Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.09.1982, Blaðsíða 14
Prjónuð barnahúfa Húfan er prjónuö í tveim hlutum, framhluti og hnakkastykki. Framhluti: Fitjið upp á prjóna nr. 4 með munsturlit 29-33-37 lykkjur og prjónið slétt og munstur skv. uppskrift. Fellið af. Hnakkastykki: Fitjið upp á prjóna nr. 4 með munsturlit 15-19-23 lykkjur og prjónið munstur skv. uppskrift. 1. prjónn brugðið. Eftir 3 prjóna á að auka út um eina lykkju í upphafi og enda annnars hvers prjóns 5 sinnum. Prjónið síðan beint áfram þar til stykkið er orðið 11-12-13 cm. Fellið þá af eina lykkju í upphaf og enda annars hvers prjóns 6 sinnum. Þegar stykkið mælist u.þ.b. 19-20-21 cm. berið það saman við framstykkið, á að fella af. Frágangur og kantar: Leggið stykkin slétt á milli tveggja rakra klúta og látið þorna. Saumið saman framstykki og hnakkastykki. Veiðið upp með aðallit á prjóna nr. 3 1/2 u.þ.b. 97-101-107 lykkjur í framkant- inn og prjónið stroff, 1 I. sl. 1 I. br., 7 umferðir. Fellið af í stroffmunstri. Veiðið upp með aðallit á prjóna nr. 3 1/2 meðfram hálskantinum u.þ.b. 69-73- 79 lykkjur og prjónið stroff, 11. sl., 1 I. br., 7 umferðir. Á fjórða prjóni er gert gatamunstur þannig: 11. sl., * 2 1. saman, slegið upp á, endurtakið frá ★ út prjóninn og endið á 1 1. sl. Fellið af. Gerið snúru í óskaðri lengd og þræðið í gatamynstrið. Búið til tvo dúska og saumið sinn á hvorn enda snúrunnar. ■ Þetta er sígilt húfumunstur. E.t.v. hafa núverandi mæður ungra bama borið slíkar húfur, þegar þær vora litlar. Nú geta þær gefið sínum bömum slíkar húfur, uppskriftin er bæði fljótleg og einföld. ■ Það fer ekki framhjá neinum, að nú er skammt að bíða vetrarins. Hlýjar og góðar húfur eru nauðsynlcgur hluti góðs klæðnaðar, þegar úti blása vetrarvindar. Uppskriftin, sem hér fylgir með, er falleg og einföld og umfram allt fljótleg. En það besta við þessa húfu er, hvað hún hefur gott lag, hún fellur vel að höfðinu og er þægileg. Stærð: 4-6-8 ára Gara: 1-1-2 hnotur af aðallit, 1-1-1 hnota af munsturlit Prjónar: nr. 3 1/2 og 4 Prjónafesta: 20 I. sl. prjón = 10 cm. Gangið vel úr skugga um að prjónafest- an sé rétt. Ef ekki, skiptið þá um prjóna. Byrjið og endið alla prjóna með 1 sléttri lykkju, kantlykkju. Kantlykkj- urnar eru reiknaðar með á munsturupp- skriftinni. Ur Tilraunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar: l—1 " 11 11 1 !■■»■■■■■■■■■■' ■■ — — | Réttir með rjómaskyri ■ Rjómaskyr er ný tegund á mjólkur- vörumarkaði. 1 rjómaskyr er bætt mjólkurfitu, þ.e. rjóma, u.þ.b. 3% og gefur það skyrinu betrabragð og fallegri áferð. Rjómaskyr hentar sérlega vel til ýmiss konar matargerðar, t.d. baksturs og í pottrétti, og að sjálfsögðu er það mjög gott eins og það kemur fyrir beint úr dósinni með rjóma og sykri eða ferskum og niðursoðnum ávöxtum. Hér fylgja þrjár uppskriftir frá Tilraunaeldhúsi Mjólkursamsölunnar af kjötrétti, gerbakstri og köku, sem bæði má nota sem ábætisrétt eða með kaffinu. Kjöthakk m/rauðrófum 400 gr nautahakk smjör 1 tsk. salt 1/4 tsk. svartur pipar 1/2 dl saxaðar rauðrófur 1/2 dl saxaðar sýrðar smágúrkur 1 msk. saxaður kapers 2 dl rjómaskyr Til skreytingar og bragðbætis er sett ofan á réttinn: 1/2 dl saxaðar rauðrófur 1/2 dl saxaðar sýrðar smágúrkur Brúnið nautahakkið á pönnu eða í potti. Kryddið og blandið síðan rauðróf- um, gúrkum og kapers saman við. Rjómaskyrinu er að síðustu bætt út í og látið malla hægt í 5 mín.. Hellið réttinum á fat eða í víða skál og dreifið rauðrófum og sýrðum smá- gúrkum yfir. Borið fram með soðnum kartöflum og hrásalati. Tebrauð 100 gr. brætt smjör 1 dl mjólk 50 gr pressuger (eða 5 tsk þurrger) 1 stk. egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 dl rjómaskyr 350 gr. hveiti (6 dl.) Blandið mjólk og bræddu smjöri í skál og hrærið gerinu vel saman við. Hrærið egginu út í skálina og þar á eftir salti, sykri og hveiti (takið svolítið frá svo að deigið verði ekki of stíft). Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og fletjið út í aflanga köku ca. 20x65 cm á kant. Brjótið kökuna saman í þrennt og skerið í jöfn stykki (12-14 stk) og raðið á plötu með samskeytin niður. Látið brauðin lyfta sér á plötunni í ca. 30 mín. Penslið með eggjablöndu og stráið birkikorni yfir. Bakið í miðjum ofni við 200-225°C í 10-15 mín. Berið fram með smjöri og osti. - Tebrauðin henta mjög vel til frystingar. Ferskjuskel DEIG: 2 dl haframjöl 1 dl hveiti 2 msk. sykur- 125 gr smjörlíki 2 msk. vatn FYLLING: 2 eggjarauður 2 msk. flórsykur 1-2 msk. Floridanaþykkni 2 dl þeyttur rjómi 2 dl rjómaskyr. Blandið þurrefnunum saman á borð og myljið smjörlíki saman við. Hrærið vatninu út í og hnoðið í deig sem þrýst er í mót með háum börmum. Þannig bökum við skel sem við hellum fyllingunni ofaní. Skelin er bökuð við 200°C í 20 mín. Þeytið egg og sykur í þétta froðu og látið Floridanaþykknið og skyrið út í. Þeytið rjómann og blandið saman við eggjahræruna. Hellið fyllingunni í skel- ina sem hefur kólnað og látið bíða í kæliskáp í 1-2 klst. Skreytt með ferskjum. Þessi skel er góð sem ábætisréttur og/eða með kaffi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.