Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER1982 erlent yfirlit ■ Forsetaskipti verða í Mexikó 1. desember n.k. Þá lætur José Lopez Portillo af embætti, en hann hefur setið á forsetastóli síðan 1976, og við tekur Miguel de la Madrid, sem kjörinn var í sumar. Nokkur ótti hefur gripið um sig í Mexikó um að lýðræðinu þar í landi sé hætt vegna þeirra efnahagshremminga sem dunið hafa yfir þjóðina á þessu ári. Eftir byltinguna 1917 voru herforingja- stjórnir við völd allt fram til 1946, en síðan hafa kjömar ríkisstjórnir setið að völdum. En herinn hefur einnig sitt að segja í stjómmálum landsins. Að minnsta kosti verða stjórnmálamenn að taka fullt tillit til hans. Sambúð hersins og Portillo forseta hefur verið góð. Enda var góðæri mestan hluta stjórnartíma hans miðað við allar aðstæður og með tilliti til hvernig þeim málum er yfirleitt háttað í Rómönsku Ameríku. Mexikó hefur lengi verið olíufram- leiðsluríki, en fyrir nokkmm ámm fundust þar meiri olíulindir en dæmi em til á vesturhveli jarðar. Hinn nýfundni auður glæddi bjartsýni um blómberandi Mexlkó: erlendar f réttir ■ Ólögleg gjaldmiðilsverslun blómstrar í Mexikó í kjölfar gengislækkana og ótryggs ástands í fjármálum. Stenst lýdrædid efnahagskreppuna? framtíð og tekin voru lán á lán ofan til margs konar verkefna og framkvæmda. Herinn naut góðs af. Hann var stækkaður að mun, laun hermanna hækkuð og þeim veitt forréttindi. Herforingjarnir fengu ný og betri vopn og undu glaðir við sitt og töldu Portillo mikilhæfan leiðtoga. Nú er slegið í bakseglin og er kunnara en frá þurfi að segja að olíuverð lækkaði og eftirspurn minnkaði til muna. En skuldirnar em ógreiddar. Þetta er sá búskapur sem Madrid tekur við 1. desember. í ár hefur gengi mexikanska gjaldmið- ilsins fallið gífurlega og enn stendur gengisfelling fyrir dymm. Spákaup- mennska blómstrar, en atvinnulífið er fjárvana og glæstar vonir að engu orðnar. Portillo forseti hefur gert mjög róttækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir algjört hmn. Meðal annars hefur hann þjóðnýtt helstu banka landsins og fleira í þeim dúr, sem að öllu jöfnu fellur ekki í kramið hjá íhaldssömum herfor- ingjum. En herinn hefur marglýst hollustu við Portillo og aðgerðir hans. Þegar Madrid tekur við völdunum er fastlega búist við að hann þurfi enn að herða tökin á efnahagsmálunum og þá reynir á hvort herinn verður honum trúr og fylgispakur. Eftir stjórnartíð Por- tillos er herinnöflugriog betur búinn en hann hefur verið áratugum saman. Það ríkir mikill agi í hernum og er hlýðni við yfirmenn æðsta boðorðið. Það virðist næstum hefð í Mexikó við hver stjórnarskipti að orðrómur kemst á kreik um að valdataka hersins standi fyrir dyrum. En forsetar og hershöfð- ingjar hafa lynt hvorir við aðra allt frá 1946 og lýðræðinu ekki stafað hætta af hernum. En aðstæður eru nú um margt ólíkar því sem áður var. Vegna góðs aga í hernum er talið útilokað að lágt settir liðsforingjar hugsi sér til hreyfings og geri tilraunir til valdaráns. Öðru máli gegnir ef æðstu yfirmenn hersins telja að það sé landinu fyrir bestu að þeir taki að sér stjórnina. Þá mun heraginn ekki bregðast þeim. Hollusta hersins getur því verið tvíbent vopn. Miguel de la Madrid er ekki öfundsverður af því hlutverki sem hann tekur við eftir rúma tvo mánuði. Hann verður að borga skuldirnar sem fyrir- rennari hans efndi til og draga úr eyðslu. Það hlýtur að bitna á hernum eins og öðrum stofnunum ríkisins. Portillo efldi herinn og mokaði í hann fjármagni en Madrid verður óhjákvæmilega að draga verulega úr útgjöldum til hans. Hers- höfðingjarnir vita sem er að það verður óhjákvæmilegt, en hvemig bregðast þeir við? Það er sú spurning sem brennur á vörum Mexikana. Ef herinn álítur að ríkinu sé stefnt í stjórnleysi telur hann skyldu sína að víkja stjórnmálamönnum til hliðar og koma sjálfur á röð og reglu í landinu. Þetta er hið hefðbundna mmmwmm&m ■ Olíugróðinn er minni en ætlað var og Mexikanar súpa nú seyðið af því. mynstur sem allir herforingjar í Róm- önsku Ameríku fara eftir er þeir gera stjórnarbyltingar og taka völdin í sínar hendur. Mexikanski herinn nýtur meiri virð- ingar meðal þjóðarinnar nú en oftast áður. Hann er fjölmennari og betur búinn eins og komið erframog aginn innan hans er það góður að hermennirn- ir haga sér ekki eins og bandíttar gagnvart eigin landsmönnum, eins og títt er um hermenn í þessum heimshluta. Þvert á móti hefur herinn komið fólki til hjálpar á neyðarstundum svo sem þegar náttúruhamfarir geisa eða bjarga þarf uppskeru o.s.frv. Þá hefur herinn verið