Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 í spegls tímansj .Umsjón: B.St. og K.LV I ■ í nýjustu kvikmyndinni leikurhanná móti Goldie Hawn. Mynd- in heitir „Bestu vinir“ ■ „Ef ég ætti að segja tU um hvaða kostum sú kona ætti að vera búin, sem ég gæti hugsað mér í sambýli.þá yrði efst á blaði, að hún væri skapgóð og umfram allt að hún hefði ríka kímnigáfu," segir kvenna- gullið Burt Reynolds í viðtali við breskan blaðamann, sem BURT REYNOLDS: KAUPHÆSTUR ALL NULIFANDI LEIKARA og efstur á vinsældalistum — ríkur, laglegur og einhleypur! heimsótti hann í húsvagninn, sem hann hefur aðsetur í við kvikmyndaverið, þar sem ver- ið er að taka upp myndina „Best Friends“. Það mátti sjá, að Burt hefur grín og gaman í hávegum, því að videó-tæki gekk á fullu hjá honum í húsvagninum með grínleik- urunum Laurel og Hardy. „Það er svo gott að hlæja“, sagði Burt, en hann kvaðst þó hafa enn meira gaman af vel leiknum gamanmyndum en hinum svokölluðu skrípaláta- myndum. „Cary Grant hefur alltaf haft þetta fina skopskyn, og það kemur vel fram í gamanmyndum sem hann hef- ur leikið í. Ég dáist að Cary Grant, - ég vildi gjaman líkjast honum.“ Burt sagði einnig í viðtalinu, að það væri eins gott fyrir þá stúlku, sem hann ætti vingott við, að geta tekið hlutunum með léttri lund, því að blöðin skrifuðu oft fáránlega dellu um hverja þá dömu sem hann léti sjá sig með á skemmtistað eða annars staðar. Ýmist ætti hann að vera að þjóta með stúlkuna til Mexíkó til að giftast henni, eða hann væri í vandræðum með að losna við hana, því hún elskaði hann svo heitt. „Og svo er heila málið kannski það, að ég bauð stúlkunni út í mat!“ Þótt Burt sé piparsveinn (eftirsóttasti piparsveinn í heimi, segja sumir) þá var hann einu sinni giftur. Hann giftist þegar hann var 25 ára grínleikkonunni Judy Came, og þau vom í hjónabandi í tvö ár. Ýmsar konur hafa verið orðaðar við Burt, en lengstan tíma var Dinah Shore aðalvin- kona hans. Hún var reyndar 19 ámm eldri en hann, en það virtist ekki spilla fyrir vinátt- unni. Ástarsamband þeirra varði í rúm fjögur ár, en þá kom Sally Field í spilið. Núverandi „besta vinkona“ Burts er Loni Anderson. Loni er tvífráskilin, móðir 17 ára dóttur, sem hún eignaðist þegar hún var í skóla. Loni er sögð vel gefm og dugleg. Hún er mikil kvenrétt- indakona, - en hún segist lifa á því að vera kyntákn og hafa unnið markvisst að því að verða það, m.a. með því að lita dökka hárið sitt Ijóst. Loni og Burt em oft umsctin af Ijósmyndurum, og hefur leik- arinn látið hendur skipta stundum í viðskiptum sínum við þá. Þegar Burt var spurður um hina frægu nektarmynd, sem tekin var af honum fyrir nokkram árum, þá hló hann og sagði, að slíkar myndir þættu ekki merkilegar nú orðið. Þetta hefði ekki verið neitt ■ Burt Reynolds hefur Indíánablóð í æðum, móðir hans var af Cher- okee-ættflokknum, en faðir hans var banda- rískur skógfræðingur. ósiðleg mynd. „Stellingin var þannig, að ég hefði alveg eins getað verið í sundskýlu“, sagði hann. Hann sagðist t.d. nýlega hafa sé- í víðlesnu bandarisku hafa séð í víðlesnu bandarísku manni sem sneri sér beint að Ijósmyndavélinni