Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 11. janúar 2009 3 í o k k a r l i ð i ? Actavis hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is Actavis er alþjóðlegt fyrirtæk i sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis star fa um 11 þúsund einstaklin- gar í 40 löndum sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðar fullum einstaklingum til star fa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Actavis leitast við að ráða starfsfólk sem: • sýnir metnað í hverju því sem það innir af hendi • sýnir viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustulund • leggur áherslu á samvinnu, því í sameiningu komumst við lengra en við getum ein • ber virðingu fyrir auðlindum sínum og sýnir hagkvæmni í daglegum störfum • hefur nægan sveigjanleika til að geta gripið tækifærin sem því gefast • sýnir framsækni og lætur hlutina gerast Tæknimaður Tæknideild Actavis hf. auglýsir stöðu tæknimanns lausa til umsóknar. Tæknimaður þarf að hafa góða reynslu í viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði. Unnið er samkvæmt skriflegum leiðbeiningum og öll viðhaldsvinna er skráð í þjónustuskýrslur / viðhaldsforrit . Um er að ræða vaktavinnu á tvískiptum vöktum, auk bakvakta. Helstu verkefni: • Fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir, eftirlit og breytingar á tækjabúnaði framleiðslu og rannsóknarsviðs • Skiptingar á milli vörutegunda og uppstart á pökkunarlínum • Þátttaka í uppsetningu á nýjum tækjabúnaði • Þátttaka í gildingarvinnu og kvörðunum á tækjabúnaði Actavis Menntunar- og hæfniskröfur: • Vélfræðimenntun eða sambærileg menntun • Nákvæmni og snyrtimennska • Sjálfstæð vinnubrögð • Enskukunnátta og góð tölvuþekking nauðsynleg Nánari upplýsingar veitir Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 16. janúar nk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.