Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEFTEMBER 1982 3 fréttir ■ Svarta pannan, Tomma borgarar og Braut- argrill fengu hæstu einkunnirnar í skyndi- könnun er Neytendasam- tökin í Reykjavík gerðu á gæðum hamborgara 9 á skyndibitastöðum í Reykjavík nýlega, þar sem teldð var mið af næringar- gildi, verði og gerlafjölda. En einnig var lagt mat á bragðgæði, sem reyndust mjög 'inisjöfh, svo og saltinnihald. Allt upp í 90% munur reyndist vera á hæsta og lægsta verði á hamborgurum. Var þá einvörðungu miðað við kjötið í hamborgurunum, en allsstaðar voru keyptir ódýrustu og einföldustu ham- borgaramir, sem voru mjög misþungir. Meðalþyngd hamborgaranna (án brauðs og sósu) reyndist um 54 grömm og meðalverð þeirra um 33 krónur Neytendasamtökin gera könnun á gæöum hamborgara: SVARTA PANNAN MEB BESUIHAMBORGARANA — Allt upp í 90% munur á verði (meðalverð á 100 grömmum af kjöti því 61 króna). Meðalsamsetning reyndist vera 55% vatn, 28% hvíta, 14% fita og 2,6% aska, þar af um 1,5% matarsalt. Talsmenn Neytendasamtakanna tóku fram að hér væri um skyndikönnun að ræða. Könnun á næringargildi og gerlafjölda - sem framkvæmdar voru af Matvæiarannsóknum ríkisins og fæðu- deild Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins - ásamt bragðgæðum var byggð á sýnishornum frá einum degi en verðkönnunin frá þrem mismunandi dögum. Verðið á kjötinu í hverjum ham- borgara telja Neytendasamtökin mæli- kvarðann á það hvað neytendur fá fyrir peningana. Hæsta verð var 86 kr. fyrir 100 gr. af kjöti en lægsta verð 45 kr. fyrir 100 grömmin, sem er um 90% verð- munur, sem fyrr segir. Sömuleiðis var um 40% munur á hvítuinnihaidi ham- borgaranna og yfir 100% munur á fituinnihaldi. Summan úr tölunum yfir næringar- gildi, verð og gerlafjölda var notuð til að gefa hamborgurum heildareinkunn. Því lægri sem summa þessara talna er, þeim mun betri útkoma fyrir hvern skyndibitastað. Bragðgæðin voru hins vegar ekki reiknuð inn í heildareinkunn, en þau voru sögð mjög misjöfn, af ýmsum ástæðum og þá ekki eingöngu vegna þess að hráefni væri mismunandi. Saltinnihaldið var heldur ekki reiknað með í heildareinkunnum, en þeim gefin hæst einkunn sem minnst notuðu af salti, enda talið æskilegra að neytandinn fái sjálfur að stjórna því hve mikið salt hann notar. Varðandi saltið kom í Ijós að notkun þess virðist í meira lagi handahófskennd þar sem t.d. meira en sjöfaldur munur kom í ljós frá einum degi til annars á sama staðnum. „f fáeinum tilvikum fór saltinnihald yfir 2,5% og er hamborgarinn þá farinn að líkjast saltkjöti,“ segir í niðurstöðu Neytenjiasamtakanna. -HEI Rannsókn á gæðum hamborgara á 9 skyndibitastöðum Staður: Summa 1. nær- 2. 3. 4. bragð- 5. salt - 1-3 ingarg. gerlafj. verðkjöts gæði innihald Svarta pannan 7-8 1-2 2 4 2 2 Tomma borgarar 8-10 1-2 1 6-7 8 9 Brautargrill 10 5 4 1 3 7 Trillan 12 7 3 2 9 1 Texas Snack Bar 16 4 9 3 1 6 Askur Breiðholti 18 3 6 9 4 8 Winnies 18 8 5 5 7 4 Brauðbær 21 6 7 8 6 3 Góðborgarinn 23-24 9 8 6-7 5 5 ■ Hér sjáum við einkunnagjöf Neytendasamtakanna á hamborgurunum frá ofannefndum 9 skyndibitastöðum og eru allar tölur þeim mun betri sem þær eru lægri. Fremsti dálkurinn sýnir samanlagðar tölur þriggja fyrstu dálkanna, næringargildis, gerlafjölda og verðs. Er næringargildið miðað við að fita sé sem minnst og hvita sem mest og verðið miðað við hreint kjöt í hverjum borgara. Bragðgæðin eru siðan miðuð við meðaleinkunn fjögurra dómara og þá einnig aðeins miðað við kjötið. i Á töflunni má t.d. sjá að Svarta pannan og Tommi bjóða upp á besta kjötið og Brautargrill lægsta verðið. Að mati dómaranna var bragðið hins vegar best á Texas Snack Bar. ■ Stjórn- og starfsmenn Neytendasamtakanna sem kynntu niðurstöður ham- borgarakönnunarinnar fyrir fjölmiðlamönnum í gær. ■ Svarta pannan kom best út úr könnun Neytendasamtakanna. Tímamynd EUa „Ánægjulegar nidurstödur” — segir Þórdur Sigurdsson, einn adaleigandi Svörtu pönnunnar ■ „Niðurstöður þessarar könnunar eru ánægjulegar fyrir okkur á Svörtu pönnunni,“ sagði Þórður Sigurðsson, kokkur og einn aðaleiganda Svörtu pönnunnar er Tíminn hafði samband við hann vegna könnunar Neytendasam- takanna á gæðum hamborgara á 9 skyndibitastöðum í Reykjavík. Þó Þórður viidi ekki hafa mörg orð um könnunina sem slíka taldi hann þó að í niðurstöðunni felist ákveðin viðurkenning fyrir þau á Svörtu pönn- unni. „Það verður okkur - mér og mínu starfsliði - hvati tii þess að leggja okkur fram um að þóknast okkar viðskipta- vinum eins og við höfum reynt að gera hingað til“. -HEI „Þessi mismunur ákaf- lega einkennilegur” segir eigandi Gódborgarans, sem kom verst út úr samanburðinum ■ „Mér finnst þessi mismunur sem finnst hjá mér og ýmsum öðrum þessara staða ákaflega einkennilegur, a.m.k. hvað varðar næringargildi og gerla- fjölda, þar sem um nákvæmlega sömu hamborgarana er að ræða. A.m.k. þrír af þessum stöðum - Góðborgarinn, Winnies og Trillan - kaupa nákvæmlega sömu borgarana, svokallaða prótín- bætta hamborgara frá Sláturfélagi Suðurlands. Við vinnum þessa borgara ekki að öðru leyti en að steikja þá“, sagði Birgir Viðar Halldórsson, eigandi Góðborgarans. „Þetta getur ekki þýtt neitt annað en að framleiðslan hjá SS sé misjöfn frá degi til dags og það hafi hist svona illa á hjá mér þann dag sem könnunin er gerð. Mér finnst þetta því varla raunhæft", sagði Birgir Viðar. Þegar litið er á talnadálkinn yfir næringargildi hamborgaranna kemur f ljós að það er einmitt lélegast á hinum þrem fyrr- nefndu stöðum. -HEI GLÆSILEG ÁSKRIFENDAGETRAUN TÍMANS!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.