Tíminn - 02.10.1982, Qupperneq 16

Tíminn - 02.10.1982, Qupperneq 16
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEDD“ Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sfmi 36510 - segir Maitland Strobart,yfirmaöur skólamenntunardeildar Evrópu- rádsins,sem heimsótti ísland til að kynna sérþessi málefni hjá okkur ■ „Mér fannst margt mjög athyglisvert í menntunarmálum hérlendis, sérstak- lega hve skólar hér eru vel tækjum búnir og hve gæði námsgagna eru mikil, miðað við smæð þjóðarinnar. Auk þess kom mér stærð bekkja á óvart því þeir eru yfirleitt mun stærri í öðrum Evrópu- löndum" sagði Maitland Strobart yfir- maður Skólamcnntunardeildar Evrópu- ráðsins í samtali við Tímann en hann heimsótti ísland til að kynna sér menntunarmál hér í sambandi við yfirgripsmikla könnun sem Evrópuráðið skipaði á framhaldsskólanámsstiginu í 23 löndum Evrópuráðsins. „Þessi könnun nær til nemenda á aldrinum 14 til 19 ára í þessum löndum og markmið hennar er aðallega það að leita svara við því hvort skólar gefi nemendum almennt nægilega góða undirstöðu fyrir atvinnulífið. Þið íslend- ingar eruð mjög heppnir að því leyti að hér finnst varla nokkuð atvinnuleysi ungmenna, en í öðrum löndum innan Evrópuráðsins er atvinnuleysi þessa hóps í kringum 25%, og fer í allt að 30% í einstökum löndum og þá á ég við atvinnuleysi fólks undir 25 ára aldri" sagði Strobart. „Þessi könnun okkar, eða verkefni, er nú á lokastigi en bráðabirgðaálit verður sent ráðherranefnd Evrópuráðsins snemma á næsta ári en ráðherranefndin er æðsta yfirvald Evrópuráðsins. Að því loknu erum við svo með í undirbúningi nýja áætlun, eða könnun, í svipuðum dúr og þessi er og á hún að ná yfir nemendur á aldrinum 6 til 12 ára og þá er ætlunin að reyna að sjá hvert eigi að vera hlutverk skóla, með nemendur á þessu aldursskeiði, á níunda áratugnum en miklar breytingar eru nú í aðsigi á þessu sviði.“ Strobart heimsótti skóla og mennta- stofnanir meðan hann dvaldi hér og á honum mátti skilja að íslendingar væru framarlega í menntamálum. Hann lét þess sérstaklega getið að heimsókn sín í Námsgagnastofnun hefði verið ánægjuleg og honum hefði komið á óvart mikil gæði námsefnis þar, auk þess sem hann var mjög hrifinn af því sem við höfum gert í skólamálum þroskaheftra..." það er athyglisverð þróun í gangi hér og þið íslendingar ættuð að deila reynslu ykkar með sem flestum, það er fyllilega þess virði“ sagði Strobart. - FRI ■ „Þið íslendingar ættuð að deila reynslu ykkar með sem flestum, það er fyllilega þess virði“ segir Maitland Strobart... Tímamynd GE LAUGARDAGUR 2. 0KTÓBER 1982 bæjarstjora að afla upplysinga um hvort reglugerðir um katta- hald séu til í cinhverjum sveitarfélðgum, en bæjarráð er mjög inn á því að takmarka kattahald með ákveðnum regl- um til verndunar fuglalífi í bænum. Krummi ... las i Víkurblaðmu að Húsvik- ingar væru farnir að biðja um snjómokstur til að komast á skíði? Margir vilja á útvarpið ■ Eftir helgina rennur út umsóknarfrestur um þrjár fréttamannsstöður hjá útvarp- inu. Tvær stöðurnar eru nýjar og koma til vegna hins nýja fréttaskýringarþáttar strax cftir kvöldfréttir, en sú þriðja er staða Stefáns Hafstein sem nú tekur við morgunútvarpi. Að vanda þegar auglýstar eru lausar til umsóknar stöður fréttamanna á útvarpi eru margir um hituna. Talið er nær víst að Einar Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi sumarafleys- ingamanns á fréttaslofunni undanfarin sumur, jafnframt því sem hann hefur verið fréttaritari þess í Lundúnum á vetrum, verði ráðinn í stöðu Stefáns Hafstein. Meira álita- mál er hverjir hreppa hinar stöðurnar, en þó er Ijóst að einhverjir sumarafleysinga- menn frá sl. sumri sækja um og eru þeir öðrum líklegri. Fleira fjölmiðlavant fólk mun vera meðal umsækjenda, því Dropar hafa heyrt að Katrín Pálsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Lífs, sé þar í hópi. Kettir bannað- ir á Húsavík? ■ Hundahald í þéttbýli hefur verið umdcilt í gegnum árin og menn haft misjafnar skoðanir á því. Sérstakar takmarkanir ef ekki blátt bann hafa verið lögð við því, hundaeigendum sumum til mikils hugarangurs. Kettir hafa yflrleitt getað um frjálst höfuð strokið í þessum efnum, þegar rætt er um takmörkun. dýrahalds í þéttbýli. Nú gæti hins vegar svo farið að þeim verði einhver takmörk sett. Húsvíkingar ríða á vaðið því nýlega hefur bæjarráðið samþykkt að fela fréttir Halldór Þ. Jónsson nýr sýslumaður Skagfirðinga ■ Forseti íslands skipaði hinn 28. september Hall- dór Þ. Jónsson, bæjar- fógeta, í embætti sýslu- manns Skagafjarðarsýslu og bæjarfógeta á Sauð- árkróki frá 1. nóvember 1982 að telja. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Barði Þór- hallsson, bæjarfógeti, Erl- ingur Óskarsson, dómara- fulltrúi, Guðmundur Krist- jánsson, aðalfulltrúi, Gunnar Gunnarsson, deildarstjóri, Hjörtur O. Aðalsteinsson, dómara- fulltrúi, Már Pétursson, héraðsdómari og Þorbjörn Árnason, dómarafúlltrúi. Stálu morfíni ■ Hún var ljót aðkoman þegar skipverjar á bátnum Sandfelli GK 82 komu um borð í bátinn á fimmtu- dagsmorguninn. Lyfja- þjófar höfðu verið á ferð um borð. Skáru þeir í sundur einn gúmbjörg- unarbát og skildu hann eftir sundurskorinn á dekkinu. Úr honum náðu þeir sex hylkjum af morf- íni. - Sjó. Islenska strengja- sveitin varð í fjórða sæti ■ íslenska strengja- sveitin sem keppti í tón- listarkeppninni í Belgrad í Júgóslavíu, hafnaði í fjórða sæti í úrslita- keppninni. Það var sveit frá Guild- hall School of Music í Bretlandi sem bar sigur úr býtum en í öðru og þriðja sæti urðu sveitir frá Ung- verjalandi og Póllandi. ís- lenska sveitin sem varð í fjórða sæti hlaut um átta þúsund krónur í verðlaun fyrir frammistöðu sína, en þrem fyrstu sveitunum á- skotnuðust auk peninga- verðlauna, ýmiskonar fríð- indi svo sem boð um hljómleikahald og ókeypis upptökur. - ESE dropar Evrópurádid með viðamikla könnun á framhaldsskólamenntun: „MflRGT ATHYGUSVERTI MENNTUNARMflLUM HÉR”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.