Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.01.2009, Blaðsíða 13
Á Leifsgötunni rata ég inn rangan stigagang og á móti mér kemur maður með ógnandi svip og kvakandi kornabarn í fanginu, ég hörfa ósjálfrátt undan honum, kominn á annarra yfirráðasvæði. Þegar ég finn Bjarna loks í öðru húsi við Leifsgötuna rifjast upp fyrir mér að hann situr á málhellu, vinnustofa hans og heimili er gamalt verslunarhúsnæði þar sem fólk upp úr stríði hittist á öllum stundum dagsins og skipt- ist á sögum. Bjarni vinnur við að skiptast á sögum í gegnum hugi fólks sem hann býr til, hann leggur því orð í munn, skapar það í hugsýn. Hann er leikskáld, hefur verið að í rúma tvo áratugi, síðustu árin hefur hann einbeitt sér að leikritun, bæði fyrir svið og útvarp, hann á að baki fjölda leikgerða og fyrr sinnti hann ýmsum störfum leiklistartengdum. Skagamaður Bjarni vakti fyrst athygli leikhúsmanna fyrir verk sem hann lagði inn í leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavíkur 1989 þegar Borgarleikhúsið var tekið í notkun sem leikhús. Hann er sprottinn úr leiklistará- huga framhaldsskólans, segist hafa reynt fyrir sér í alls kyns skapandi starfi í skóla á Akranesi, dundað við tónlist líka, en hafi á endanum sætt sig best við leikformið þar sem saman komi sagan og hljómfallið. Eftir tæpa viku verður frumsýnt nýtt verk eftir hann í Rýminu á Akureyri, Falið fylgi. Á morgun flýgur hann norður og stoppar þar stutt við. Að þessu sinni fylgir hann ekki framþróun verksins í æfingum og er að vonum orðinn spenntur að sjá hvernig til tekst. Það er Jón Gunnar Þórðarson, bróðir þeirra Magnúsar Geirs leikhússtjóra og Árna Odds fjár- málakappa sem leikstýrir. Leikendur eru fjórir og verkið gerist einhvern tíma nærri liðnum kosningum í litlum bæ í okkar landi. Í fullu starfi Bjarni sótti sér leikhúsfræðimenntun til Þýskalands – til Bæjaralands – München sem er mikil leikhúsa- borg með margbreytilega flóru leikhúsa. Hann segir nám sitt hafa veitt sér mikið frelsi til skrifta: Ég sá alveg fullt af frábærum sýningum. Eftir leikritasam- keppnina góðu segist hann hafa fengið létt höfnunar- kast þegar Korkmann, eins og leikverkið hans hét, var ekki sett á svið en segir núna að það hafi verið ágætt að vinna sig út úr því: „Það er svo erfitt að eiga leikrit í skúffum, maður verður að koma þeim inn í þetta ferli og láta þau rætast á sviði, í flutningi.“ Hann er einn örfárra einstaklinga hér á landi sem sinna leikritaskrifum í fullu starfi: „Sem höfundur í [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] menning janúar 2009 Við héldum Árla dags í ljósaskiptunum keyri ég í leigubíl í átt að austanverðu Skólavörðuholti með leigubílstjóra sem vill ræða tannviðgerðir. Áður en ég veit hef ég skipst á viðkvæmum viðskiptaupplýsingum um tannlækna, kostnað við krúnur, og er orðinn vísari um bólgur í rótum, þanþol líkamans þegar við kveðjumst: Svona er lífi ð, segir hann við mig. Ég segi ykkur það, samtöl- in milli manna leiða ýmislegt í ljós, sumt opinskátt og annað falið. LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON AÐ ÞETTA VÆRI KOMIÐ Framhald á bls. 2 BÖÐVARSVAKA Sjötugsafmæli Böðvars Guð- mundssonar skálds kallar á endurmat á framlagi hans Bls. 4 CAMILLA LÄCKBERG Þriðja saga Camillu á íslensku er ein af tíu mest seldu bókum síðasta árs: hvernig er heimur sakamálasagna hennar? Bls. 5 MENNING Bjart- sýni ríkir í leikhúsum landsins um aðsókn sem lýsir sér í fjölda verka og miklu fram- boði sæta Bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.