Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 14
MENNING 2
„Sem
höfund-
ur í fullu
starfi getur
þú verið
að leggja
niður fyrir
þig tvö
þrjú verk
og unnið í
þeim með
hléum
eins og þér
hentar. Það
hentar mér
mjög vel.“
fullu starfi getur þú verið að leggja niður fyrir þig
tvö þrjú verk og unnið í þeim með hléum eins og þér
hentar. Það hentar mér mjög vel.“ Bjarni er núna að
vinna verk fyrir Þjóðleikhúsið.
Útvarpsleikrit
Bjarni hefur unnið mikið fyrir útvarp og segir leik-
listardeild hljóðvarps og yfirmenn þar hafa veitt sér
mikinn stuðning á liðnum árum, María Kristjánsdótt-
ir, Hallmar Sigurðsson og nú Viðar Eggertsson: „Mér
finnst ég nú yfirleitt finna fyrir áhuga hjá leikhúsun-
um og leikhópunum fyrir því að vera með ný innlend
verk. Það er svo sem ekki skrítið. Leikhús er svo stað-
bundið listform. Þegar við erum að fá inn ný verk frá
Evrópu eða Ameríku er undir hælinn lagt hvort þau
skila sér til áhorfenda.“
Bjarni segir Útvarpsleikhúsið afar mikilvægan
hlekk í keðjunni: Það hefur, bæði til að fá æfingu og
sinna hinu dramatíska formi, skipt verulegu máli
fyrir mig. Sama er að segja um leikara og leikstjóra.
Ég hef gert fjölmargar leikgerðir og tel að sú vinna
hafi skilað sér margfalt. Reyndar held ég að skrif
fyrir útvarp gætu verið góð æfing fyrir þá sem eru
til dæmis að vinna kvikmyndahandrit. Víða hefur
verið reynt að skera niður starfsemi á borð við
Útvarpsleikhúsið og oftar en einu sinni hér á landi,
þar sem menn fengu það einhvern tíma á tilfinning-
una að við værum eina vestræna þjóðin sem héldi
slíkri starfsemi úti. Þá var málið kannað lauslega og
það kom í ljós að í Evrópu einni ráku á milli þrjátíu og
fjörutíu útvarpsstöðvar leiklistardeildir og höfðu
frekar gefið í en látið undan. Það eru tugþúsundir
hlustenda að útvarpsleikverkum hér og nú eru að
aukast möguleikar á dreifingu með niðurhali. Það
verður að gæta þess að við missum þetta ekki út úr
höndunum á okkur eins og svo margt annað.“
Ekki bara samtöl
Bjarni stóð, ásamt Ragnheiði Skúladóttur og Guð-
rúnu J. Guðmundsdóttur, að alþjóðlegri leiklistarhá-
tíð hér í fyrra, LÓKAL. Þar voru á boðstólum til-
raunasýningar og af þeim og margra ára hneigð í
leikhúsi samtímans má sjá að leikverk eru í ríkari
mæli að hverfa að hinu sjónræna og frá textanum
sem ráðandi. Bjarni kom inn í leikverkaskrif sem
textasmiður frekar en myndsmiður. Hann segir að í
fyrstu hafi hann átt erfitt með að nálgast leikhúsið
myndrænt. Hann hafi alltaf nálgast verkið frá sam-
talinu, tungumálinu, en í seinni tíð hafi það snúist við:
„Ég lít á það sem þróun. Það tekur mann þó nokkurn
tíma að uppgötva leikhúsformið og hversu flókið
samspil er um að ræða. Leikrit er ekki bara samtöl.
Sem höfundur er maður líka í ákveðnu þjónshlut-
verki sem maður verður að taka alvarlega. Þessi ver-
öld, sem er sett upp á sviðinu, hún byrjar auðvitað hjá
þér sem höfundi – en maður getur aldrei undanskilið
sig apparatinu sem leikhúsið er. Þetta er svo gjörólíkt
því að skila frá sér handriti sem svo kemur út á bók
fyrir lesanda. Milliliðalaust. Þarna ertu með millilið;
hóp af fólki sem ætlar að miðla textanum þínum til
áhorfenda og nota til þess hin fjölbreytilegustu
meðul. Mér finnst það alltaf mjög spennandi, að mæta
með sitt farteski á fyrsta samlestur og ganga í leikinn
sem verður til þegar leikstjóri og leikarar taka við
kyndlinum af höfundi. Það getur líka verið gott að fá
leikara til þess að lesa það sem maður er að gera, ein-
hvern tíma á ritunarferli verksins. Þegar maður
heyrir hvernig farið er með orðin skynjar maður
undir eins alla mögulega galla.“
Poppkúltúr
Bjarni fór að vinna við Falið fylgi um svipað leyti og
hann lauk við Óhapp 2007. Þetta var hugmynd sem
hann hafði lagt inn til LA árið 2006. „Þá voru stjórn-
málamenn mér hugleiknir. Þeir höfðu valist til
ábyrgðarstarfa, en voru staddir í algeru tómarúmi.
