Tíminn - 02.10.1982, Side 6

Tíminn - 02.10.1982, Side 6
6 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Slgurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elfas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttlr, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Elrlkur St. Eirfksson, Frlðrlk Indrlóason, Heiður Helgadóttir, Slguróur Helgason.(lþróttir), Jónas Guðmundsson, Krlstfn Lelfsdóttlr, Skaftl Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttlr. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Krlstjánsson, Krlstfn Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttlr. Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Siðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýsingasfml: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð f lausasölu 9.00, en 12.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 130.00. Setnlng: Tæknldelld Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. HÓTANIR SPROTTN- AR AF HATRI ■ Þeirri staðreynd verður ekki hnekkt, að ýmsir meiriháttar erfiðleikar steðja að íslendingum um þessar mundir. Sumir þeirra eru sjálfskaparvíti, en aðrir ekki. Það er t.d. ekki íslendingum að kenna, að efnahagskreppa ríkir í heiminum og færist frekar í aukana en hið gagnstæða. Þetta veldur því, að markaðir hafa þrengzt fyrir margar íslenzkar útflutningsvörur en verðfall orðið á öðrum. íslendingar geta heldur ekki kennt sér um, að kuldi hefur aukizt í sjónum og það átt sinn þátt í því að sjávarafli verður minni í ár en jafnt sérfræðingar og fiskimenn höfðu gert sér vonir um. Fleira mætti telja af þessu tagi, en það breytir ekki því, að sumt af erfiðleikunum stafar af mistökum Islendinga sjálfra. En þar er marga um að saka, flokka, stéttir og einstaklinga. Verst af öllu er það, að eyðslan hefur verið of mikil og þar á meginhluti þjóðarinnar sameiginlegan þátt. Hitt er svo á að líta, að erfiðleikarnir eru ekki svo miklir, að þeir séu ekki yfirstíganlegir, ef rétt er haldið á málum. Landið er auðugt og þjóðin dugmikil. Hingað til hefur því tekizt að sigrast á örðugleikum, þótt meiri hafi verið en þeir, sem nú er fengizt við, Eitt er þó öðru fremur nauðsynlegt. Þjóðin þarf að sameina krafta sína ef sigur á að nást. Mikið sundurlyndi er alltaf hættulegt, en þó mest á erfiðleikatímum. Að sjálfsögðu er eðlilegt, að menn haldi áfram að vera ósammála um margt, en um það þurfa þeir samt að sameinast, að úlfúð, andúð og hatur leiði ekki til þess, að eyðilagðar séu og rifnar niður aðgerðir og ráðstafanir, sem ótvírætt stuðla að því að vinna bug á efnahagsvandanum og gera lausn hans auðveldari í framtíðinni. Því er þetta sagt, að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, einkum þó sá fyrrnefndi, hafa hótað að beita stöðvunarvaldi, sem þeir hafa á Alþingi, til þess að fella bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum. Aðgerðir þessar eru neyðarúrræði, en óhjákvæmi- legar, ef ekki á því verr að fara. Þetta viðurkenna allir og því hafa launþegasamtökin látið sér nægja að mótmæla, en ekki gripið til virkrar andstöðu. Undir slíkum kringumstæðum ætti að mega vænta, að stjórnmálamenn brygðu ekki fæti fyrir aðgerðirnar. Þessar hótanir byggjast ekki á málefnalegum forsendum. Þær eru ekki heldur byggðar á því, áð boðið sé upp á annað betra. Hótanirnar eru einfaldlega sprottnar af hatri. Forustumenn stjórnar- andstöðuarmsins í Sjálfstæðisflokknum hatast svo við Gunnar Thoroddsen að þeir telja öll bolabrögð afsakanleg, ef hægt sé að koma honum frá völdum. Þjóðarhagsmunir virðast ekki skipta þá neinu máli í glímunni við Gunnar Thoroddsen. Nái slíkur haturshugur að festa rætur hjá þjóðinni og auka sundrungu meðal hennar á erfiðleikatímum, verða málefni hennar ekki auðleyst. Hatrið er mesta eyðileggingaraflið. Þ.Þ. menningarmál Höskuldur Ottó Guömundsson Ljóð Reykjavík 1982. Höfundur gaf út. 108 bls. Það ber ekki oft við, að maður fái í hendur fyrstu ljóðabók manns, er beðið hefur í handriti í heila mannsævi, eða allt að því, en Höskuldur Ottó Guðmundsson, hefur sent blaðinu ljóðabók sína er ber heitið Stefjaþankar. Höfundur er kominn yfir sjötugt. í formálsorðum við þessa bók segir m.a. á þessa leið um höfundinn, en Sigurunn Konráðsdóttir ritar: „Höskuldur Ottó Guðmundsson er Austfirðingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur 9. október 1910 á Streiti í Breiðdalshreppi í Suður- Múlasýslu. ■ Höskuldur Ottó Guðmundsson. