Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 4
4 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Ósló
París
Róm
Stokkhólmur
12°
2°
1°
-2°
5°
0°
0°
1°
4°
2°
18°
8°
2°
24°
3°
3°
12°
3°
Á MORGUN
8-13 m/s suðaustan til
annars 5-10 m/s
ÞRIÐJUDAGUR
Hægvirðri
-5
-4
-2
-1
-2
1
1
3
-1
-3
-7
13
10
5
8
6
10
6
15
6
15 10
-6 -4
-5
-5-5
-8 -10
-12
-7-7
-20
MIKLIR KULDAR Í
KORTUNUM
Það verður vetrarlegt
um að litast næstu
þrjá daga eða svo.
Í dag verður reynd-
ar frostlaust með
ströndum allra syðst
en gæti muggað við
suðausturströndina
þegar líður á daginn.
Á morgun verður
komið frost um allt
land og á þriðjudag
má reikna með
hörkufrosti, eða allt
að -20° á hálendinu.
Á miðvikudag dregur
svo úr kuldunum.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
HEILBRIGÐISMÁL Húsfyllir var á
borgarafundi í íþróttahúsinu við
Strandgötu í Hafnarfirði í gær.
Fundurinn var haldinn undir yfir-
skriftinni: Stöndum vörð um starf-
semi St. Jósefsspítala og framtíð
heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði
en ákvörðun heilbrigðisyfirvalda
að hætta starfsemi St. Jósefsspít-
ala í núverandi mynd hefur vakið
hörð viðbrögð Hafnfirðinga.
Á fundinum kynnti Guðlaugur
Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra
tillögur sínar. Hann sagði það mark-
miðið að sem flestir héldu störfum
sínum. Óvissan væri verst og því
væri mikilvægt að vinna hratt.
Guðlaugur Þór hrósaði starfs-
fólki St. Jósefsspítala og sagði það
mönnum kappsmál að nýta starfs-
krafta starfsfólksins. Hins vegar
væri til þess að líta að Íslendingar
væru í erfiðri stöðu, hvort sem
mönnum líkaði það betur eða verr.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, sagði að í ljósi stöðu
efnahagsmála væri staða heilbrigð-
isráðherra á engan hátt öfunds-
verð. Hann sagði bæjarbúa aðeins
kalla eftir samráði.
Þá kallaði Lúðvík eftir markmið-
um og stefnu ráðuneytisins og
spurði út í hagræðinguna af því að
búta þjónustu spítalans niður og
flytja hana annað. Hann sagði það
óviðunandi hvernig staðið hefði
verið að undirbúningi málsins. Því
hefði bæjarstjórn Hafnarfjarðar
óskað eftir viðræðum við heilbrigð-
isráðuneytið um framtíðarfyrir-
komulag heilbrigðismála í Hafnar-
firði og ekki síst framtíð St.
Jósefsspítala.
„Ég trúi því og treysti að
fundurinn skili mönnum rétta leið
og ég skildi orð ráðherra þannig að
hann væri reiðubúinn að setjast
yfir þetta með þeim aðilum sem
málið snertir,“ segir Lúðvík.
Gunnar Svavarsson, alþingis-
maður og bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði, segir skýr skilaboð bæjar-
stjórnar liggja fyrir. „Við köllum á
yfirferð þessara tillagna og ég veit
ekki betur en að ráðherra muni
skoða þetta betur á næstu dögum
og vikum. Ég tel að ráðherra sé að
útfæra breytingar á samráðs ferlinu
og þess vegna er hann að mæta á
þessa fundi,“ segir Gunnar.
