Tíminn - 02.10.1982, Qupperneq 5

Tíminn - 02.10.1982, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 5 erlent yfirlit ■ í Moskvu var vel tekið á móti Indiru Gandhi er hún var þar í heimsókn fyrir rúmri viku. Hér stendur hún á milli Gromykos utanríkisráðherra og Brésnjevs forseta m.m. Stefnubreyting hjá Indverjum Taka upp nánari samskipti við Bandarfkin ■ Kurteisisheimsókn Indiru Gandhi til Moskvu nýlega vakti ekki mikla athygli, enda hafði heimspressan í mörg horn að líta á meðan hún stóð yfir. Það þykir ekkert sjálfsagðara en að indverskur forsætisráðhcrra heimsæki stórveldi, sem kaupir 40 af hundraði af útflutningi Indverja, selur þeim meira en nokkur önnur þjóð og leggur meira fram til þróunaraðstoðar í Indlandi en nokkurt annað ríki. Þar að auki undirrituðu þjóðirnar 10 ára friðar- og vináttusamn- ing 1971. Það er því ekkert eðlilegra en að leiðtogar ríkjanna hittist að máli svona annað slagið. En hitt veltist fyrir mönnum hvað samband Indlands og Sovétríkjanna er í rauninni náið og vináttan jafn einlæg og látið er í veðri vaka. Mörgum þótti sem svarið kæmi fram í afstöðu lndverja til innrásarinnar í Afganistan um áramótin 1979-80. Sendiherra Indlands hjá Sameinuðu þjóðunum gaf þá út yfirlýsingu um, að Indland hefði fengið sannfærandi upplýsingar um að afskipti sovéska hersins af málefnum Afganistan væru gerð að ósk stjórnarinnar í Kabúl og að engin ástæða væri til að tortryggja góðan vilja Sovétríkjanna gágnvart Afgönum. Til skamms tíma hefur indverska stjórnin ekki tekið aðra afstöðu opinberlega en þarna kom fram, og lítur því út fyrir á yfirborðinu að minnsta kosti, að Indland sé áreiðanleg- asti stuðningsaðili Sovétríkjanna meðal landa þriðja heimsins. En það er ekki allt sem sýnist. í fyrrasumar hugðust leiðtogar Sovétríkj- anna halda upp á 10 ára afmæli friðar- og vináttusamningsinsvið Indverja og sjálfsagt hafa þeir viljað endurnýja hann. Indira Gandhi var á öðru máli, og hátíðarhöldin fórust fyrir. Um svipað leyti hófu Indverjar að kaupa vopn frá ýmsum vestrænum ríkjum þrátt fyrir óhagstæðari kjör en Sovétríkin bjóða vopn sín til Indlands. Það er greinilegt að Indverjar vildu ekki vera um of háðir sovéskum vopnum, þrátt fyrir þau kostakjör sem þeim er boðið upp á. Fyrir nokkru lét utanríkisráðuneytið í Nýju Delhi frá sér heyra um Afganistan og setti fram þá kröfu að sovéski hcrinn ætti að hverfa út úr Afganistan og hætta afskiptum af innanlandsmálum þar. í Moskvu ítrekaði Indira Gandhi þessa kröfu og lagði áherslu á að útlendingar ættu ekki að blanda sér í innanlandsmál Afgana. Samtímis hefur orðið vart nokkurrar stefnubreytingar af Indlands hálfu gagn- vart hefðbundnum höfuðfjendum, sem eru Pakistan og Kína. Það að Indland skyldi ekki taka afstöðu með Argentínu í Falklandseyjadeilunni, vakti mikla athygli, bæði meðal kommúnistaríkja og ríkja þriðja heimsins. Það fór ekki fram hjá þeim, sem með málum fylgjast, að Indira Gandhi heimsótti Reagan í Washington s.l. sumar, áður en hún fór til Moskvu. Var það fyrsta heimsókn indversks þjóðarleiðtoga til æðstu manna risaveldanna síðan 1971. En þá kólnaði mjög andrúmsloftið milli lnd- lands og Bandaríkjanna er Nixon tók afkstöðu með Pakistan í deilunni um Bangladesh. Og það var fleira sem olli stirðri sambúð ríkjanna, svo sem öryggismál, tæknimál