Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 30
14 11. janúar 2009 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hmm, það eru komin rúm tvö þúsund ár, það ætti kannski að endurskrifa boðorðin - þau eru bara ekki að virka … Bára, ég var að hugsa þetta með jólatréð og hef komist að niður- stöðu. Þetta er 100% fáránlegt! Að setja tré, ég ítreka, TRÉ, inn í stofu er í sjálfu sér merki um geðveiki! Að skreyta það í ofan- álag og gengur hring um það þá er bara nóg komið! Ég hef því ákveðið að við fáum okkur ekki jólatré í ár! Eðalgrænt, stöndugt og fínt! Það er dautt og þú veist það! Við tökum það. Þegar ég verð fullorð- inn ætla ég að giftast besta vini mínum. Jæja þá. Lofaðu mér því bara að einhver annar verði besti vinur þinn þá. Kannastu við að fólk vill gjarnan sofa lengur en til klukkan hálffimm? Nefndu það, ég skal syngja þá. HANNES! Ó fyrirgefðu Solla, ég vissi ekki að þú værir hér inni. GET ÉG FENGIÐ SMÁ NÆÐI? Ókei. Klór, klór Hvar er það geymt? ÚT!! Á hverju ári gefst þeim tónlistarnemum sem skarað hafa fram úr í sérstakri forkeppni, einstakt tækifæri til að spreyta sig með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Þetta eru tónleikar eldmóðs og spilagleði í bland við eftirvæntingu og spennu. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Námsmenn fá 50% afslátt. Miðasala í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is. Athugið að ekki er hægt að bóka sérkjör eða afslætti á Netinu. 15. JANÚAR | TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI | kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri | Bernharður Wilkinson Einleikarar | Bjarni Frímann Bjarnason og Hulda Jónsdóttir Einsöngvari | Nathalía Druzin Halldórsdóttir Aríur eftir Verdi, Tsjajkovskíj, Saint-Saëns og Canteloube Béla Bartók | Víólukonsert Johannes Brahms | Fiðlukonsert EINLEIKARAR FRAMTÍÐAR www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Hart í bak Jökull Jakobsson Magnað verk sem snertir okkur öll EB, FBL Örfá sæti laus í janúar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Krúttleg brúðusýning fyrir yngstu börnin sun. 11/1 tvær sýningar sun. 18/1 síðustu sýningar Sumarljós Jón Kalman Stefánsson leikgerð og leikstjórn Hilmar Jónsson Hrífandi, einlæg og æsandi sýning sun. 11/1 örfá sæti laus Heiður Joanna Murray-Smith Frumsýning í Kassanum 24. janúar Miðasala í fullum gangi á Kardemommubæinn! NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir Það er orðið ansi langt síðan ég skráði mig á andlitsbókina, facebook. Í fyrstu kunni ég ekkert sérlega vel við það, fannst það flókið og tilgangslítið. Svo fóru vinir úr ótrúlegustu áttum að dúkka upp, sem og myndir og hópar og ég veit ekki hvað og hvað. Upp frá því fór facebook að vera skemmtileg afþreying. Þetta var frábær leið til þess að halda sambandi við vini í mismun- andi hornum heimsins og þá sem voru kannski staddir í sama landi en höfðu ekki sést svo árum skipti. Svo varð það allt í einu þannig að fólk nánast varð að vera á facebook bara til þess að vita hvað væri að gerast. Boðskort, hvort sem var á fundi, tónleika eða afmæli, voru nefnilega bara send út á facebook. Þetta fannst mér allt gott og blessað. En allt í einu fylltist tölvupósturinn af upplýs- ingum um einhverja mjög misgáfulega hluti sem hægt var að gera á facebook. „Berðu saman vini þína og sjáðu hvar þú stendur á meðal þeirra, segðu facebook-slúður um vini þína, kauptu og seldu vini þína!“ Ég fékk að vita að 66 prósent halda að ég verði betri móðir en einhver annar og 71 prósent að ég sé stundvísari, en bara 25 prósent halda að ég myndi vinna í slag. Svo streymdu inn tilkynningar um að fólk væri byrjað saman, hætt saman eða málin í sambandinu væru flókin. Ég fæ að vita í gegnum facebook hvaða fólk á von á barni, hver var að kaupa íbúð og hver ætlar að flýja til útlanda. Fólk reynir hvað við annað fyrir allra augum, og þeir allra verstu rífast um hvað sem er, fyrir allra augum. Allt í einu var ég farin að fá allt of mikið af upplýsingum, og vita hluti sem mér fannst ég ekkert eiga að vita. Sumir hlutir eiga bara ekkert heima í status- uppfærslu á internetsíðu. Að vita of mikið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.