Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 30
● Forsíðumynd: Cristal Bar tók mynd af verki Katrínar
Ólínu Pétursdóttur fyrir Zenses Group Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía
Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur
Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
HEIMILISHALD
ROALD EYVINDSSON
● heimili&hönnun
É
g hef síendurtekið rekið mig á það í gegnum tíðina að fólk virðist
halda að ég hljóti að lifa hinu fullkomna lífi fyrst ég er hommi og
heimilishaldið eins og klippt út úr einhverju glanstímariti.
Vinnufélagi minn rak til dæmis upp stór augu um daginn þegar
ég var að kveinka mér yfir heimilishaldinu; spurði forviða hvort það væri
ekki einmitt alltaf allt í himnalagi hjá okkur hommunum þar sem við
værum nú einu sinni snyrtipinnar og prúðmenni upp til hópa.
Ekki veit ég hvenær ranghugmynda af þessu tagi varð fyrst vart. Út-
breiðslu þeirra má þó sjálfsagt að einhverju leyti rekja til sjónvarps-
þátta sem gera út á staðalímyndir samkynhneigðra og hafa skotið föstum
rótum í vestrænni afþreyingarmenningu. Þar birtast hommar sem eins
konar nútímaútgáfur af álfkonum ævintýranna sem
sveipa allt góðri hulu. Hver furðuveran á fætur
annarri virðist búa yfir meðfæddum hæfileikum til
að fegra heimilið, framreiða veislurétti og kenna
gagnkynhneigðum körlum, sem virðast ekki geta
valið sér samstæða sokka hjálparlaust, að klæða sig
og öðlast um leið innri lífshamingju.
Sjálfstraust mitt er hins vegar sjaldan í eins miklum mínus og þegar
einhver af þessum blessuðu þáttum er í sjónvarpinu. Því enda þótt ég sé
gæddur ýmsum kostum verð ég seint talinn líklegur til stórra afreka á
heimilinu. Mér finnst fátt eins leiðinlegt og að ryksuga, get varla spælt
mér egg án þess að setja reykskynjarann af stað og frekar færi ég í sjálf-
skipaða útlegð til Tjernobyl heldur en að þrífa klósettið.
Stundum hefur hvarflað að mér hvað æðri máttarvöldum hafi gengið til
þegar þau bættu hommageninu í erfðamengið mitt. Var þetta bara svona
síðustu stundar ákvörðun eða gleymdist að bæta við ákveðnum eiginleik-
um í framleiðsluferlinu? Sannleikurinn er nefnilega sá að samkynhneigð-
ur karl sem skortir tískuvit og dálæti á heimilisstörfum er svona eins og
Landcruiser fjallajeppi án gps-tækis og á gatslitnum dekkjum.
Ekki bætir úr skák að ég giftist manni sem hefur álíka mikla óbeit á til-
tekt og undirritaður og er jafn vel enn meiri draslari þótt hann sé á móti
heimsins besti kokkur. Og í stað þess að láta sér standa á sama um drasl ið,
eins og sumir gætu haldið að gerðist í sambúð tveggja karla, fer fátt eins
mikið í taugarnar á okkur og þegar hinn gengur illa um. Þannig virðist
elskulegur eiginmaðurinn geta pirrað sig endalaust á því þegar ég gleymi
að hengja blautt handklæði til þerris, taka til í ísskápnum eða fara út með
ruslið. Á móti hef ég varið heilum áratug í að ráða í merkingu þess að
skilja eftir sig slóð af skítugum sokkum um allt hús.
Nei, það er sannarlega ekki alltaf tekið út með sældinni þegar tveir haug-
ar hefja búskap. Og engum ofsögum sagt að sjónvarpið segi ekki alltaf satt.
„Við sáum hana fyrst í glugga á forn-
sölunni í Zimsen-húsinu á Lækjar-
torgi. Ég varð alveg rosalega hrif-
in af henni og við fórum inn að
skoða. Hún átti að kosta 15.000 sem
mér fannst svolítið mikið miðað við
þann tíma en þetta var fyrir um tíu
árum. Ég ætlaði ekki að tíma því að
borga 15.000 fyrir einhverja mynd
eftir einhvern óþekktan mann og
eldgamlan svo að ég sleppti því
þá,“ segir Ólöf Elísabet Þórðardótt-
ir, sem heldur mikið upp á mynd af
tveimur munkum sem hangir í stof-
unni hennar.
„Svo gekk ég tvisvar sinnum
framhjá glugganum og í þriðja
skiptið fór ég inn til að athuga hvort
ég gæti ekki prúttað því ég gat
bara ekki hætt að hugsa um þessa
mynd. Ég fékk hana á 12.000 og sló
til,“ segir hún og sér ekki ögn eftir
kaupunum.
Myndin af munkunum er í falleg-
um litum, mosagræn og dökkbrún.
„Svo eru munkarnir svo skemmti-
legir á svipinn. Það er eins og þeir
séu að lesa eitthvað dónalegt. Það
hefur verið ýjað að því við mig að
þeir séu með eitthvert dónablað inni
í bókinni sem þeir halda á,“ segir
Ólöf Elísabet hlæjandi en munkarn-
ir tveir halla sér að hvor öðrum og
eru að lesa bók.
Myndin fékk strax heiðurssess á
heimilinu. „Við keyptum ljós til að
hafa við hliðina á henni og þegar
við fluttum var henni valinn góður
staður fyrir ofan sófann í stofunni,“
segir Ólöf Elísabet, sem telur að
aðrir fjölskyldumeðlimir séu einn-
ig mjög hrifnir af myndinni.
„Það er reyndar fyndið að það
var önnur mynd eftir sama málara
í búðinni sem var af tveimur sjó-
urum og svipuð upp sett. Ég tímdi
ekki að kaupa hana þótt hún væri
ódýrari en ég hef eiginlega séð eftir
því alveg síðan. Það hefði verið
gaman að eiga hana líka,“ segir hún
en málarinn heitir Aage Jessen og
er danskur. Meira veit Ólöf Elísabet
ekki þó hún hafi reynt að afla sér
upplýsinga um hann á netinu. „Ætli
ég lýsi ekki bara eftir myndinni af
sjóurunum hér með, ef einhver vill
selja hana,“ segir hún og hlær.
Ólöf Elísabet heldur mikið upp á
gamla muni og hefur safnað nokkr-
um í gegnum tíðina. Maður verð-
ur samt svolítið að passa sig þegar
maður býr í svona gömlu húsi eins
og ég að gera þetta ekki eins og hjá
gömlu fólki,“ segir hún kímin en
nefnir sem einn af uppáhaldshlut-
um sínum stól sem amma hennar
átti. „Þetta er gamall leðurstóll með
tréörmum. Það er frúarstóllinn,”
segir hún og skellir upp úr. - sg
Munkarnir keyptir í
fjórðu heimsókn
● Ólöf Elísabet Þórðardóttir heldur mikið upp á málverk af tveimur munkum sem hún
keypti á fornsölunni í gamla Zimsen-húsinu á Lækjartorgi.
Ólöf Elísabet við munkamyndina sem hún gat ekki hætt að hugsa um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Dans á rósum
„... frekar færi
ég í sjálfskipaða
útlegð til Tjern-
o byl heldur en að
þrífa klósettið.“
13. janúar 15. janúar
skólar og námskeið
ÞRIÐJUDAGUR 6. JANÚAR 2009
NORDICPHOTOS/GETTY
heilsa og lífsstíll
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
NORDICPHOTOS/GETTY
10. JANÚAR 2009 LAUGARDAGUR2