notaður til að kljást við smyglara og alls kyns óaldarflokka, sem plagað hafa heiðvirt fólk úti á landsbyggðinni. Einnig hefur hann unnið að upprætingu ólöglegrar ræktunar á marijuana og opíums, en bændur yfirleitt kæra sig ekkert um slíka starfsemi í sinni sveit, því henni fylgir alls kyns glæpamennska og yfirgangur. Almenningur lítur því fremur á herinn sem verndara en ofsækjendur eins og títt er um gjörvalla Rómönsku Ameríku. En tíminn einn leiðir í ljós hvort Mexikó verður áfram lýðveldi eða lýtur herforingjastjórn um lengri eða skemmri tíma. Oddur Ólafsson skrifar Vestur-Þýskaland: Kohl verður kanslari — Nægilega margir þingmenn frjálslyndra styðja vantraustið á Schmidt ■ Helmut Kohl leiðtogi kristilegra demókrata verður að öllum líkind- um næsti kanslari Vestur-Þýska- lands, þar sem ljóst er að stjórnar- andstöðuflokkarnir á þinginu í Bonn hafa nóg fylgi til að koma vantrausts- tillögu sinni gegn stjórn Schmidt kanslara í gegn. Meðlimir þingflokks frjálslyndra demókrata munu styðja ákvörðun formanns síns, Genschers, um að ganga til samstarfs við Helmut Kohl um vantraust, en um tíma leit út fyrir að ekki yrði nægilegur stuðningur í I liði Genschers vegna úrslitanna í | Heese um helgina þar sem frjáls- lyndir þurrkuðust út af fylkisþinginu. Eftir ákafar umræður í þingflokki frjálslyndra í gærdag kom í ljós að stór meirhluti hans fylgir Genscher að málum. ísraelsstjórn: Skipar rann- sóknarnefnd |— til að kanna fjöldamorðin í Beirút I Stjórn Begins í ísrael hefur látið I undan vaxandi þrýstingi heima fyrir og erlendis og ákveðið að koma á fót réttarrannsóknamefnd til að kanna tildrög fjöldamorðanna í vesturhluta Beirut fyrir tveimur vikum. Begin hefur verið harður í afstöðu sinni gegn slíkri rannsókn en varð að láta undan vegna hættu á að stjórn hans félli vegna þessa máls. Einn ráðherra hans hefur þegar sagt af sér vegna málsins og útlit var fyrir að aðrir fylgdu í kjölfarið. Rannsóknarnefndinni er ætlað að rannsaka bæði pólitiskar og hernað- arlegar hliðar fjöldamorðanna og hefur vald til að kalla hvaða vitni sem er fyrir sig, en stjórnvöld í ísrael vona að skipun hennar muni lægja mótmælaöldunnar sem komið hafa upp vegna málsins. Bæði Verkamannaflokkurinn og „Friður nú“ hreyfingin í fsrael hafa fagnað þessari ákvörðun en segja jafnframt að þau muni áfram vinna að afsögn Begins og varnarmálaráð- herra hans Sharon. fsraelsmenn horfnir frá vesturhluta Beirút: Neita að yf ir- gefa flugvöllinn ■ fsraelsmenn hafa nú að fullu dregið herlið sitt frá vesturhluta Beirutborgar en þeir hafa neitað að láta af hendi stöður sínar við flugvöllinn í Beirut og segja að þeir vilji hafa tryggingu fyrir því að flutningavélar geti áfram lent þar. Bandaríkjamenn hafa á hinn bóginn alfarið neitað því að senda landgönguliða sína inn í borgina fyrr en ísraelsmenn hafa að fullu horfið frá borginni en landönguliðarnir eru sem kunnugt er hluti hins alþjóðlega friðargæsluliðs sem taka á sér stöðu í vesturhlutanum, og mun hafa komið til allsnarpra orðaskipta á milli Morris Draiper, sérlega sendifull- trúa Bandaríkjanna og yfirmanns Norðurhers ísraels á flugvellinum vegna veru fsraelsmanna þar. Talsmaður stjómarinnar í Wash- ington sagði í gær að hann byggist samt við því að landgönguliðarnir myndu taka upp stöður sínar í dag eins og áformað er nema einhver vandræði yrðu á síðustu stundu. ■ Sovétríkin: Hásettur sovéskur embættismaður hefur gagnrýnt stjórn Reagans harðlega fyrir afstöðu hennar í afvopnunarmálum. í grein sem birt hefur verið í blaðinu Literary Gazette í Moskvu í dag ásakar embættismaðurinn Bandaríkjamenn um að hafa unnið skemmdarverk á þeim afvopnunarviðræðum sem nú standa yfir og segir m.a. að engin stjórn Bandaríkjamanna frá strðslokum hafi verið jafn hemaðarlega sinnuð og núverandi stjórn. Viðræður um fækkun meðaldrægra eldflauga í Evrópu hefjast á ný í Genf á fimmtudaginn og sagði talsmaður Bandaríkjamanna að þeir myndu leggja áherslu á afnám allra slíkra eldflauga í Evrópu. Indland: Thatcher forsætisráðherra Bretlands hefur haldið heim á leið í ferð sinni um Austurlönd fjær og mun hún hafa viðkomu á Indlandi í bakaleiðinni þar sem hún ræðir m.a. við Indim Gandhi. Bandaríkin: Pym utanríkisráðherra Breta og Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna áttu viðræður í New York en í þeim var hvergi minnst á gasleiðsluna frá Síberíu. Báðir forðuðust þetta umræðuefni en einbeittu sér í staðinn að umræðum um aðrar leiðir sem gætu komið til greina við að setja þrýsting á Sovétmenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.