Þeir eru þar reyndar enn þá; eru ekki enn búnir að
finna fjölina sína. En fyrir hrunið fannst mér stund-
um eins og þeir efuðust sjálfir um að þeir þyrftu að
sinna samfélaginu með sama hætti og þeir höfðu
gert. Þeir efuðust um hlutverk sitt og það setti ýmsa
þeirra út af laginu. Menn urðu poppkúltúrnum að
bráð; voru myndaðir í sófanum heima hjá sér fyrir
Hús og híbýli og spurðir að því í dagblöðum hvað
þeim þætti best að borða. Á sama tíma gat kosninga-
baráttan oft tekið á sig undarlegustu myndir.“
Fórnarlömbin
Ef grindin í Falið fylgi er skoðuð má sjá að þar er
falið einhvers konar ritúal – raunar getum við sagt
að allt okkar líf sé ritúal – trúarhefðir og venjur í
stóru og smáu. Ég ber þetta undir hann: „Í öllum
verkunum mínum er undirliggjandi einhvers konar
fórn – einhver fórnar sér – af fúsum og frjálsum
vilja eða án þess að gera sér grein fyrir því. Sam-
félagið knýr með einum eða öðrum hætti á um fórn-
ina, í von um að geta þannig leyst tilvistarvanda sinn
hverju sinni. Ég legg aldrei upp með þetta en ég er
búinn að sjá þetta í nokkrum verkum. Þetta er alveg
rétt. Það er áhugavert að skoða þetta, svona eftir á.“
Hann lætur vera að minnast á að í fórninni erum við
að greina eina elstu hefð leiksins sem á sér djúpar
rætur í sögu mannsandans.
Leikið með tímaskyn
Bjarni viðurkennir að hann þurfi að hafa sterka til-
finningu fyrir því formi sem hann lætur frá sér í
handriti: „Um leið held ég að ég glími við það sama
og margir sem skrifa fyrir íslenskt leikhús, að kom-
ast frá natúralismanum. Hann er ofboðslega sterkur
hjá okkur. Það eru ákveðin element sem við getum
notað til að losna frá honum. Til dæmis að leysa upp
tímann. Það átti við um Óhappið og gildir einnig
fyrir Falið fylgi: tíminn er leystur upp. Við höldum
að við séum lögð af stað í krónólógískt ferðalag en
uppgötvum á leiðinni eða undir lokin að við höfum
þvælst um á nokkrum plönum. Ég hef verið svolítið
upptekinn af þessum tilraunum undanfarið, eygi þar
með möguleika á að færast sífellt nær því að búa til
sértækan heim; mótsagnakennda veröld. Vonandi
tekst mér að þróa myndirnar í sömu átt.“
Að finna fókus
Á liðnum árum hafa leikhúsmenn litið mjög til þess
að komast í ný rými, rífa sig úr sérbyggðum leikhús-
um með sviðsramma eins og það sé sáluhjálp að fá
óvenjuleg rými. Ég spyr Bjarna hvort hann telji það
nauðsynlegt að brjótast frá rammaða sviðinu: „Ég
veit ekki hvort það er nauðsynlegt. Það hafa verið
gerðar tilraunir með leiksviðið í nokkur þúsund ár
og þeim verður haldið áfram. Ég lít ekki á þetta sem
einhvers konar trúarbrögð. Maður hefur séð frá-
bærar devised (tilbúnar) sýningar, í óvenjulegum
leikrýmum, þar sem allt gengur upp. En þetta er
vandmeðfarið, sérstaklega vegna þess að fókusinn,
sem er eitt helsta verkfæri leikhússins, hann getur
farið út um víðan völl. Þá missir maður athygli
áhorfandans; þegar merkjamálið sem hann á að
afkóða verður óskýrt, hættir hann að taka þátt í
leiknum. Þannig að þegar talað er um sviðsform,
virðast flest leikverk ganga ágætlega upp í kassa; í
þessu gamaldags formi þar sem allir áhorfendur
hafa nánast sama sjónarhorn á sviðið. Þá er auðveld-
ara fyrir leikstjórann að stýra athygli þeirra að vild,
það segir sig sjálft.“
Hrunadans
Bjarni er að vinna verk fyrir Þjóðleikhúsið sem
kemur vonandi upp í haust. „Ég kalla það Nýja
íslenska leikritið. Það fjallar um fjárfesta og gerist
í aðdraganda hrunsins, þegar allir eru enn á toppn-
um þótt undir niðri viti menn að fallið er á næsta
leiti. Þetta er tilraun til þess að taka á draumnum
sem við gengum inn í fyrir mörgum árum síðan,
þegar við töldum okkur trú um að nú væri þetta
komið: Stjórnmálamenn þyrftu ekki lengur að stýra
nokkrum sköpuðum hlut, efnafólk þyrfti ekki að
bera samfélagslega ábyrgð – þjóðin væri komin svo
langt á veg. Fókusinn var allur á peninga og það
hefur aldrei farið vel með Íslendinga að hugsa of
mikið um auðæfi; við skrifuðum um það miklar bók-
menntir fyrir hartnær þúsund árum. Núna tókum
við efnishyggjulestina alveg út á endastöð og kröss-
uðum henni þar.
Það er erfitt fyrir leikhúsið að fjalla um hrunið,
að minnsta kosti sem stendur. Tímarnir eru svo
dramatískir í sjálfu sér. En þetta verður risastórt
umfjöllunarefni í leikhúsunum næstu 10–15 árin og
einhvers staðar verður að byrja.“
Bjarni Jónsson
heima í eldhús-
inu. Leikverkin
kokkar hann í
vinnustofu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kennsla hefst 19. janúar
Frístundakor t
Skemmtilegt tónlistarnám sem hentar fólki á öllum
aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Frábært tækifæri. Guðmundur Jónsson og Friðrik
Sturluson úr Sálinni hafa bæst í hóp einvalaliðs
kennara hjá Tónheimaum
Bassagítar Friðrik Sturluson
Lagasmíðar / Gítar Guðmundur Jónsson
Harmónikka
Raf- og Kassagítar
Píanó
Nánari upplýsingar og skráning á
www.tonheimar.is og í síma 846 8888
NÝTT
NÝTT