Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.09.1982, Blaðsíða 9
■ Edward Koch (t.h.) ræðir hér við einn New York búann á matsölustað. Þór Eysteinsson skrifar frá New York því til góða. Af skattastefnu og félagsmálapólitík Koch má þó ráða að hann er fyrst og fremst borgarstjóri millistéttarinnar og lítill vinur fátæklinga og þeirra sem minna mega sín. Fram tii þessa hefur hann lítið hyglað stórfyrir- tækjum, því mörg þeirra hafa flúið borgina til annarra borga og fylkja.þar sem drengirnir hans Reagans (t.d. Tom Kean ríkisstjóri í New Jersey) hafa komist til embætta. Þó virðist orðin breyting hér á, í því augnamiði að auka atvinnu í borginni. Sú spenna sem virðist ríkja milli borgarstjórans og minnihlutahópa birtist í ýmsum myndum. í mai sl. tók innflytjendaeftirlitið sig til og fram- kvæmdi „rassíu“ íborginni, þ.e. smalaði saman ólöglegum innflytjendum á vinnustöðum. Talið er að um 200 þúsund manns starfi ólöglega í borginni, en aðeins um 200 náðust í þessari aðgerð. Flestir þeirra voru frá Puerto Rico. Aðgerðin var greinilega sýndar- mennska: fjölmiðlar voru viðstaddir, og var kostulegt að sjá starfsmenn eftirlits- ins á harðahlaupum um hafnarbakka og verksmiðjuport á eftir þessu iðjusama fólki, í beinni sjónvarpsútsendingu. Forystumenn Puerto Rico-manna hér komu síðar fram í fjölmiðlum, hinir reiðustu, og sögðu þetta enn eitt dæmið um fjandskap Koch borgarstjóra við sitt fólk. Skal ósagt látið hvort hann stóð fyrir þessu. Baráttan við glæpamenn í baráttunni gegn glæpum hefur Koch ýmis ráð á takteinum, og gumar óspart af auknum árangri. Því til stuðnings bendir hann á að New York sé aðeins í níunda sæti á listanum yfir glæpatíðni í bandarískum borgum. Hins vegar má túlka tölur í þessu sambandi á báða bóga. Helsta ráðið er að fjölga í lögreglunni, en minna hefur orðið úr framkvæmdum í þeim efnum. Jafnframt að fjölga dómstólum og dómurum, og herða refsingar. Önnur ráð hans bera fremur þess merki að vera ætlað að veiða atkvæði en að alvara sé að baki. Gildir hið sama þar og um allt sprellið frammi fyrir fjölmiðlum. Má þar nefna þá hugmynd að láta sk. „graffiti"- málara sem staðnir eru að verki þvo „listaverk" sín burt, og jafnvel annarra verk í leiðinni. Pessir menn herja aðallega á neðanjarðarlestir, og er vitanlega til- komumikið sjónvarpsefni að sjá þá með klút á lofti. En „graffiti" listin lifir enn jafn góðu lífi. Þetta spara-þó fangelsis- pláss og skriffinnsku, en fangelsi hér eru svo yfirfull að varla rúmast þar aðrir er stórglæpamenn. Borgarbúar kvarta mjög undan smáaf- brotamönnum sem vaði uppi án refsing- ar, og til lausnar á því máli hefur Koch látið koma upp „fanganýlendum" á tveim litlum eyjum í Hudson-ánni, Rikers- og Hart Islands, þar sem þessir pörupiltar eru látnir vinna með haka og skóflur. Pangað eru sendir verstu „graffiti" -málarar, tösku- og vasaþjófar og sk. „þríkorta“ -svindlarar, sem fara sérstak- lega í pirrurnar á Koch, þar sem þeir starfa fyrir opnum tjöldum. Þeir starfa á götum úti á Manhattan-eyju, og nota yfirieitt heimatilbúin „borð“ úr pappa- kössum. Á