varðandi kjarn- orkuver og lán frá Alþjóðabankanum. Það fór vel á með þeim Reagan og Indiru Gandhi er þau hittust í Washing- ton í júlí s.l. Samið var um að Bandaríkjamenn létu Indverjum í té eldsneyti í kjarnorkuver þeirra við Bombay, og ekki var á þeim að heyra, að neinir örðugleikar væru á stjómmála- Oddur Ólafsson skrifar sambandi ríkjanna. Þau Reagan og Gandhi voru sammála um að þau væru leiðtogar „tveggja fjölmennustu lýðræð- isríkjanna" í heiminum og bæri að hafa góð samskipti sín á milli. Samband Indlands við Vesturveldin og sér í lagi Bandaríkin kólnaði mjög á áttunda áratugnum, þegar Bandaríkja- menn tóku upp nánara samband við Pakistan og Kína. Indverjar Iíta á sig sem stórveldi í Asíu, og líta með tortryggni til voldugra granna sinna í sunnanverðri álfunni. Það var því kannski eðliiegt að þeir tækju upp nánara samband við Sovétríkin sem andsvar við gælum Nixons og Kissingers við Pakistan og Kína. Þegar Bandaríkin hófu hernaðaraðstoð við Pakistan í stórum stíl sömdu Indverjar við Sovét- ríkin um hernaðaraðstoð, og Rússar létu ekki á sér standa að semja um vopnasölu og gera friðarsamning. Indverjar hafa litið hervæðingu •Pakistans og aukna samvinnu Banda- ríkjanna og Kína alvarlegri augum en á útþennslustefnu Sovétríkjanna í Asíu fram til þessa. En mörg teikn eru á lofti um að þetta sjónarmið sé að breytast, eins og hér hefur verið talið upp. Eru Indverjar því að losa um vináttuböndin við Sovétríkin en taka upp meiri og nánari samskipti við Vesturveldin. En Indverjar eru mjög á verði um hlutleysisstefnu sína, enda grundvallast stórveldisdraumar þeirra á henni. Þeir munu því halda risaveldunum í hæfilegri fjarlægð og varast að verða öðru hvoru þeirra of háðir. FJALA kötturinn Tjarnarbíó Sími 27860 Celeste Fyrsta mynd Fjalakattarins á þessu misseri er Celeste, ný vestur-þýsk mynd sem hlotiö hefur einróma lof. Leikstjóri: Percy Adlon Aðalhlutverk: Eva Mattes og Jurgen Arndt. Laugardag: sýnd kl. 3, 5 og 7 Sunnudag: sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Mánudag: Sýnd kl. 5 og 9 Niðjamót Niöjar Páls Brekkman Einarssonar og Guðfinnu Siguröardóttur frá Sjóbúö Eyrarsveit, Grundarfirði halda ættarmót í Félagsheimili Seltjarnarness laugardaginn 16. okt. 1982. Húsiö opnað kl. 14.00. Upplýsingar í síma 17118. Atvinna Rafmagnsveitur ríkisins óska aö ráða fulltrúa í innkaupadeild til að annast innlend innkaup fyrir vinnuflokka og rafveitustjóra. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, fyrir 16. október n.k.. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Atvinna Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir aö ráða ritara. Starfiö er fólgið í vélritun og almennum skrifstofustörfum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík Dagvistarmál - Störf Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður: 1. Staða aðstoðarmanns við uppeldisstörf við dagheimilið Furugrund. Fullt starf. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41124. 2. Staða fóstru á leikskólann Kópahvol (50% starf f.h.) Upplýsingar gefur forstöðumaður í sima 40120. 3. Starfsfólk óskast til afleysingastarfa á dagheimilið Kópastein. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41565. Félagsmálastofnun Kópavogs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.