Aðspurður hvort tillögurnar feli í
raun í sér að kostnaður sé færður
til í stað þess að peningar sparist
segir Gunnar: „Ráðherrann er að
útfæra heildarhagræðingu í kerf-
inu en fjárveitingar til spítalans
voru við fjárlagagerð auknar um 7
prósent milli ára. Hins vegar er það
svo ráðuneytisins og framkvæmda-
valdsins að fara fram með útfærsl-
ur,“ segir Gunnar.
olav@frettabladid.is
Krefjast samráðs um
framtíð spítalans
Hafnfirðingar krefjast samráðs um málefni St. Jósefsspítala og framtíð heil-
brigðisþjónustu í bænum. Bæjarstjóri segir óviðunandi hvernig staðið hefur
verið að málum. Ráðherra segir markmiðið að sem flestir haldi starfi sínu.
FRÁ FUNDINUM Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Guðlaugur Þór
Þórðarson, heilbrigðisráðherra fluttu báðir framsögu á fundinum sem hátt í tvö
þúsund Hafnfirðingar sóttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÚTGÁFA Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra hefur ritað bók um
tengsl Íslands og Evrópusam-
bandsins. Bókin
heitir Hvað er
Íslandi fyrir
bestu? og
verður kynnt í
bókaverslunum
eftir helgi, að
því er fram
kemur á vef
Björns.
Bókin hefur
að geyma
ritgerðir og pistla úr bókum,
blöðum og af netinu. „Með
bókinni vil ég efla umræður um
Evrópumálin,“ segir Björn á vef
sínum.
Fréttablaðið greindi frá því
gær að Björn mun láta af
ráðherraembætti að loknum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
um næstu mánaðamót og Bjarni
Benediktsson tekur við af
honum. - sh
Björn Bjarnason á ritvöllinn:
Gefur út bók
um Evrópumál
BJÖRN
BJARNASON
ALÞINGI Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra og samstarfs-
menn hans útskýrðu fyrirhugaðan
niðurskurð og breytingar á heil-
brigðiskerfinu á fundi heilbrigðis-
nefndar Alþingis. Verkefni eru
flutt frá St. Jósefsspítala á Suður-
nes því þar eru nýjar, ónotaðar
skurðstofur.
Eygló Harðardóttir alþingis-
maður segir að nefndarmenn hafi
lýst áhyggjum sínum af því hvern-
ig staðið sé að breytingunum. Hún
bendir á að lélegur árangur hafi
náðst við sameiningu ríkisstofn-
ana og því hafi fjármálaráðuneytið
nýlega gefið út rit um það hvernig
standa eigi að verkum. Á fundinum
hafi komið fram að vinnubrögðin
standist ekki þær kröfur sem fjár-
málaráðuneytið geri.
Ásta Möller, formaður heilbrigð-
is nefndar, segir að skoðanir hafi
verið skiptar á fundinum en ljóst
sé að grunninn að breytingunum
megi rekja til 2007. Með breyting-
unum nú sé reynt að búa til stærri
heilbrigðisumdæmi, samræma
heilbrigðisþjónustu í héraði og
færa völd og skipulagningu út í
héruðin þannig að þjónustan verði
fjölbreyttari.
Ásta segir að rætt hafi verið um
sjúkrahúsið á Selfossi, Akranesi
og flutninginn á verkefnum frá St.
Jósefsspítala á Suðurnes. Þar séu
nýjar skurðstofur og ónotaðar.
Ekki hafi verið vitað til hvers væri
ætlast af þeim þegar þær hafi
verið byggðar. Nú sé betra að nýta
þær en að ráðast í nýbyggingu í
Hafnarfirði. - ghs
Heilbrigðisnefnd Alþingis ræddi fyrirhugaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu:
Skurðstofurnar eru ónotaðar
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
Í ályktun sem samþykkt var á fund-
inum í gær segir að borgarafundur,
haldinn laugardaginn 10. janúar
2009 í Íþróttahúsinu við Strandgötu
í Hafnarfirði, samþykki að standa
vörð um starf og framtíð St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði og mótmælir
áætlun um að leggja niður spítalann
í núverandi mynd.
„St. Jósefsspítali hefur nú og í
framtíð stóru hlutverki að gegna í
okkar samfélagi og leita verður allra
leiða í viðræðum við starfsmenn
og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði til
að tryggja áframhaldandi starf og
þjónustu St. Jósefsspítala.