þessum „borðum" liggja þrjú spil, eitt „rautt“(þ.e. hjarta eða tígull) og tvö svört. Spilum þessum raða þeir á ýmsan máta, en þó þannig að eitt „svart“ snúi upp. Gangandi vegfarend- um er frjálst að staldra við og veðja á hvar „rauða“spilið liggur. Lágmarks- verð er oftast um 30 dollarar. Oft er mannþröng við borðin, en ef ekki, eru a.m.k. tveir „gangandi vegfarendur" sem veðja grimmt, og vinna alltaf. Það eru hjálparkokkar svindlarans, sem fúsir eru að benda öðrum á hvar „rauða“ spilið liggur. Ef mannþröng myndast eru vasaþjófar sjaldnast víðsfjarri. Það getur verið gaman að fylgjast með þessum herrum, en hér eru þaulvanir „atvinnumenn" á ferð, og lítil von um vinning. Þrátt fyrir „fanganýlendumar“ gengur illa að stemma stigu við þessu. Það ráð sem sennilega hefur dugað best í baráttunni við glæpi er götueftirliti á vegum hverfanefnda Sjálfboðaliðar á öllum aldri, vopnaðir labb-rabb tækjum fylgjast með mannaferðum, og skiptast íbúar sjálfir á um þetta starf. Hugmynd- in er ekki komin frá Koch sjálfum, en borgin styður við þetta og geta menn fengið þjálfun hjá lögreglunni. Ljóst er að í þeim hverfum þar sem slíkt starf er unnið hefur ránum, innbrotum og ofbeldisglæpum fækkað mjög. Það sem gerir baráttuna gegn glæpum erfiða er valtur fjárhagur borgarinnar, sem ekki batnar við stefnu alríkisstjórn- arinnar, og þær aðstæður sem fyrir hendi eru í borginni. Til margs þarf að hugsa þegar teknar eru ákvarðanir í þessari hringiðu fólks af margvíslegum uppruna og hugsunarhætti. Mörgum þyki Koch skorta víðsýni að þessu leyti, og einblíni á harðar refsingar og lögregluaðgerðir í stað þess að grípa í rætur vandamálsins. Aðrir benda á að rætumar liggi víðar en í borginni. Sakamálakerfi landsins sé í molum, og þar sem fangelsi eru víðast yfirfull, leiki margir afbrotamenn lausum hala og leiti til New York: þar sé stærri fanga að leita . Það hefur kveðið að því að dómstólar í öðrum fylkjum beinlínis sendi afbrota- menn til New York í stað fangelsa. Þekkt dæmi er af manni einum sem í fyrra var handtekinn í Boston fyrir líkamsárás. í ljós kom að hann var með langa sakaskrá yfir svipuð afbrot. Dómarinn bauð honum tvo kosti: að fara í fangelsi þar og þá, eða rútumiða til New York. Maðurinn tók síðari kostinn. Fylgdu starfsmenn dómsins honum á næstu biðstöð Greyhound-fél- agsins og biðu þar til vagninn hvarf burt með manninn. Af þessu er ljóst að aðgerðfr einnar borgarstjómar duga skammt. Duglegur að vekja athygli Þrátt fyrir misjafnan árangur á þessu sviði sem mörgum öðrum í starfi sínu er Koch furðu vinsæll meðal borgarbúa, og í raun mun vinsælli meðal minnihluta- hópa en ætla mætti. Maðurinn er duglegur við að vekja athygli á sjálfum sér, og hana jákvæða, enda segja illar tungur að hann hafi sérstaka menn í starfi við að kalla til blaðamenn. Ef borgarstjórinn lætur svo lítið að þramma í skrúðgöngu, standa i biðröð með öðrum borgurum fyrir framan miðasölu, eða líta inn á útsölur hjá stórverslunum, eru blaðamenn sjaldan fjarri. Og ekki vantar pólitískan metnað. Skömmu eftir borgarstjómarkosningar lýsti hann því yfir að hann myndi taka þátt í ríkisstjóraforkjöri demókrata nú í ár. Áður hafði hann fari miður fögrum orðum um höfuðborg fylkisins, Albany, og íbúa hennar, en dró það allt til baka. Er það ekki í fyrsta skipti sem hann skiptir um skoðun ef það hentar best, jafnvel margsinnis í sama máli. í fyrra kallaði hann konu eina, sem situr í borgarstjórn, „hryllingssýningu“ ogöðr- um nöfnum sem ekki eru hafandi eftir, en nú nýlega lýsti Koch því yfir að hún væri vel hæf til að verða eftirmaður sinn. Núverandi ríkisstjóri, Hugh Carey, hefur gegnt því embætti í tvö kjörtíma- bil en lýsti því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér. Hann hefur lent í hneykslismálum vegna hjónabands síns og fjármálaumsvifa frúarinnar, og treysti sér því ekki í framboð. þjóðarmorð er nú framið í Líbanon á palestínsku þjóðinni. Gerræði dauða- sveita síonista í Líbanon og áform þeirra þar er nú endanlega afhjúpað. Ályktun SUF um Líbanon er því enn mikilvægari en áður í ljósi síðustu atburða í Líbanon. Hún ætti þess vegna að verka sem siðferðishvati til þeirra sem henni er beint til, auk þess að höfða til íslenskra stjórnvalda á þá leið, að ísland viðurkenni þegar í stað þjóðfrelsishreyfingu palestínsku þjóðar- innar PLO, og þar með þau sjálfsögðu þjóðréttarmál sem hún berst fyrir í dag til handa palestínsku þjóðinni, þjóðfrels- ismál, er engum ætti að standa nær að skilja og smáþjóð sem okkur íslending- um- Flateyri, 20. sept. 1982 Guðmundur Jónas Kristjánsson. Stjórnmálaályktun 19. þings Sambands ungra Framsóknarmanna: Leiðrétting ■ Stuttu eftir að 19. þing Sambands ungra framsóknarmanna var haldið að Húnavöllum í byrjun þessa mánaðar var birt hér í blaðinu stjórnmála- ályktun þingsins. Komið hefur í Ijós að eina setningu vantaði í það handrit sem blaðinu barst til birtingar. Verður sá kafli ályktunarinnar endurbirtur og sú setning sem niður féll feitletruð: „Þingið telur mjög brýnt að stjórnar- skrárnefnd skili tillögum í kjördæma- málinu hið allra fyrsta. I því sambandi er áriðandi að vægi atkvæða verði sem líkast því sem það var er núverandi kjördæmaskipun var ákveðin. Nauð- synlegt er að stjórnmálaflokkarnir fái lágmarkstíma til þess að fjalla um málið.“ byggt og búið r gamla daga ■ í útreiðartúr í nágrenni Stykkishólms um 1910. Hver eru þau? Hvaða fólk er þetta? Ung kona í Stykkishólmi um 1910. ■ Þekkir einhver þessa konu, sem Hver er konan? mynd var tekin af í Stykkishólmi um 1910? ■ Fjölskyldumynd tekin í Stykkishólmi um 1910. Hvaða fjölskylda er þetta? Ingólfur Davíðsson, skrifar - 356 ■ Myndir þessar voru teknar í Stykkishólmi og nágrenni um 1910, og mun Þorleifur Þorleifsson hafa tekið þær (frekar en Pétur Leifsson). Fróðlegt er að virða fyrir sér fatatískuna fyrir 70 árum. Myndar- legt er fölkið og hestarnir. Ef einhver lesandi kannast við fólkið er hann vinsamlega beðinn að gefa upplýsingar til þáttarins. Jóhann Rafnsson í Stykkishólmi sendi myndirnar fimm. ■ Myndin er tekin í útjaðri Stykkis- hólms, líklega í „Stöðinni“ svokallaðri. Hver er maðurinn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.