Tíminn - 05.10.1982, Side 6

Tíminn - 05.10.1982, Side 6
6_____________ stuttar fréttir Fjölmenni við kirkjuvígsluna Grindavík: Mikið fjölmenni 1200 til 1500 manns, var við vígslu nýju kirkjunnar í Grindavík á laugar- daginn fyrir viku Vígslu- athöfnin fór fram klukkan 14 og að henni lokinni var gestum boðið í Festi, þar sem konur úr Kvenfélagi Grindavíkur buðu upp á kaffi og meðlæti. . í Festi voru fluttar ræður. Svavar Árnason, formaður sóknarnefndar og Ólafur Sigurðson, formaður byggingarnefndar, gerðu grein fyrir framkvæmdum. í máli þeirra kom fram. aö kirkjan vár byggð að einum þriðja fyrir frjáls framlög bæjarbúa og annarra og aðeins um 11% byggingarkostnaðarins er lánsfé. L'oks fluttu ávörp Bragi Friðriks- son, prófastur, Ólína Ragnarsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og biskupinn yfir Islandi, Pétur Sigur- geirsson. GV/Grindavík/-Sjó. Nýr verknáms- skóli tekinn í notkun á Akranesi Akranes: Fjölbrautaskólinn á Akra- nesi tók 17. sept. s.l. í notkun nýbyggingu fyrir verklega kennslu í málm- og rafiðnum. Verknáms- brautir skólans hafa starfað frá haustinu 1978, en hingað til í leiguhúsnæði við erfið skilyrði. Framkvæmdir við húsið hófust í ágústmánuði árið 1981 svo bygging þess hefur tekið eitt ár. Stóra Flóri- danamótið á Selfossi - Selfoss: Bridgefélag Selfoss stendur fyrir stórmóti í bridge í ár eins og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Stóra Flóridanamótið verður haldið í Hótel Selfoss laugardaginn 16. október n.k. kl. 13.00. Á mótinu verður spilaður 32ja para tölvugefinn barómeter. í boði eru 16.000 kr. verðlaun, sem skiptast þannig: 1. verðlaun 8.000 kr., 2. verðlaun 5.000 kr. og 3. verðlaun 3.000 kr. Einnig verður spilað um silfurstig. Þátttökugjald á mótinu er 500 kr. fyrir parið, sem greiða á í móts- byrjun. Mótsstjóri verður Sigurjón Tryggvason. Látttökutilkynnigar þurfa að berast fyrir 10. október til Erlings Þorsteinssonar (s. 1653) eða Garðars Gestssonar (s. 1758). - HEI ■ Hluti húss og verðlaunagarðs hjónanna Önnu og Sigurðar að Selbraut 84 á Seltjarnarnesi. Garður ársins ’82 á Seltjarnarnesi Seltjarnarnes: Fegrunar- og náttúru- verndarnefnd Seltjarnarness hefur valið garðinn að Selbraut 84 til verðlauna sem garð ársins 1982 á Seltjarnarnesi. Eigendur hans eru hjónin Anna Jónsdóttir og Sigurður Stefánsson. Svo sem á síðasta ári var leitað til íbúa Seltjarnarness um ábendingar og barst fjöldi slíkra, sem nefndin valdi úr jafnframt því að skoða garða sem fylgst hefur verið með undan- farin ár. í frétt frá fegrunar- og náttúruverndarnefnd segir að mjög margir fallegir og vel hirtir garðar séu nú í ræktun á Seltjarnarnesi. - HEI Tónlistarskóli Rangæinga að hefja sitt 25. starfsár Kangárvullasýsla: Barnakór Tón- listarskóla Rangæinga hefur gefið út hljómplötu í tilefni af þeim áfanga að Tónlistarskólinn er nú að hefja sitt 25. starfsár. Á plötunni eru 15 lög, innlend og erlend. Skólinn mun minnast afmælis síns með hátíðadagskrá fyrstu vikuna í janúar 1983. Tónlistarskóli Rangæinga er rek- inn af öllum hreppum sýslunnar og eru kennslustaðir 7 talsins. Skóla- stjöri er Sigríður Sigurðardóttir en formaður skólanefndar er Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ. - HEI ÉG BÍÐ EFTIR VORI ■ Hleðslumennirnir við grjótvegginn góða - Sæmundur Björnsson, Sumarliði Bjömsson og Sigfús Sigurjonsson. , Tímamynd Sigurjón Valdimarsson GRJÓTVEGGUR HLAÐINN IIM GRAFARKIRKIU ■ Nú í haust var lokið við gerð vegghleðslu umhverfis Grafarkirkju í Skaftártungum, en unnið hefur verið að þessu verki í skorpum undanfarin ár. Það er Sæmundur Björnsson, bóndi í Múla sem haft hefur veg og vanda af því að hlaða garðinn, en auk hans hefur m.a. bróðir hans Sumarliði lagt þar gjörva hönd á verk. Að sögn Sæmundar hafa allt frá tveim og upp í fimm til sex menn unnið að þessu verki þegar best hefur látið. _ ESE Guðmundur Emilsson tekur vid stjórn Fflharmóníunnar ■ Guðmundur Emilsson, hljóm- sveitarstjóri, hefur verið ráðinn stjórn- andi Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem nú er að hefja sitt 23. starfsár. Eins og undanfarin ár mun Söng- sveitin taka þátt í flutningi kórverka með Sinfóníuhljómsveit fslands. Þó verður fyrsta verkefni vetrarins aðventu- tónleikar með íslensku hljómsveitinni, sem nýlega var stofnuð. Viðfangsefni þeirra tónleika verður Hátíðamótettan „In ecclesiis" fyrir tvöfaldan kór og málmblásara, eftir Giovanni Gabrieli, sem þá verður flutt í fyrsta sinn hér á landi, og kantatan „Vakna, Síóns verðir kalla“ eftir J.S. Bach. Margt fleira verður á döfinni hjá Söngsveitinni í vetur. í frétt frá Söngsveitinni segir, að Guðmundur Emilsson, hafi í hyggju að efla mjög starfsemi sveitarinnar. M.a. ætli hann að fjölga söngfólki. Upplýsingar um kórstarfið eru veittar í símum 79820, 71435 og 39119. - Sjó. ■ Guðmundur Emilsson mun stjóma Söngsveitinni FQharmóníu í vetur. Sem kunnugt er hefur hann getið sér mjög gott orð fyrir hljómsveitarstjómun. Gaman verður að fylgjast með honum í hlutverki kórstjórnanda. Tímarnynd G.E.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.