Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 10. janúar 2009 41 Hjaltalín, Dísa, Kira Kira, Sam Amidon og Rökkurró eru hluti af tónleikaröðinni 101 Reykjavík sem verður haldin í menningar- setri Belgíu í bænum Maldegem 17. janúar til 29. mars. Auk þess sem íslenskir flytjendur troða þarna upp verður íslensk tónlist spiluð jafnt og þétt á kaffihúsi setursins. Einnig verða listaverk héðan til sýnis í setrinu ásamt kvikmynd- um frá Íslandi. Hjaltalín ríður á vaðið í tónleikaröðinni 17. janúar ásamt Dísu en síðustu tónleikarn- ir verða í höndum hljómsveitar- innar Rökkurró. Íslendingar spila í Belgíu HERBERT MEÐ BLEIKAN ÍS Fær ferskan vinkil í Party Zone. RIFF Hrönn Marínósdóttir og Ásgeir H. Ingólfsson sem störfuðu við Riff í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Party Zone, dansþáttur þjóðarinn- ar á Rás 2, byrjar í kvöld að spila fyrstu remixin sem komu í hús eftir að blásið var til heljarinnar Herberts Guðmundssonar endurhljóðblöndunarveislu í desember. Tilkippilegir tónlistar- menn fengu hrátt innvolsið af sígilda eitís-slagaranum „Can‘t walk away“ og hafa hnoðað lagið upp á nýtt yfir jól og áramót. Í þættinum í kvöld verða að minnsta kosti þrjú glæný mix leikin, eftir þá Tonik (Anton Kaldal), Sean Danke (Grétar I. Gunnarsson) og Synthetik (Steinar Mar). Fleiri mix eru í pípunum og fá að hljóma í Party Zone á komandi vikum. Þar á meðal eru mix eftir Árna Plúseinn og Housebuilders, sem er band bræðranna Mána og Nökkva Svavarssona. Hebbi endurgerður Tímaritið Sight on Sounds fjallar um kvikmyndahátíðina RIFF, sem var haldin í Reykjavík í haust, og ástandið í efnahagsmálunum í nýlegri grein. Fjallað er sérstaklega um þöglu myndina Saga Borgarættarinnar og spilamennsku Hjaltalín á sýn- ingunni. „Fallegar melódíur og söngur hinnar tíu manna hljóm- sveitar Hjaltalín passaði fullkom- lega við villta náttúruna sem teng- ist þjóðarsálinni svo djúpum böndum,“ sagði í umsögninni. „Atriði í myndinni þar sem bænda- fjölskyldan stóð á bjargbrún minnti reyndar óþægilega á aðra atburði. Þegar þetta er skrifað bíður Ísland eftir tveggja millj- arða dollara björgunarpakka frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og útlitið er svart fyrir hinn almenna Íslending í landi sem reiðir sig á erlendar innflutningsvörur.“ Greinarhöfundur undraðist jafnframt það að heil sjö prósent þjóðarinnar hefðu sótt Riff-hátíð- ina, eða tuttugu þúsund manns. Bændur á bjargbrún Íþróttaálfurinn Magnús Scheving fór á kostum í morgunþætti breska ríkissjónvarpsins, BBC Breakfast, á miðvikudag. Magnús er staddur í Bretlandi til að kynna nýja leiksýn- ingu byggða á Latabæjar-fyrirbær- inu en hátt í hálf milljón áhorfenda á Bretlandseyjum hafa séð fyrri sýn- inguna, Roboticus. Þeirri nýju hefur verið gefið nafnið The Pirate Adventure og verður frumsýnd í Northampton hinn 29. janúar. Jafn- framt hefur Latibær náð samkomu- lagi við fyrirtækið Fitkids sem rekur íþróttaskóla um gjörvallt Bretland en það mun bjóða upp á sérstök Latabæjarnámskeið í fram- tíðinni. Magnús ræddi við þáttastjórn- endur um ástæður þess að hann fór út í þessa baráttu fyrir bættri líðan barna. „Ég áttaði mig á því að það var ekki til nein heilbrigð fyrirmynd fyrir börn. Jú, það var Stjáni blái en hann étur bara spínat, reykir pípu og lemur fólk. Það vantaði eitthvað annað,“ sagði Magnús í samtali við BBC en hann mun fara í yfir fimmt- án viðtöl á næstu tveimur dögum. Magnús upplýsir í viðtalinu að hann reyni að hitta yfir fimmtán þúsund börn í hverjum mánuði. Og lauk heimsókn sinni með því að sýna og sanna að hann væri í raun og veru íþróttaálfurinn þrátt fyrir að vera klæddur í skyrtu og bindi með því að taka nokkur hopp og arm- beygjur. - fgg Hittir 15 þúsund börn í mánuði VINSÆLL Magnús Scheving er nú í mikilli fjölmiðlaherferð á Bretlandi til að kynna nýja leiksýningu. HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín spilar í menningarsetri Belgíu 17. janúar næst- komandi. MYND/LEÓ STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.