Fundurinn skorar því á heil-
brigðisráðherra að endurskoða nú
þegar afstöðu sína með hagsmuni
sjúklinga að leiðarljósi.“
STÖNDUM VÖRÐ UM ST. JÓSEFSSPÍTALA
ÁSTA MÖLLER
BANDARÍKIN Lögreglumenn í Athol
í Massachusetts-ríki í Bandaríkj-
unum fundu nýlega stúlku með
því að hlaða upplýsingum úr gsm-
síma stúlkunnar inn í Google
street view-forritið.
Stúlkan, hin níu ára gamla
Natalie Maltais, var numin á brott
af ömmu sinni, Rose. Með aðstoð
símafyrirtækis tókst lögreglu-
mönnum að fá uppgefið gps-
staðsetningarmerki frá síma
stúlkunnar. Þær upplýsingar báru
lögreglumennirnir svo saman við
kort í Google-forritinu og fundu
með því stúlkuna. - ovd
Upplýstu rán á níu ára stúlku:
Fundu stúlku
með Google
BANDARÍKIN Atvinnuleysi í
Bandaríkjunum mældist 7,2
prósent í desember á síðasta ári
sem er það mesta í sextán ár.
Leita verður aftur til síðari
heimsstyrjaldarinnar til að finna
viðlíka aukningu á atvinnuleysi
eins og þá sem varð í Bandaríkj-
unum á síðasta ári. Meira en
helmingur þeirra sem misstu
atvinnu sína á síðasta ári misstu
hana á fjórum síðustu mánuðum
ársins. Með auknu atvinnuleysi
óttast Bandaríkjamenn nú að
niðursveiflan í efnahagslífinu
verði enn verri en svartsýnustu
spár gerðu ráð fyrir.
- ovd
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum:
Óttast aukið
atvinnuleysi
MÓTMÆLI „Fundurinn tókst
frábærlega í alla staði,“ segir
Sveinn Rúnar Hauksson, formaður
Félagsins Ísland-Palestína, um
fund sem félagið hélt í Iðnó í gær
undir yfirskriftinni Fjöldamorðin
á Gaza.
Hann segir fólki misboðið að
horfa upp á átökin á Gaza og það
vilja tjá afstöðu sína og mótmæla.
„Fundurinn var bæði fjölmennur
og öflugur og það var mikill og
góður andi ríkjandi,“ segir Sveinn
Rúnar. Hann segir húsið hafa verið
fullt auk þess sem fjöldi fólks stóð
úti. „Við áttum eins von á þessu
svo við komum hátölurum fyrir úti
fyrir þá sem þar stóðu.“ - ovd
Félagið Ísland-Palestína:
Húsfyllir á
fundi í Iðnó
FUNDUR Í IÐNÓ Þóra Karítas Árnadóttir
sagði sögu bandaríska friðarsinnans
Rachel Corrie. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MÓTMÆLI Á þriðja hundrað manns
gekk frá Samkomuhúsinu á
Akureyri að Ráðhústorginu
síðdegis í gær til að mótmæla því
sem það kallar hreppaflutninga á
gömlu fólki.
Rósa Eggertsdóttir og Edward
Huijbens héldu stuttar ræður og
að því loknu tókust mótmælendur
í hendur og hugleiddu réttlæti.
Edward sagði meðal annars að
mótmæli snerust ekki um að rífa
niður heldur væru þau leið til að
vekja von og efla samstöðu. Sagði
hann kröfuna um að ráðamenn
taki ábyrgð ekki vera hugsaða til
að sundra samfélaginu heldur
væri hún í þágu samfélagsins og
til að vekja von. - ovd
Friðsöm mótmæli á Akureyri:
Mótmæli til
að vekja von
GENGIÐ 09.01.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
208,4419
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,82 124,42
188,67 189,59
169,63 170,57
22,759 22,893
17,855 17,961
15,769 15,861
1,3641 1,3721
189,86 191
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR