Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 8
8 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Þjóðarrétti hvaða lands býður nýi veitingastaðurinn Kitchen við Laugaveg upp á? 2 Hversu margir Íslendingar eru skráðir á Fésbókina (Face- book) á netinu? 3 Hver er áhættuleikari fyrir breska popparann James Mor- rison? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46. VERÐLAUN Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt nú í lok febrúar og er þetta í fjórða sinn sem þau eru veitt. Markmið verð- launanna er að heiðra þá sem lagt hafa sitt af mörkum til að bæta samfélagið á einhvern hátt. Leitað er til lesenda blaðsins og þeir beðn- ir að senda inn tilnefningar að verð- launahöfum. Verðlaunin skiptast í fimm flokka. Fyrsti flokkurinn nefnist Hvunn- dagshetjan. Þau verðlaun koma í hlut einstaklings sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Annar flokkurinn kallast Frá kynslóð til kynslóðar. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félaga- samtök sem sinna börnum af sér- stökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum nefn- ist þriðji flokkurinn og geta þau verðlaun fallið hvort sem er ein- staklingi eða félagasamtökum í hlut. Heiðursverðlaun hreppir ein- staklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Fimmti og síðasti flokkurinn nefn- ist Samfélagsverðlaunin og eru þau verðlaun veglegust. Ein milljón króna rennur þar til félagasamtaka sem unnið hafa framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndar- starf og hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir alla. Allir, félagasamtök sem einstakl- ingar, þekktir og óþekktir, sem eiga skilið virðingarvott fyrir gjörðir sínar og framgöngu koma til greina sem verðlaunahafar. Dómnefnd Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er í ár skipuð þeim Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Guðjóni Frið- rikssyni sagnfræðingi, Hildi Peter- sen, stjórnarformanni Kaffitárs og Pfaff, Katrínu Jakobsdóttur alþing- ismanni og Steinunni Stefánsdótt- ur, aðstoðarritstjóra Fréttablaðs- ins, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Steinunn segir verðlaunin hafa verið mörgum einstaklingum og félagasamtökum hvatning síðustu þrjú ár. „Það hefur oft verið gaman að sjá hvað útnefning til Samfé- lagsverðlauna kemur fólki á óvart. Margir vinna sín störf í hljóði og búast hreint ekki við því að eftir þeim sé tekið. Í ár verða verðlaunin svo veitt í allt annars konar samfé- lagi en árin þrjú á undan. Það verð- ur óneitanlega breyting og ekki síður ánægjulegt og gagnlegt að veita slík verðlaun í þessu árferði,“ segir Steinunn. Lesendur geta sent tilnefningar sínar til Samfélagsverðlaunanna á hlekk á Vísi.is, www.visir.is/samfe- lagsverdlaun. Sömuleiðis má senda tilnefningar á netfangið samfelags- verdlaun.is eða bréf í pósti merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105, Reykjavík. Skila- frestur er til hádegis mánudaginn 26. janúar. kjartan@frettabladid.is Samfélagsverðlaun veitt í fjórða sinn Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins eru veitt einstaklingum eða félagasamtökum sem lagt hafa sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Fréttablaðið hvetur lesend- ur til að hafa áhrif á valið með því að senda inn tillögur að verðlaunahöfum. GÓÐVERKIN VERÐLAUNUÐ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Hjálpræð- ishernum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á síðasta ári fyrir yfir hundrað ára starf hérlendis í þágu þeirra sem minna mega sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN, AP Neðri deild ríkis- þingsins í Illinois samþykkti í gær að ákæra Rod Blagojevich ríkis- stjóra til embættismissis. Öldungadeild þingsins þarf nú að taka afstöðu til þess, hvort reka eigi Blagojevich úr embætti fyrir spillingu og misnotkun valdastöðu sinnar. Aldrei áður hefur ríkis- stjóri í Illinois verið ákærður til embættismissis. „Það er skylda okkar að hreinsa upp ósómann og stöðva skrípasýn- inguna sem stjórn Illinois er orðin að,“ sagði einn þingmanna, demó- kratinn Jack D. Franks. Rannsókn þingmanna neðri deildar leiddi í ljós sannanir fyrir því að Blagojevich hefði misnotað völd sín, meðal annars með því að fara ekki rétt með skattfé, hrinda verkefnum í framkvæmd án þess að hafa til þess samþykki þingsins og brjóta gegn ráðningarlögum ríkisins. Blagojevich er einnig sakaður um að hafa reynt að bjóða þing- sæti Baracks Obama í öldunga- deild Bandaríkjaþings í skiptum fyrir pólitíska greiða. Hann neitar öllum þessum ásökunum og segist sannfærður um að öldungadeildin muni komast að annarri niður- stöðu en neðri deildin. Hann fékkst þó ekki til að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd þings- ins, og hefur heldur ekki gefið neinar skýringar á verkum sínum. - gb Rod Blagojevich, ríkisstjóri í Illinois, ákærður til embættismissis: Misnotkun valds sögð sönnuð