Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER1982 5 fréttirj Dýr og vandaður vegur lagður með rafmagnslínunni frá Sigöldu að Prestbakka í stað þess að nota þann veg sem fyrir er, þvf... SUÐURLÍNAN MA ALLS EKKI SJAST FRA FJAIiABAKSLEIÐ — í framtlðinni verða tveir vegir á þessum slóðum og báðir nánast gagnslausir ■ Merkilegar vegaframkvæmdir standa yfir í námunda Fjallabaksleiðar. Er verið að vinna þar að lagningu vegar með svokallaðri Suðurlínu, frá Sigöldu um 40 kílómetra leið að Prestbakka í Síðu. Er hér um mjög góðan veg að ræða og dýran, en það merkilega er að litlar líkur eru taldar á að hægt verði að nýta hann til nokkurs annars gagns, en að komast að línunni í framtíðinni. „Þetta er fullgildur vegur og fær þyngstu bílum en ég fæ ekki séð að hann verði ferðamönnum né öðrum að miklu gagni í framtíðinni“, sagði Brandur Stefánsson, fyrrverandi vegaverkstjóri á Vík í samtali við Tímann, en Brandur, sem gengið hefur undir nafninu Vatna- Brandur er löngu þjóðkunnur fyrir störf sín að vegamálum á Suður- og Suðaust- urlandi. Að sögn Brands er þessi vegur lagður á vegum Rafmagnsveitna ríkisins og verður hann lagður nánast beint af augum stystu leið yfir hálendið niður í byggð. Engar brýr verða gerðar á veginn þar sem hann liggur yfir gil og ár og nefndi Brandur þar sérstaklega Skaftá, Hánýpugil og Klappargil. Þar verða vegir lagðir sitthvoru megin við hindran- irnar. - Ég fæ ekki séð afhverju ekki var hægt að leggja línuna nær Fjallabaks- leið, sem þarna er skammt undan og nota þar með þann veg, sagði Brandur. Brandur sagði að litlar endurbætur hefðu verið gerðar á Fjallabaksleið, síðan hann vann við úrbætur á veginum fyrir 12 árum og væri vegurinn því mjög erfiður yfirferðar að sumarlagi og nú nánast ófær. - Það er trúlega farið stystu leið með línuna enda mun hún ekki ódýr, en mér er ómögulegt að skilja að þessi mál skuli ekki hafa verið skoðuð betur áður en ráðist var út í kostnaðarsamar fram- w ■ „Þangað liggur beinn og breiður vegur.„“ Eins og sjá má á myndinni er hér um miklar framkvæmdir að ræða, en sá galli er á gjöf Njarðar að Suðurlínuvegurinn verður brúarlaus og því ófær og gagnlaus öllum nema þeim sem þurfa að komast að línunni. Tímamynd Sigurjón Valdimarsson Strengjasveit Tónlistarskólans komin í úrslit í Belgrad: ffí sjöunda himni að hafa náð svo langt” Guðnadóttir fiðluleikari ■ „Við erum í sjöunda himni með að hafa náð svona langt" sagði Gréta Guðnadóttir fiðluleikari í Strengjasveit Tónlistarskólans er Ijóst varð að Strengjasveitin hafði komist í aðalúrslit- in í alþjóðlegri keppni strengjasveita sem nú fer fram í Belgrad í Júgóslavíu. Aðalúrslitakeppnin fer fram í dag en í henni taka þátt, auk Strengjasveitar Tónlistarskólans, sveitir frá Finnlandi (tvær sveitir), frá Bretlandi, Póliandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Árangur íslendinganna er mjög góður er haft er í huga að þau eru langyngsta sveitin hvað meðalaldur varðar en þau eru á aldrinum 14-22 ára, níu stúLkur og tveir drengir. Þessi keppni fer fram að vegum Jeunesse Musicale en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk strengjasveit tekur þátt í keppni af þessu tagi. í úrslitunum mun sveitin flytja verkin Simple Symphonie eftir Benjamín Britt- en og Perpetuum Mobile eftir Hovarth. Samkoma Gilwellskáta að (Jlfljótsvatni ’82 ■ Laugardaginn 2. október 1982 koma Gilwellskátar saman til endurfunda að Úlfljótsvatni. Er þetta samkoma þeirra sem lokið hafa hinni alþjóðlegur Gilweliþjálfun, sem er veigamikill þátt- ur í starfi skátahreyfingarinnar um víða veröld. Auk þess sem skátar koma saman og rifja upp gamlar minningar verður sérstaklega fjailað um Úifljóts- vatn og framtíð þess einkum þátt Gilwellskáta í vexti og viðgangi staðar- ins. Mjög mikilvægt er að allir þeir sem sótt hafa Gilwellnámskeið komi að Úlfljótsvatni 2. október. Dagskrá hefst kl. 17.00 með helgistund í Úlfljótsvatns- kirkju og talar þá Jónas B. Jónsson fyrrum skátahöfðingi. Stjórnandi sveitarinnar er Mark Reed- man. - FRI Fyrstu Háskóla- tónleikarnir: Tvö verk frumflutt ■ Fyrstu Háskólatónleikar vetrar- misseris verða.fimmtudaginn 30. sept. í NORRÆNA HÚSINU og hefjast þeir í hádeginu, kl. 12.30. Þóra Johansen og Johan Donker Kaat leika á sembal og horn. Fyrst verður frumflutningur á Prelude Daan Manneke. Þá verður leikið verkið Sambúðarsundurþykkja eftir Lárus H. Grímsson og loks Konsert fyrir horn og segulband eftirTera Marez-Ovens, verk sem ekki hefur heyrst fyrr á íslandi. Þessir Háskólatónleikar eru nokkurs konar fyrirburður, því sjálf tónleika- röðin hefst ekki fyrr en eftir u.þ.b. 3 vikur. Verður hún nánar kynnt síðar. - Sjó. kvæmdir, sem hafa takmarkað gagn í för með sér í framtíðinni. Fjallabaksleið er neyðarvegur ef eitthvað skeður á Mýrdalssandi s.s. ef Kötlugos yrði, en eins og ástandið er í dag er sá vegur ekki til stórræðanna, sagði Brandur Stefáns- son. Samkvæmt heimildum Tímans er þessi nýi vegur sem unnið var að áður en verkfall skali á, m.a. tilkominn vegna þess að rafmagnslínan með tilheyrandi möstrum má ekki sjást frá Fjallabaks- leið. Ráða þar einhver náttúruvemdar- sjónarmið og því verða í framtíðinni tveir vegir á þesum slóðum og báðir nánast gagnslausir. -ESE IGLÆSILEG * ÁSKRIFEND AGETRAUNI 4. nóv. 1982 17 des. 1982 Húsgögn frá Nýform Hafnarfirði Verðmæti 25.000 kr. 3. feb 1983 T Sharp myndband og sjónvarp Verðmæti 50.000 kr. Nad og JBL hljómflutnings- tæki Verðmæti 25.000 kr. 3. mars 1983 Opið til 19.00 í kvöld sími 86300 Daihatsu Charade 1983. Verið með frá byrjun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.