Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 25
5 MENNING
S
teinsmiðurinn, þriðja
bók Camillu Läck-
berg, kom út í
íslenskri þýðingu
Önnu Ingólfsdóttur í
haust. Þeir sem lesið hafa
hinar tvær sögur hennar, það
er Ísprinsessuna og Predikar-
ann, urðu ekki fyrir vonbrigð-
um. Þar lék Camilla sér meira
að því að horfa aftur í tímann
og er þar með að segja tvær
sögur í einni sem skarast svo
á köflum.
Camilla Läckberg er fædd
1974 og hefur því á sínum
stutta ferli náð undraverðum
árangri – ekki síst hvað sölu
snertir. Þetta hefur pirrað
margan stórlistamanninn og
er hún oft ásökuð fyrir að
vera meira á ferðinni að halda
fyrirlestra og sýna sjálfa sig
heldur en að halda sér við
skrif sín. Þetta lætur hún ekk-
ert á sig fá enda lærður mark-
aðsfræðingur og lítur á þetta
starf sem hvert annað mark-
aðsstarf alveg eins og systir
hennar sem er hönnuður og
starfar bæði í Gautaborg og
Hong Kong og malar gull eins
og systirin.
Á bókamessunni í Gauta-
borg síðastliðið haust voru
listunnendur að reyna að
bögga hana með því að gagn-
rýna hversu rosalega mikið
hún væri í fjölmiðlum eins og
til dæmis þegar hún sagði frá
megrunarkúr sínum og ýmsu
öðru, en hún heldur sínu
striki. Hennar strik er vinna
og aftur vinna og hún trúir
ekki á innlifun: það er bara að
setjast á rassinn og hafa viss-
an og ákveðinn vinnutíma.
Skellti sér á námskeið
Camilla hóf sinn feril með því
að fara á námskeið sem bóka-
forlagið Ordfront hélt. Það
var eingöngu ætlað konum
þar sem ritstjórnin gerði sér
allt í einu grein fyrir því að
það voru eiginlega bara karl-
ar sem skrifuðu krimma,
ergó; við verðum að halda
námskeið fyrir konur. Þetta
námskeið fékk Camilla í jóla-
gjöf frá móður sinni og eigin-
manni og einmitt þarna skrif-
aði hún fyrstu kafla
Ísprinsessunnar og hefur ekki
hætt síðan.
Eitt af því sem kennt var á
námskeiðinu var að halda sig
við umhverfi sem væri kunn-
uglegt og það hefur hún svo
sannarlega gert því í bókum
hennar fara persónurnar
varla út fyrir Fjällbacka og
Tanumshede á vesturströnd-
inni nema þá rétt til þess að
ná í krufningaskýrslur í
Gautaborg. Camilla var svo
tendruð af þessu námskeiði
að hún skellti sér sjálf í nám-
skeiðahald af svipuðu tagi og
á heimasíðu hennar er hægt
að nálgast námskeið fyrir þá
sem áhuga hafa á að læra til
þessara verka.
Síðasta bók hennar sem út
kom hér á landi var Steinsmið-
urinn og sat reyndar hátt á
nýbirtum lista yfir tíu sölu-
hæstu bækur ársins í stærstu
bókabúðakeðju landsmanna.
Þar er fjallað um morðmál
heima í hennar héraði eins og
fyrri bækurnar en hér koma
ýmsir aðrir mannlegir þættir
einnig sterkt inn í frásögn
hennar, eins og t.d. fæðingar-
þunglyndi sem Erica, ein aðal-
persónan, er haldin eftir
barnsburð og svo vogar hún
sér út á þá hálu og erfiðu braut
að lýsa morði á barni. Henni
ferst þetta vel úr hendi og
bókin er eins og fyrri bækur
hennar með hröðum kafla-
skiptum, eins og klippum sem
einkennir mjög hennar stíl.
Barn í dalnum
Sagan hefst á því að humar-
veiðimaður er að vitja gildru
sinnar og veiðir þá upp lítið
barn sem í fyrstu virðist hafa
drukknað en svo sýnir það sig
þegar á líður að svo var nú
ekki. Það eru löngu liðnir
atburðir sem varpa ljósi á
þetta dularfulla mál, en ein-
mitt það að flétta fortíðinni
inn í rannsókn mála er sér-
grein Camillu. Það gerir þær
að meiru en aðeins glæpasög-
um, þær verða einnig að
örlaga- og fjölskyldusögum.
Erica, sem er eins konar alter
ego höfundar, leikur ekki sér-
lega stórt hlutverk í þessari
bók enda er hún heima með
nýfætt barn en þar með flétt-
ar Camilla inn þeirri frústra-
sjón sem því fylgir að þurfa
að annast barn allan sólar-
hringinn í stað þess að taka
þátt í hinu spennandi fullorð-
inslífi.