ROD BLAGOJEVICH Sakaður um að hafa boðið þingsæti Baracks Obama til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kvöldskóli BHS Borgarholtsskóli býður kvöldskólanám í málm- og véltæknigreinum. Eftirtaldar greinar verða í boði: Málmsuða: HSU, LSU, RLS og RSU Málmsmíðar: HVM, PLV, VVR og REN Teikningar: GRT, CAD, TTÖ og ITM Véltækni: AVV og VÖK Kennt er virka daga frá 18:10 til 22:30 og laugardaga frá 8:10 til13:50 Innritun verður 8. og 9. janúar kl. 17 – 19,10. janúar kl. 11 – 14 Kennsla hefst 12. janúar Innritun lýkur í dag Nánari upplýsingar eru á www.bhs.is og í síma 535 1716 NÝSKÖPUN „Ef allt gengur upp er að verða til sjóður [Frumtak] sem getur styrkt íslenskt atvinnulíf næstu fimm til sjö árin með hálfum sjötta millj- arði króna,“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og sprotamálaráðherra, í ávarpi sínu um Tækniþró- unarsjóð og starfsemi sprotafyrirtækja í Ráð- húsinu í Reykjavík í gær. Frumtak er samlags- sjóður sem fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyr- irtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar. Að sjóðnum standa hið opin- bera, bankarnir þrír og sex stærstu lífeyrissjóðir landsins. Í honum eru 4,2 milljarðar króna, þar af 1,5 milljarðar af Símapen- ingunum svokölluðu. Össur sagði við- ræður hafa staðið yfir við evrópska aðila frá síðasta ári og megi búast við að einn milljarður króna bæt- ist í sjóðinn síðar á árinu gangi allt eftir. Þá stefnir allt í að Frumtak undirriti fyrsta samstarfs- samning sinn í næstu viku, að sögn Össur- ar. Ráðherrann kynnti jafnframt nýjar áherslur Tækni- þróunarsjóðs sem gera honum kleift að fjárfesta í allt að tólf nýsköpunar- og sprotafyrirtækj- um, sem mislangt eru á veg komin með verkefni sín, á hverju ári. - jab Líkur á samningi við sprotafyrirtæki í næstu viku: Milljarðar til nýsköpunar ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON MINNING Um hundrað hlauparar á Suðurlandi, hópur úr hlaupahópn- um Frískum Flóamönnum, fjölskylda, vinir og nærsveitar- menn, hlupu á fimmtudagskvöld- ið minningarhlaup um Guðjón Ægi Sigurjónsson sem lést í bílslysi nýlega. Bragi Bjarnason þjálfari segir að lagt hafi verið af stað frá sundlauginni og hlaupið í lögreglufylgd að slysstaðnum. Þar var kveikt á friðarkertum, blóm lögð á slysstað og haldin kyrrðarstund. „Þetta var mjög falleg stund,“ segir hann. - ghs Minningarhlaup á Selfossi: Hlaupið til minningar um Guðjón Ægi FALLEG STUND „Þetta var mjög falleg stund,“ segir Bragi Bjarnason þjálfari um minningarstund á slysstaðnum þar sem Guðjón Ægir Sigurjónsson hlaupari lést. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Rektor vill sameiningu Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur lagt til að Akranes, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur sameinist í einu sveitarfélagi. Bæjarráð Akraness segist reiðubúið til viðræðna um sameiningarmál ef þess verði óskað en byggðaráð Borgarbyggðar segir ekki tímabært að taka afstöðu til sameiningar. VESTURLAND STJÓRNMÁL Helgi K. Hjálmsson, formaður Landssambands eldri borgara, telur fulla þörf á að húsakynni St. Jósefsspítala verði nýtt fyrir öldrunarþjónustu. Hann fagnar breytingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra á heilbrigðis- þjónustunni. „Öldrunarþjónustan þarf að vera í góðu lagi og klárlega hefur vantað hjúkrunaraðstöðu fyrir aldraða,“ segir Helgi. Breytingar á borð við þær sem ráðherra boði njóti jafnan óvinsælda en ekki sé vanþörf á að stokka upp. „Ef rétt er að suður í Keflavík séu nýjar og lítið notaðar skurðstofur þá er um að gera að nota þær. Þangað er engin vegalengd,“ segir Helgi. - bþs Formaður eldri borgara: Fagnar aðgerð- um Guðlaugs STJÓRNSÝSLA Guðmundur Árna- son, ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins, hefur verið ráðinn til að fylgja eftir ákvörðunum og aðgerðum ríkisstjórnar- innar vegna fjármálahruns- ins. Mun hann gegna starfinu næsta hálfa árið. Halldór Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, gegnir embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins á meðan. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, tekur við stöðu Halldórs í forsætis- ráðuneytinu. - bþs Guðmundur Árnason: Í sérverkefni fyrir stjórnvöld GUÐMUNDUR ÁRNASON STJÓRNMÁL Nýafstaðinn aðalfund- ur Framsóknarfélags Akraness, vill að Gísli S. Einarsson bæjar- stjóri verði áminntur fyrir að segja upp fulltrúum í tólf nefndum sveitarfélagsins. Uppsagnirnar komu til vegna breytinga á stjórnskipulagi bæjarins. Framsóknarmenn átelja framkvæmd breytinganna sem þeir telja brjóta í bága við lög um skyldur sveitarfélaga. Þá dragi þær úr lýðræði. Afturkalli bæjarstjórn ekki uppsagnirnar og áminni Gísla hvetja framsóknar- menn minnihluta bæjarstjórnar til að leggja fram stjórnsýslukæru vegna málsins. - bþs Framsóknarmenn á Akranesi: Vilja að Gísli verði áminntur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.