
því hvernig þetta kom til. „Ég þekki
manninn ekki neitt, það var bara
ljósmyndari sem hafði samband
við mig og hafði séð mig í World
Class og vildi fá mig til verksins.“
Konráð segist tiltölulega sáttur við
myndatökuna og útkomuna. Hann
viðurkennir þó að hann hefði viljað
koma sér í betra form. „Fyrirvar-
inn var enginn og ég skaust bara í
þetta.“ - fgg
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
PERSÓNAN
LÁRÉTT
2. elds, 6. sjúkdómur, 8. nár, 9.
sigað, 11. hljóta, 12. slæm skrift, 14.
smápeningar, 16. í röð, 17. iðka, 18.
skelfing, 20. tveir eins, 21. vangi.
LÓÐRÉTT
1. fyrirhöfn, 3. fisk, 4. þróttur, 5.
skjön, 7. ströngull, 10. efni, 13. frjó,
15. svall, 16. dá, 19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. báls, 6. ms, 8. lík, 9. att,
11. fá, 12. krafs, 14. aurar, 16. mn, 17.
æfa, 18. ógn, 20. ll, 21. kinn.
LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. ál, 4. lífsafl, 5.
ská, 7. strangi, 10. tau, 13. fræ, 15.
rall, 16. mók, 19. nn.
Guðjón Rúnar Emilsson
Aldur: 29 ára.
Starf: Eigandi
verslunarinnar
Fígúru.
Fjölskylda: Bý
með Kristu Hall
og passa ein-
staka sinnum
hundinn Frosta.
Foreldrar:
Emil Guð-
jónsson
fjármálastjóri
og Guðríður
Halldórsdóttir
kennari.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Í fjölbýli á mörkum 101
Reykjavík.
Guðjón Rúnar Emilsson hannar
og selur boli með áletruninni „Hel-
vítis fokking fokk“.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Óhætt er að segja að frjósemin sé
mikil á Ríkisútvarpinu, en þar
eiga nú þrír landsþekktir útvarps-
menn von á börnum á komandi
mánuðum.
„Við vitum kynið og eigum von á
barninu í maí,“ segir dagskrár-
gerðarmaðurinn Freyr Eyjólfsson
sem á von á sínu fyrsta barni með
Hólmfríði Önnu Baldursdóttur,
upplýsinga- og fjáröflunarfulltrúa
UNICEF á Íslandi. Útvarpsmaður-
inn Matthías Már Magnússon á
jafnframt von á sínu fyrsta barni
með Þórunni Edwald sem starfar
hjá 66° Norður. Matthías starfaði
áður á útvarpstöðinni X-ið 97.7, en
hóf störf á Rás 2 síðastliðið vor.
„Við eigum von á stúlku 20. febrú-
ar,“ útskýrir Matthías og segir
meðgönguna hafa gengið eins og í
sögu.
Þá á Popplandskóngurinn og
tónlistarstjóri Rásar 2, Ólafur Páll
Gunnarsson, von á sínu þriðja
barni með Stellu Maríu Sigurðar-
dóttur í júní. Ólafur Páll, betur
þekktur sem Óli Palli, á tvö börn
fyrir sem eru sextán og fjórtán
ára gömul. Aðspurður segist hann
ekki vilja vita kynið. „Ég er alveg
á móti því. Ég veit ekki hvort að ég
fæ að ráða því, en þannig finnst
mér að það eigi að vera,“ segir Óli
Palli og brosir. - ag
Frjósamir útvarpsmenn á Rás 2
ÞRJÚ BÖRN Á LEIÐINNI Útvarpsmenn-
irnir Freyr Eyjólfsson, Matthías Már
Magnússon og Ólafur Páll Gunnarsson
eiga allir von á börnum á komandi
mánuðum.
Í TOPPFORMI Pétur Jóhann virkar í topp-
formi á myndunum. Hann á andlitið
skuldlaust en búkurinn er í eigu Konráðs
Vals Gíslasonar.
VILJAÐ BETRA FORM Konráð Valur er
tiltölulega sáttur við myndirnar en hann
hefði þó viljað vera í betra formi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vöðvar Péturs Jóhanns fundnir
G´n´R – bandið
treður upp í
kvöld í Bíóhöllinni
uppi á Skaga. Er
þetta fyrsta „gigg”
hljómsveitarinnar
eftir slagsmálin sem brutust út
innan hennar í eftirpartíi úti í Eyjum.
Þá rauk Gunnar Bjarni í Grétar Bul-
gretzky en mildilega tókst að ganga
á milli. Gunni Bjarni er þekktastur
fyrir framgöngu sína í Jet Black Joe
en Grétar hefur komið fram með
Kalla Bjarna. Lengi var óvíst um
hvort hljómsveitin væri starfhæf en
svo virðist sem sverðin hafi verið
slíðruð.