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir frá Þverhamri, Breiðdal og Guðmundur Bjarnason frá Krosshjáleigu á Beru- fjarðarströnd. Höskuldur Ottó var alinn upp að mestu leyti til 17 ára aldurs hjá hjónunum Sigríði Stefánsdóttur og Sigurði Stefánssyni, sem að síðast bjuggu á Krossi á Berufjarðarströnd. Þá fór hann í vinnumennsku og vann að sveitastörfum fyrir austan til 34 ára aldurs, en þá fluttist hann suður til Reykjavíkur og hefur starfað þar síðan og á Suðurnesjum, við alls kyns veíkamannavinnu, en lengst þó í Reykjavík. En Höskuldur Ottó fékk óborganlega vöggugjöf, eins og margir Austfirðingar og reyndar ótal íslending- ar aðrir, en það var hagmælskan, þótt ævi hans, eins og flestra okkar skálda og hagyrðinga, frá þessum árum væri þann « vag vaxin að þau frá því að sinna hörðu brauðstriti hefðu engar tómstundir til íhugunar og skrifta eins og gerist nú á tímum, þá hljómaði þessi undra strengur sálarinnar með sínum töfratón- um í dagsins önn“. Stefjaþankar Ég geri ráð fyrir að flestir líti á svona bók, sem sýnisbók af vísum og kvæðum hagyrðings, fremur en kröfu um varanlegt sæti á skáldabekk. Því er nefnilega svo farið á íslandi nú um stundir, að skáld verða fyrst og fremst til í menningarbaráttu, í fjölmiðlum, og þótt eitt og eitt skáld eigi heimilisfang í kvæðabók, eða bók, þá lifir ljóðið öðru lífi, en var meðan kvæðin skiptu meira máli en skáldin á íslandi. Bragi sýnir á Kjarvalsstöðum KJARVALSSTAÐIR BRAGI ÁSGEIRSSON Málverkasýning 88 verk Olía, akryl og bl. tækni 25. sept. - 10. okt. Opið daglega frá 14.00 - 22.00 Tilbrigði náttúrunnar, - eru augunum hátíð ■ Á þessa leið hljóðar yfirskriftin á málverkasýningu Braga Ásgeirssonar er hann opnaði á Kjarvalsstöðum síðastlið- inn laugardag, 25. september, en það þykir sjálfsaður hlutur nú á tímum, að sýningar hafi ekki einasta myndlistar- verk, heldur einnig yfirlýsingu, eða farmbréf. Og víst geta allir tekið undir þessi orð, þegar gengið er til Kjarvals- staða með haustliti fyrir augunum. Svo sannarlega kveður sumarið að þessu sinni með stakri fegurö og er lengi að kveðja, a.m.k. miðað við þau haust, þegar útsynningurinn sópar sumrinu burtu í fússi og hverfur í svört ský. Bragi hefur verið mikilvirkur undan- farið að sögn manna, undanþeginn dapurlegri kennsluskyldu í Myndlista- og handíðaskólanum, en hann er í ársleyfi og heldur launum. Það heitir að vera borgarlistamaður núna, og svo fékk hann bjartsýnisverðlaun frá firmanu Bröste í Danmörku, en eins og menn muna, stofnuðu Danir sérstakan bjart- sýnissjóð handa íslendingum í tilefni af komu Vigdísar Finnbogadóttur til Dan- merkur í opinbera heimsókn. Bragi er því prísaður í bak og fyrir um þessar stundir. Það er ekki svo ýkja langt síðan Bragi hélt stóra yfirlitssýningu á verkum sínum að Kjarvalsstöðum. Þar sýndi hann verk sín og maður fékk að sjá hvernig hann vann frá æskudögum, til vorra daga, eða þegar hálf öld var að baki. Auðvitað byrjaði hann ekki að mála í vöggu, en þetta var þó sú veröld er hann hafði haft fyrir augunum í allt að því hálfa öld. Ég held að öllurn beri saman um, að þessi yfirlitssýning hafi verið nauðsynleg fyrir Braga Ásgeirsson. og eins fyrir þá er leggja leið sína í sýningarbása og sali myndlistarmanna. En þótt ótrúlegt megi tcljast, þá virðist sú yfirlitssýning eiginlega vera að opna aftur núna. Ekki það að þarna séu sömu myndirnar. Þetta eru allt ný verk af nálinni, en nú birtist baksviðið með óútskýranlegum hætti. Mikið af tíma hafði farið í myndsmíð, tilraunir og eitur, að ekki sé nú talað um fangavinnu í myndlistarskóla við kennslu, sem hlýtur að hafa vond áhrif á alla listamenn. Að yísu fellur kennsla sumum listamönnum vel, en kennsla í frumatriðum er á hinn bóginn stagl. Sýningin á Kjarvalsstöðum Sem áður sagði, var töluverður fengur að því að fá yfirlitssýningu á verkum Braga á sínum tíma og hann hefur líka notið góðs af þeirri sýningu sjálfur. Hefur endurnýjast og fengið nýja fótfestu. Æskuformin endurbirtast þarna með nýjum galdri í línu og lit og umhverfis hverja mynd er aðsteðjandi veður hins mislynda heims er við búum í. Hann málar^ Fuglinn í fjörunni, Ástríðudansinn, Konu manns, Eldur í Kaupinhavn, Jarðarmen. Nætur Messa- línu, Upprisu, MatmóðurogStröndina. Upplímingar á sorpi úr fjörum eru ekki eins fyrirferðarmiklar, og reliefin tengjast litnum með sérstökum hætti. Þarna eru margar góðar myndir, er sýna

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.