Erica getur engu síður ekki
látið vera að koma nálægt því
að leita að þráðum og vísbend-
ingum enda er hún ekki ósvip-
uð Nancy Drew eða krökkun-
um í Fimm-bókum Enid Blyton
hvað það varðar. Hún starfar
við að skrifa ævisögur og er
því vön að leita að upplýsing-
um. Eins og í fyrri bókum
sínum vefur Camilla hér inn
löngu liðna atburði, hér eru
það hlutir sem gerðust í Fjäll-
backa árið 1928 og þaðan
kemur titill bókarinnar. Það
tekur nokkra stund að átta sig
á því hvernig þessir veruleik-
ar skarast og lengi vel er
manni algerlega fyrirmunað
að gera sér grein fyrir því
hver það er sem er hinn seki
eða af hverju sumir liggja
undir grun. Einmitt þetta
gerir skrif Camillu svo spenn-
andi það er að hún er ekki með
fyrirsjáanlegar lausnir.
Hversdagslegar barsmíðar
Hún sagði að vísu hér í Nor-
ræna húsinu í fyrra þegar hún
talaði yfir fullum sal aðdáenda
að hún vissi alltaf nákvæm-
lega hver morðinginn væri
þannig að það er ekkert tilvilj-
anakennt þó svo að hún færi
lesendur til og frá og kynnir
vel hversdagslegt athæfi bæði
lögreglumannanna og ýmissa
annarra íbúa í litla bænum.
Þeir sem hafa lesið hinar tvær
bækurnar sem hér hafa komið
út kannast við persónurnar og
einhvern veginn hefðum við
kannski viljað fá að vita meira
um örlög Önnu, systur Ericu,
sem átti svo stóran þátt í Pred-
ikaranum og á við svo hroða-
leg fjölskylduvandamál að
stríða en Camilla kemur henni
einhvern veginn ekki alveg að
heldur fá hennar örlög að bíða
næstu bókar. Nú er það alls
ekki þannig að menn þurfi að
lesa þessar bækur í ákveðinni
röð, hver bók er sjálfstæð og
er Steinsmiðurinn að því leyti
til öðru vísi en hinar að fortíð-
arspegillinn tekur meira pláss
en áður hjá henni.
Atburðir úr kreppunni
Auk þess fara persónur for-
tíðarinnar í lengri ferðalög en
þær sem hún lýsir úr samtím-
anum. Gautaborg og lífið þar
á þriðja áratugnum fyrir utan
kreppuna í Ameríku eiga
einnig sinn þátt í framvindu
bókarinnar. Góður en blankur
maður var ekki spennandi
1928 frekar en nú í augum
dekurskjóðu. Sagan um Agn-
esi í Steinsmiðnum og hvern-
ig hún afneitar börnum og
manni sem endar svo með
hroðalegum atburði er vel
fléttuð inn í heildina. Hvers-
dagslegur pirringur yfir
heimsókn leiðinlegra ættingja
og lýsing á áleggi brauðsneiða
eru einnig á sínum stað. Fyrir
svo utan sambandið við teng-
dó, skýring á Aspergerheil-
kenninu og vandamálið með
þyngdina eftir barnsburð. Það
mætti kannski helst gagnrýna
hana fyrir að sumar persónur
eru full hreinræktaðar eins
og konan í fortíðinni sem er
alvond og nágrannakonan
sem er al-leiðinleg, en engu
síður er alveg óhætt að kippa
þessari bók með sér upp í
bústað og hún er jafnt fyrir
karla sem konur, sem hefur
reyndar komið fram í skrifum
um Camillu Läckberg, að höf-
undarverk hennar höfða jafnt
til beggja kynja. Litli gamli
heimabærinn hennar þar sem
hún hefur útbúið svo mikið af
morðum er svo sannarlega
kominn á kortið og menning-
artengd ferðaþjónusta er þar
mikil enda er þetta fallegur
lítill fiskibær á einum feg-
ursta stað Svíþjóðar.
Eins og í fyrri bókum henn-
ar endar hún í háspennu.
Erica missir símtólið í gólfið
því henni er tjáð að Anna syst-
ir hennar hafi kálað mannin-
um sínum. Þá er bara ekkert
annað að gera en að bíða eftir
næstu bók.
NAFNLAUSAR
ÁBENDINGAR
Camilla Läckberg nýtur æ meiri vinsælda víða um heim fyrir sögur sínar.
Á metsölu-
lista liðins
árs í stærstu
keðju bóka-
verslana í
landinu var
sænskur
krimmi,
Steinsmið-
urinn, eftir
Camillu
Läckberg, í
áttunda sæti.
Frægðarsól
Camillu er
ekki risin til
fulls hér á
landi en á
heimaslóð-
um og víðar
um lönd er
hún afar vin-
sæl – hvaða
kosti skyldu
lesendur sjá
í verkum
hennar?
BÓKMENNTIR
ELÍSABET
BREKKAN