Eitt umtalaðasta sjónvarpsviðtal
undanfarinna daga og vikna er spjall
Sigmars Guðmundssonar við Bjarna
Ármannsson sem kom í kjölfar
greinar Bjarna í Fréttablað-
inu. Í magasín-bransanum
er slegist um feitustu
bitana eins og fram hefur
komið og getur ritstjóri
Kastljóssins, Þórhallur
Gunnarsson, verið
harður í horn að taka
í þeim efnum. Hins
vegar hljóp óvænt á
snærið hjá honum
að þessu sinni því Sölvi Tryggvason
var búinn að ganga frá því að Bjarni
kæmi í settið til sín í Ísland í dag. En
þau fastmæli reyndust bundin við
Sölva, sem í millitíðinni var rekinn,
og fór Bjarni því í Kastljósið.
Í vikulokin heitir útvarpsþáttur
sem er á Rás 1 í umsjá Hallgríms
Thorsteinssonar en sama heiti ber
þáttur sem er á Sögu síðdegis í dag
í umsjá Halldórs E. og Markúsar
Þórhallssonar. Gestir þáttarins eru
forvitnilegur samsetningur, tveir
menn sem margir líta til nú þegar
„hið Nýja Ísland” er á döfinni: Heim-
spekingurinn og handboltakappinn
Ólafur Stefánsson og
Þorvaldur Gylfason. Ólafur
er að verða eftirsóttur
fyrirlesari og hafði meðal
annars framsögu og
ræddi við hóp fólks á
opnum fundi í Mosfells-
bæ í vikunni. -jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Raunveruleg hætta er á því að vík-
ingamynd Baltasars Kormáks
verði ekki tekin upp hér á landi
heldur verði veigamestu tökurnar
fluttar til Írlands. Þetta segir Leif-
ur B. Dagfinnsson, samstarfsmað-
ur Baltasars við gerð myndarinn-
ar og framleiðandi hjá True North.
Framleiðslukostnaður við víkinga-
myndina er talinn nema fjórum til
sex milljörðum íslenskra króna.
Að sögn Leifs eru írsk yfirvöld
að reyna að lokka kvikmynda-
gerðarfólk til sín með því að
hækka endurgreiðslu um fimm
prósent, frá tuttugu yfir í tuttugu
og fimm prósent. Leifur óskar því
eftir aðstoð frá íslenskum stjórn-
völdum þannig að tryggt sé að
myndin verði að mestu leyti gerð
hér. „Kerfið á Írlandi virkar
þannig að þú leggur 75 prósent
framleiðslukostnaðarins inn á
sérstakan reikning og ríkið kemur
til móts við það með sínum 25 pró-
sentum,“ útskýrir Leifur. Endur-
greiðsluprósentan á Íslandi til
kvikmyndagerðar er hins vegar
fjórtán prósent. Leifur telur það
ekki nógu hátt hlutfall til að lokka
stóra erlenda aðila til landsins
þrátt fyrir að íslenska krónan hafi
hrunið um áttatíu prósent og doll-
arinn styrkst sem því nemur. „Ef
endurgreiðslan væri hærri, þá
hefðu íslenskir kvikmyndagerð-
armenn í nægu að snúast. Fyrir-
spurnirnar eru allavega nógu
margar.“
Leifur tekur skýrt fram að bæði
hann og Baltasar muni leggja sitt
á vogarskálarnar við að fá kvik-
myndina til Íslands. Þeir séu hins
vegar ekki peningamennirnir, þeir
hafi úrslitavaldið. „Framleiðend-
urnir hafa mikinn áhuga á því að
vinna myndina hér á landi, þeir
vilja eiga fundi með ráðamönnum
um þessi mál og ætla að koma til
landsins í lok mánaðarins.“ Leifur
segir um gríðarleg verðmæti að
ræða. Hann áætlar að tvö hundruð
störf skapist í kringum myndina
en samkvæmt fyrstu áætlunum
hefst vinna við hana strax í apríl á
þessu ári. „Við skulum átta okkur
á því að þessi mynd gæti gert svip-
aða hluti fyrir Ísland og Hringa-
dróttinssaga gerði fyrir Nýja-Sjá-
land,“ segir Leifur.
Einar Karl Haraldsson, aðstoð-
armaður iðnaðarráðherra, sagði
að Össur Skarphéðinsson myndi
ekki tjá sig um þetta einstaka
atriði. Hann hefði rætt við Baltas-
ar Kormák um þessi mál og við
fleiri kvikmyndagerðarmenn.
„Það hefur verið farið yfir þessi
mál í ráðuneytinu og þau eru til
skoðunar. Hins vegar er ekki hægt
að lofa neinu,“ segir Einar Karl.
freyrgigja@frettabladid.is
LEIFUR B. DAGFINNSSON: MIKIL VONBRIGÐI FYRIR KVIKMYNDAIÐNAÐINN
Milljarðamynd Baltasars
hugsanlega tekin á Írlandi
TÖKUSTAÐIR Á ÍSLANDI SKOÐAÐIR Baltasar Kormákur kom hingað með bandarískum
framleiðendum síðasta haust og skoðaði tökustaði. Nú gæti verkefnið verið í hættu
hér á landi og flust yfir til Írlands.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Nepal.
2 Um 120 þúsund Íslendingar.
3 Ofur-Hugi Halldórsson.
www.solskinsdrengurinn.is Verkefnið er styrkt af
Virkjum það
góða í okkur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA