Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 51

Fréttablaðið - 10.01.2009, Page 51
LAUGARDAGUR 10. janúar 2009 www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Hrífandi verk sem snertir okkur öll EB, FBL örfá sæti laus í janúar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 11/1 tvær sýningar sun. 18/1 síðustu sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning lau. 10/1 örfá sæti laus sun. 11/1 uppselt Heiður Joanna Murray-Smith Frumsýning í Kassanum 24. janúar Nokkur hundruð verka Jóhannes- ar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag. Það sem ein- kennir sýninguna er að hún er sett fram í anda salon-sýninga, þar sem verkin þekja alla veggi sýningar- rýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu, rétt í þeim anda sem fyrstu sýningar hans voru. Byggir hún á hefð sem salon-sýn- inga í París á nítjándu öld. Sýningin byggir ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefn- um eða tímaröð. Áhersla er lögð á óvænt samhengi verkanna. Áhorf- andinn nálgast verk Kjarvals fyrirmælalaust og nýtur þess á eigin forsendum að skyggnast inn í hugarheim hans. Sýningin stend- ur til 13. apríl. Sýningarstjóri er Helga Lára Þorsteinsdóttir. Listasafn Reykjavíkur hefur leitast við að setja Kjarvalssafn sitt fram á ólíkan máta, með þema- tengdum sýningum, yfirlitssýn- ingum og samsýningum en í fyrsta sinn er safneignin sýnd í heild sinni, ef frá eru taldar teikningar og skissur sem eru í eðli sínu ekki sýningargripir eða tilbúnar til sýningar. Er spennandi að sjá alla safneignina í heild sinni sem sjald- an gefst tækifæri til. Kjarvalssafneign safnsins sam- anstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikningum og 159 málverkum. Kjarval ánafnaði Reykjavíkurborg Með tíð og tíma hefur safnið vaxið jafnt og þétt; bæði hafa verið keypt verk í safn- ið en einnig hefur því borist fjöldi ómetanlegra gjafa frá einstakling- um sem hafa styrkt safnið veru- lega. Sýningarsalurinn verður opn- aður kl. 14 en þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, fylgja gestum um sýninguna og ræða um hvernig safneign verður til, hvernig hún þróast, gildi hennar og hvaða þætt- ir geta haft mótandi áhrif á upp- byggingu hennar. Hann fjallar auk þess um ólíkar leiðir við framsetn- ingu sýninga og upphengingu verka; hvaða þýðingu slíkt hefur fyrir áhorfandann og miðlun verk- anna, en Listasafn Reykjavíkur fer nú ótroðna slóð í framsetningu sinni á verkum Kjarvals. - pbb Öll verk Kjarvals á salon MYNDLIST Undirbúning lokið og verkin komin upp í gær á Kjarvalsstöðum. MYND FRÉTTABLAÐIÐ/ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 10. janúar ➜ Opnanir 14.00 Tilbrigði við jökulinn Hrefna Víglundsdóttir opnar sýningu í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. 14.00 Lúmen Ásdís Kalman opnar sýningu í Listasal Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. 15.00 Tvær sýningar verða opnaðar í Hafn- arborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Íslenskir listamenn Ljósmyndir eftir Jónatan Grétars- son. Þættir Verk eftir Björgu Þorsteins- dóttur. 16.00 Kristján Steingrímur opnar sýn- ingu í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. 16.00 TRANSIT Hlynur Helgason opnar sýningu í Suðsuðvestri, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. 16.00 360 Hafsteinn Guðjónsson opnar sýna fyrstu einkasýningu í Hinu Húsinu við Pósthússtræti 3-5. ➜ Tónleikar 22.00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason verður með tónleika á Prikinu við Bankastræti. 23.00 Indie hljómsveitin Kuroi verður með útgáfutónleika á Grand Rokk við Smiðjustíg. Þar mun einnig koma fram Retro Stefson. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.