Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 10. janúar 2009 www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL örfá sæti laus í janúar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 11/1 tvær sýningar sun. 18/1 síðustu sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning lau. 10/1 örfá sæti laus sun. 11/1 uppselt Heiður Joanna Murray-Smith Frumsýning í Kassanum 24. janúar Nokkur hundruð verka Jóhannes- ar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem ein- kennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi sýningar- rýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu, rétt í þeim anda sem fyrstu sýningar hans voru. Byggir hún á hefð sem salon-sýn- inga í París á nítjándu öld. Sýningin byggir ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefn- um eða tímaröð. Áhersla er lögð á óvænt samhengi verkanna. Áhorf- andinn nálgast verk Kjarvals fyrirmælalaust og nýtur þess á eigin forsendum að skyggnast inn í hugarheim hans. Sýningin stend- ur til 13. apríl. Sýningarstjóri er Helga Lára Þorsteinsdóttir. Listasafn Reykjavíkur hefur leitast við að setja Kjarvalssafn sitt fram á ólíkan máta, með þema- tengdum sýningum, yfirlitssýn- ingum og samsýningum en í fyrsta sinn er safneignin sýnd í heild sinni, ef frá eru taldar teikningar og skissur sem eru í eðli sínu ekki sýningargripir eða tilbúnar til sýningar. Er spennandi að sjá alla safneignina í heild sinni sem sjald- an gefst tækifæri til. Kjarvalssafneign safnsins sam- anstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikningum og 159 málverkum. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg Með tíð og tíma hefur safnið vaxið jafnt og þétt; bæði hafa verið keypt verk í safn- ið en einnig hefur því borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstakling- um sem hafa styrkt safnið veru- lega. Sýningarsalurinn verður opn- aður kl. 14 en þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, fylgja gestum um sýninguna og ræða um hvernig safneign verður til, hvernig hún þróast, gildi hennar og hvaða þætt- ir geta haft mótandi áhrif á upp- byggingu hennar. Hann fjallar auk þess um ólíkar leiðir við framsetn- ingu sýninga og upphengingu verka; hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir áhorfandann og miðlun verk- anna, en Listasafn Reykjavíkur fer nú ótroðna slóð í framsetningu sinni á verkum Kjarvals. - pbb Öll verk Kjarvals á salon MYNDLIST Undirbúning lokið og verkin komin upp í gær á Kjarvalsstöðum. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. janúar ? Opnanir 14.00 Tilbrigði við jökulinn Hrefna Víglundsdóttir opnar sýningu í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. 14.00 Lúmen Ásdís Kalman opnar sýningu í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. 15.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Hafn- arborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Íslenskir listamenn Ljósmyndir eftir Jónatan Grétars- son. Þættir Verk eftir Björgu Þorsteins- dóttur. 16.00 Kristján Steingrímur opnar sýn- ingu í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. 16.00 TRANSIT Hlynur Helgason opnar sýningu í Suðsuðvestri, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. 16.00 360 Hafsteinn Guðjónsson opnar sýna fyrstu einkasýningu í Hinu Húsinu við Pósthússtræti 3-5. ? Tónleikar 22.00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason verður með tónleika á Prikinu við Bankastræti. 23.00 Indie hljómsveitin Kuroi verður með útgáfutónleika á Grand Rokk við Smiðjustíg. Þar mun einnig koma fram Retro Stefson. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.