og stóð við hliðina á fallegum hesti, - en ég held að hann hefði heldur átt að láta Ijósmynda sig með apa, sagði Burt. Sem svar við hvort ekki væri dásamlegt að vera svona rikur sagði leikarinn: “Ég get ekki neitað því, - það er gott að hafa peninga og ég eyði miklu, bæði á sjálfan mig og vini mína. Ég hef verið óhamingju- samur í fátækt, og ég hef verið óhamingjusamur í ríkidæmi - og mér líkar það síðamefnda miklu betur“. ■ í einkalíf- inu er „besta vinkona“ hans Loni Anderson, kvenréttinda- kona og kyn- tákn! Þeir fengu far, en... ■ Tveir menn á (lótta úr fangelsi í Ontarío í Kanada náðust fljótlega aftur, þar sem þeir voru að reyna að fá far, og stóðu við þjóðveginn með þumalputtana á lofti. Þeir vomiðust til að „komast á puttanum“ til næstu stórborg- ar. Nú kom akandi fínn | herramaður uppábúinn | frakkaldæddur með pípuhatt á höfði og með gljásvart skegg. Hann nam staðar, þegar hann sá mennina og bauð þeim upp í bflinn sinn, en sneri snarlega við og ók þeim beint að fangelsi þeirra aftur. Sá frakka- klæddi var enginn annar en yfirfangavörður í fangelsinu - á leið á grímuball! Þær vöktu athygli á golfvellinum — og ekki adeins fyrir gódan leik — heldur fegurd ■ Það var mikið um að vera á golfvellinum Moor Park í Rickmansworth í Englandi nýlega, en þar fór fram golfmótið „Bob Hope Golf Classic“. Þær tvær stúlkur, sem era hér á myndinni vora þarna reyndar sem áhorfendur, en engu að síður var mikið horft á þær. Þær vöktu athygli fyrir fegurð - önnur dökk á brún og brá, en hin Ijós yfirlitum. Stúlkumar vora gamlir kunn- ingjar og léku oft saman golf hér áður, en nú höfðu þær ekki sést í nokkur ár, svo þær notuðu tækifærið og gengu um ■ Liz og Stephanie ætluðu bara að horfa á - en það var þá aðallega horft á þær! Herra dómari — ég þoli þetta ekki lengur! ■ Skrifstofumaður við stóra verksmiðju í Finnlandi varð yfir sig þreyttur á því að þvo upp eftir veislur konunnar sinnar. Hún var stöðugt að halda boð - og hann varð alltaf að þvo upp og hreinsa eldhúsið eftir veisluhöldin. Nikolai Fema, í Kajaani, fékk skilnað á þeim grundvelli, að eldhúsvaskurinn væri orð- inn honum „heHt helvíti", eins og hann sagði við dómarann. Hann sagðist ekki halda þetta lengur út. Magda, eiginkona Nikolai, var ákaflega veisluglöð, og hélt vikulega veislu fyrir vini og kunningja, - en svo var aumingja Nikolai að þvo allt leirtauið og glösin, potta og pönnur og ganga frá. Dómarinn sagðist vel skilja örvæntingu Nikolais yfir þess- um uppþvotti og veitti skilnað á svipstundu. golfvöliinn og spjölluðu saman. Sú dökkhærða er fyrirsæta og heitir Liz Hoad. Hún kom til að fylgjast með bróður sínum Paul, en hann tók þátt í keppninni og með honum var grínleikarinn Ronnie Corbett. Sú Ijóshærða heitir Stephanie Jolly, og er atvinnugolfleikari. Hún var spennt að fylgjast með hvernig unnusta hennar, Ewen Murray, sem keppti með boxaranum Henry Coop- er, vegnaði í keppninni. Þær stöllumar skemmtu sér vel á golfveUinum, en Ijós- myndaramir, sem áttu að Ijósmynda keppendur á vell- inum, eltu þær á röndum til að mynda þær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.